Sjö þjóðir hafa bæst í EM-hópinn á síðustu þremur dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2015 13:30 Eden Hazard fagnar EM-sæti Belga í gær. Vísir/Getty Lokaumferðin í riðlunum í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar hefst í dag en undanfarna þrjá daga hafa sjö þjóðir tryggt sér farseðilinn í úrslitakeppni EM næsta sumar. Helmingur sætanna er því enn laus. Ítalía, Belgía og Wales tryggðu sig áfram í gærkvöldi, Spánn og Sviss innsigliðu EM-sætið á föstudagskvöldið og á fimmtudaginn voru það Norður-Írland og Portúgal sem fengu EM-farseðilinn í hendurnar. Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér EM-sætið 6. september og var fjórða þjóðin til að komast á EM á eftir gestgjöfum Frakka, Englandi og Tékklandi. Tveimur dögum síðar bættust Austurríkismenn síðan í EM-hópinn. Það eru enn tólf sæti laus á Evrópumótið og það ræðst á næstu þremur dögum hvaða þjóðir hreppa átta þeirra. Fjögur síðustu sætin eru síðan í boði í umspili milli liða sem enduðu í þriðja sætinu í sínum riðlum. Í kvöld verður keppt í riðlum D, F og I en í þessum þremur riðlum eru enn laus fjögur sæti. Fjórar þjóðir munu því tryggja sér sæti á Evrópumótinu í dag þar af tvær þjóðir úr D-riðlinum.Þjóðverjar ættu að eiga greiða leið inn á EM en aðeins tap hjá þeim á heimavelli á móti Georgíu á sama tíma og það verður jafntefli milli Póllands og Írlands sér til þess að þeir endi ekki í tveimur efstu sætum riðilsins. Fari þetta á versta veg fyrir Heimsmeistara Þjóðverjar verða öll þrjú efstu liðin jöfn að stigum en þeir sitja eftir á lakasta árangrinum í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Stórleikur dagsins í D-riðlinum er án vafa úrslitaleikur Póllands og Írland í Varsjá þar sem 0-0 eða 1-1 jafntefli dugar Póllandi. Írar unnu Þjóðverja í síðasta leik og eru til alls vísir í kvöld.Rúmenar og Ungverjar keppa um að fylgja Norður-Írum upp úr F-riðli en Rúmenar hafa stigi meira fyrir lokaumferðina. Von Ungverja liggur í Færeyjum en ef Rúmenar tapa stigum í Þórshöfn þá komast Ungverjar á EM með sigri í Grikklandi.Portúgalar hafa tryggt sigur sigur í I-riðli og sæti á EM en Danir þurfa að treysta á það að Albanir tapi stigum í Armeníu í dag. Danir hafa lokið keppni en eru með eins stigs forskot á Albana og betri stöðu úr innbyrðisviðureignum. Leikirnir í riðlum F og I fara fram klukkan 16.00 í dag en leikirnir í D-riðlinum verða klukkan 18.45 í kvöld.Þjóðirnar tólf sem hafa tryggt sér sæti á EM 2016: 1. Frakkland (Gestgjafi) 2. England (5. september) 3. Tékkland (6. september)4. Ísland (6. september) 5. Austurríki (8. september) 6. Norður-Írland (8. október) 7. Portúgal (8. október) 8. Spánn (9. október) 9. Sviss (9. október) 10. Ítalía (10. október) 11. Belgía (10. október) 12. Wales (10. október) EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland heldur toppsætinu eftir sigur Tyrkja í Tékklandi Tyrkland vann 2-0 sigur á Tékklandi í Prag í kvöld en sigur Tyrkja þýðir að Ísland heldur toppsæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir þrátt fyrir að hafa aðeins náð jafntefli gegn Lettlandi í dag. 10. október 2015 20:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Bale: Aldrei liðið jafn vel eftir að hafa tapað leik Gareth Bale og félagar í Wales gátu fagnað sæti á lokakeppni EM í gær þrátt fyrir tap gegn Bosníu en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1958 sem Wales kemst á lokakeppni stórmóts. 11. október 2015 09:00 Wales komst í lokakeppni EM þrátt fyrir tap í Bosníu Wales komst í lokakeppni EM í fyrsta sinn í tæplega 60 ár þrátt fyrir 0-2 tap gegn Bosníu Herzegóvínu í kvöld en tap Ísrael gegn Kýpur þýðir að sæti Wales er öruggt. 10. október 2015 21:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Lokaumferðin í riðlunum í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar hefst í dag en undanfarna þrjá daga hafa sjö þjóðir tryggt sér farseðilinn í úrslitakeppni EM næsta sumar. Helmingur sætanna er því enn laus. Ítalía, Belgía og Wales tryggðu sig áfram í gærkvöldi, Spánn og Sviss innsigliðu EM-sætið á föstudagskvöldið og á fimmtudaginn voru það Norður-Írland og Portúgal sem fengu EM-farseðilinn í hendurnar. Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér EM-sætið 6. september og var fjórða þjóðin til að komast á EM á eftir gestgjöfum Frakka, Englandi og Tékklandi. Tveimur dögum síðar bættust Austurríkismenn síðan í EM-hópinn. Það eru enn tólf sæti laus á Evrópumótið og það ræðst á næstu þremur dögum hvaða þjóðir hreppa átta þeirra. Fjögur síðustu sætin eru síðan í boði í umspili milli liða sem enduðu í þriðja sætinu í sínum riðlum. Í kvöld verður keppt í riðlum D, F og I en í þessum þremur riðlum eru enn laus fjögur sæti. Fjórar þjóðir munu því tryggja sér sæti á Evrópumótinu í dag þar af tvær þjóðir úr D-riðlinum.Þjóðverjar ættu að eiga greiða leið inn á EM en aðeins tap hjá þeim á heimavelli á móti Georgíu á sama tíma og það verður jafntefli milli Póllands og Írlands sér til þess að þeir endi ekki í tveimur efstu sætum riðilsins. Fari þetta á versta veg fyrir Heimsmeistara Þjóðverjar verða öll þrjú efstu liðin jöfn að stigum en þeir sitja eftir á lakasta árangrinum í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Stórleikur dagsins í D-riðlinum er án vafa úrslitaleikur Póllands og Írland í Varsjá þar sem 0-0 eða 1-1 jafntefli dugar Póllandi. Írar unnu Þjóðverja í síðasta leik og eru til alls vísir í kvöld.Rúmenar og Ungverjar keppa um að fylgja Norður-Írum upp úr F-riðli en Rúmenar hafa stigi meira fyrir lokaumferðina. Von Ungverja liggur í Færeyjum en ef Rúmenar tapa stigum í Þórshöfn þá komast Ungverjar á EM með sigri í Grikklandi.Portúgalar hafa tryggt sigur sigur í I-riðli og sæti á EM en Danir þurfa að treysta á það að Albanir tapi stigum í Armeníu í dag. Danir hafa lokið keppni en eru með eins stigs forskot á Albana og betri stöðu úr innbyrðisviðureignum. Leikirnir í riðlum F og I fara fram klukkan 16.00 í dag en leikirnir í D-riðlinum verða klukkan 18.45 í kvöld.Þjóðirnar tólf sem hafa tryggt sér sæti á EM 2016: 1. Frakkland (Gestgjafi) 2. England (5. september) 3. Tékkland (6. september)4. Ísland (6. september) 5. Austurríki (8. september) 6. Norður-Írland (8. október) 7. Portúgal (8. október) 8. Spánn (9. október) 9. Sviss (9. október) 10. Ítalía (10. október) 11. Belgía (10. október) 12. Wales (10. október)
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland heldur toppsætinu eftir sigur Tyrkja í Tékklandi Tyrkland vann 2-0 sigur á Tékklandi í Prag í kvöld en sigur Tyrkja þýðir að Ísland heldur toppsæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir þrátt fyrir að hafa aðeins náð jafntefli gegn Lettlandi í dag. 10. október 2015 20:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Bale: Aldrei liðið jafn vel eftir að hafa tapað leik Gareth Bale og félagar í Wales gátu fagnað sæti á lokakeppni EM í gær þrátt fyrir tap gegn Bosníu en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1958 sem Wales kemst á lokakeppni stórmóts. 11. október 2015 09:00 Wales komst í lokakeppni EM þrátt fyrir tap í Bosníu Wales komst í lokakeppni EM í fyrsta sinn í tæplega 60 ár þrátt fyrir 0-2 tap gegn Bosníu Herzegóvínu í kvöld en tap Ísrael gegn Kýpur þýðir að sæti Wales er öruggt. 10. október 2015 21:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Ísland heldur toppsætinu eftir sigur Tyrkja í Tékklandi Tyrkland vann 2-0 sigur á Tékklandi í Prag í kvöld en sigur Tyrkja þýðir að Ísland heldur toppsæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir þrátt fyrir að hafa aðeins náð jafntefli gegn Lettlandi í dag. 10. október 2015 20:45
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Bale: Aldrei liðið jafn vel eftir að hafa tapað leik Gareth Bale og félagar í Wales gátu fagnað sæti á lokakeppni EM í gær þrátt fyrir tap gegn Bosníu en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1958 sem Wales kemst á lokakeppni stórmóts. 11. október 2015 09:00
Wales komst í lokakeppni EM þrátt fyrir tap í Bosníu Wales komst í lokakeppni EM í fyrsta sinn í tæplega 60 ár þrátt fyrir 0-2 tap gegn Bosníu Herzegóvínu í kvöld en tap Ísrael gegn Kýpur þýðir að sæti Wales er öruggt. 10. október 2015 21:00