Lincoln Continental frumsýndur í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 09:31 Stjarna New York bílasýningarinnar í ár, stóri lúxusbíllinn Lincoln Continental, verður frumsýndur í endanlegri framleiðsluútgáfu á komandi bílasýningu í Detroit í Bandaríkjunum þann 11. janúar á næsta ári. Lincoln er undirmerki Ford sem framleiðir lúxusbíla líkt og Lexus er lúxusbílamerki Toyota. Bíllinn er lítið breyttur frá frumútgáfunni og kætir það flesta. Bíllinn mun koma á markað seinna á næsta ári. Hann mun bæði fást með framhjóladrifi og fjórhjóladrifi og verður meðal annars í boði með 3,0 lítra V6 EcoBoost bensínvél frá Ford. Bíllinn verður settur saman í Flat Rock verksmiðju Ford í Michican, en þar eru einnig smíðaðir bílarnir Ford Mustang og Ford Mondeo, sem heitir reyndar Ford Fusion í Bandaríkjunum. Lincoln Continental mun leysa af hólmi Lincoln MKS og verður framleiðslu þess bíls ekki hætt í verksmiðju Ford í Chicago í ótiltekinn tíma. Tilkoma Continental mun þó vafalaust minnka eftirspurnina eftir MKS og það gefur Ford kost á meiri framleiðslu Ford Explorer jeppans sem mikil eftirspurn er nú eftir. Bílar video Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent
Stjarna New York bílasýningarinnar í ár, stóri lúxusbíllinn Lincoln Continental, verður frumsýndur í endanlegri framleiðsluútgáfu á komandi bílasýningu í Detroit í Bandaríkjunum þann 11. janúar á næsta ári. Lincoln er undirmerki Ford sem framleiðir lúxusbíla líkt og Lexus er lúxusbílamerki Toyota. Bíllinn er lítið breyttur frá frumútgáfunni og kætir það flesta. Bíllinn mun koma á markað seinna á næsta ári. Hann mun bæði fást með framhjóladrifi og fjórhjóladrifi og verður meðal annars í boði með 3,0 lítra V6 EcoBoost bensínvél frá Ford. Bíllinn verður settur saman í Flat Rock verksmiðju Ford í Michican, en þar eru einnig smíðaðir bílarnir Ford Mustang og Ford Mondeo, sem heitir reyndar Ford Fusion í Bandaríkjunum. Lincoln Continental mun leysa af hólmi Lincoln MKS og verður framleiðslu þess bíls ekki hætt í verksmiðju Ford í Chicago í ótiltekinn tíma. Tilkoma Continental mun þó vafalaust minnka eftirspurnina eftir MKS og það gefur Ford kost á meiri framleiðslu Ford Explorer jeppans sem mikil eftirspurn er nú eftir.
Bílar video Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent