Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2015 18:24 Gylfi Þór Sigurðsson skömmu áður en hann skoraði mark sitt í leiknum. Vísir Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Lettlandi í dag en Gylfi Þór Sigurðsson átti enn einn stórleikinn fyrir íslenska liðið og skoraði síðara mark Íslands eftir glæsilegan sprett frá eigin vallarhelmingi. Lettar komu þó til baka í síðari hálfleik og Gylfi var ekki ánægður með niðurstöðuna. „Við erum drullusvekktir. Það er hálfvandræðalegt að hafa tapað þessu niður svona í seinni hálfleik,“ sagði svekktur Gylfi Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. Hann segir að báðir hálfleikarnir hafi verið svipaðir að hans mati. „Eini munurinn er að Lettarnir nýttu færin sín. Þetta var mjög opinn leikur og kannski eins og körfuboltaleikur á köflum.“ „Það gekk vel að sækja í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mikið af færum og nálægt því að komast í dauðafæri. Margir leikmenn tóku sénsinn og fóru fram en þar af leiðandi opnaðist mikið á skyndisóknir fyrir þá. Það er þeirra eini styrkur - að sækja hratt á okkur. Við leyfðum þeim að nýta sér það.“ Hann segir að það hafi ekki verið einbeitingarleysi í hópnum í dag og að strákarnir hafi ætlað sér að vinna leikinn og ekkert annað. „Ég held að það sé gott að fá svona kalda vatnsgusu í andlitið áður en við förum til Frakklands.“ Gylfi skoraði gullfallegt mark sem kom Íslandi í 2-0. „Þetta var gott mark og synd að það telji ekki meira. Ég er auðvitað ánægður með hafa skorað en hefði frekar viljað taka þrjú stig.“ Gylfi fór ítrekað illa með Igors Tarasovs á miðjunni og Gylfi telur réttilega að leikurinn hafi verið erfiður fyrir hann. „Ég held að ég hafi átt fínan leik. Hann var í vandræðum og fékk svo gult spjald í síðari hálfleik - þá bakkaði hann aðeins meira aftur.“ Markið skoraði Gylfa eftir að hafa leikið illa á Tarasovs og eftir góðan sprett lét hann vaða. „Ég tók sénsinn og reyndi að klobba miðjumanninn hjá þeim. Það tókst og þá opnaðist mikið pláss fyrir mig. Kolli og Alfreð hlupu í sína hvora áttina og það gaf mér mikinn tíma til að rekja boltann upp að teig hjá þeim. Ég skaut og boltinn fór sem betur fer inn.“ Þetta var sjötta mark Gylfa í undankeppni EM en það er met hjá íslenska liðinu. „Það er frábært að vera búinn að skora sex mörk og hafa náð að hjálpa liðinu að komast á EM. Við eigum einn leik eftir og vonandi kemur eitt mark í viðbót.“ Gylfi segir að þetta breyti engu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Menn ætli sér sigur þar. „Við byrjuðum leikinn vel í dag og vonandi tekst okkur að byrja jafnvel úti í Tyrklandi. En við verðum að láta boltann ganga betur og hraðar á milli manna - taka bara eina, tvær snertingar og láta boltann vinna hratt á milli kanta. Þá á þetta eftir að ganga betur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira
Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Lettlandi í dag en Gylfi Þór Sigurðsson átti enn einn stórleikinn fyrir íslenska liðið og skoraði síðara mark Íslands eftir glæsilegan sprett frá eigin vallarhelmingi. Lettar komu þó til baka í síðari hálfleik og Gylfi var ekki ánægður með niðurstöðuna. „Við erum drullusvekktir. Það er hálfvandræðalegt að hafa tapað þessu niður svona í seinni hálfleik,“ sagði svekktur Gylfi Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. Hann segir að báðir hálfleikarnir hafi verið svipaðir að hans mati. „Eini munurinn er að Lettarnir nýttu færin sín. Þetta var mjög opinn leikur og kannski eins og körfuboltaleikur á köflum.“ „Það gekk vel að sækja í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mikið af færum og nálægt því að komast í dauðafæri. Margir leikmenn tóku sénsinn og fóru fram en þar af leiðandi opnaðist mikið á skyndisóknir fyrir þá. Það er þeirra eini styrkur - að sækja hratt á okkur. Við leyfðum þeim að nýta sér það.“ Hann segir að það hafi ekki verið einbeitingarleysi í hópnum í dag og að strákarnir hafi ætlað sér að vinna leikinn og ekkert annað. „Ég held að það sé gott að fá svona kalda vatnsgusu í andlitið áður en við förum til Frakklands.“ Gylfi skoraði gullfallegt mark sem kom Íslandi í 2-0. „Þetta var gott mark og synd að það telji ekki meira. Ég er auðvitað ánægður með hafa skorað en hefði frekar viljað taka þrjú stig.“ Gylfi fór ítrekað illa með Igors Tarasovs á miðjunni og Gylfi telur réttilega að leikurinn hafi verið erfiður fyrir hann. „Ég held að ég hafi átt fínan leik. Hann var í vandræðum og fékk svo gult spjald í síðari hálfleik - þá bakkaði hann aðeins meira aftur.“ Markið skoraði Gylfa eftir að hafa leikið illa á Tarasovs og eftir góðan sprett lét hann vaða. „Ég tók sénsinn og reyndi að klobba miðjumanninn hjá þeim. Það tókst og þá opnaðist mikið pláss fyrir mig. Kolli og Alfreð hlupu í sína hvora áttina og það gaf mér mikinn tíma til að rekja boltann upp að teig hjá þeim. Ég skaut og boltinn fór sem betur fer inn.“ Þetta var sjötta mark Gylfa í undankeppni EM en það er met hjá íslenska liðinu. „Það er frábært að vera búinn að skora sex mörk og hafa náð að hjálpa liðinu að komast á EM. Við eigum einn leik eftir og vonandi kemur eitt mark í viðbót.“ Gylfi segir að þetta breyti engu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Menn ætli sér sigur þar. „Við byrjuðum leikinn vel í dag og vonandi tekst okkur að byrja jafnvel úti í Tyrklandi. En við verðum að láta boltann ganga betur og hraðar á milli manna - taka bara eina, tvær snertingar og láta boltann vinna hratt á milli kanta. Þá á þetta eftir að ganga betur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09
Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00