Vika eftir af laxveiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 12. október 2015 10:15 Eftir sérlega gott veiðisumar eru síðustu dagarnir á þessum veiðitima að renna sitt skeið og það fer hver að verða síðastur af bleyta færi. Allar sjálfbæru laxveiðiárnar hafa lokað fyrir veiði að undanskilinni Fossá en það er veitt í henni til 15. október. Rangárnar eru síðan báðar opnar til 19,. október og það má ennþá finna lausar stangir þar bæði inná vefnum hjá Veiða.is og eins hjá SVFR. Verðið á leyfunum er gott og veiðivon góð, þá sértaklega í Ytri Rangá þar sem 40-50 laxar eru að veiðast á dag. Veiðin í Eystri Rangá er aðeins minni en hún hefur líka verið minna stunduð. Til að mynda veiddust 16 vænir laxar þar fyrir fáum dögum á fimm stangir í frekar lélegu veðri. Veitt er í sjóbirtingsánum út október og að þessum tíma liðnum eiga veiðimenn landsins eftir að láta fimm mánuði líða áður en hægt verður að grípa í veiðistöngina aftur. Mest lesið Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði Sílableikjurnar stórar á Þingvöllum í sumar Veiði Uppselt í Hítará Veiði Farið að sjást í fyrstu laxagöngurnar Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Aðalfundur SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ný fluga úr smiðju Sigurðar Héðins Veiði
Eftir sérlega gott veiðisumar eru síðustu dagarnir á þessum veiðitima að renna sitt skeið og það fer hver að verða síðastur af bleyta færi. Allar sjálfbæru laxveiðiárnar hafa lokað fyrir veiði að undanskilinni Fossá en það er veitt í henni til 15. október. Rangárnar eru síðan báðar opnar til 19,. október og það má ennþá finna lausar stangir þar bæði inná vefnum hjá Veiða.is og eins hjá SVFR. Verðið á leyfunum er gott og veiðivon góð, þá sértaklega í Ytri Rangá þar sem 40-50 laxar eru að veiðast á dag. Veiðin í Eystri Rangá er aðeins minni en hún hefur líka verið minna stunduð. Til að mynda veiddust 16 vænir laxar þar fyrir fáum dögum á fimm stangir í frekar lélegu veðri. Veitt er í sjóbirtingsánum út október og að þessum tíma liðnum eiga veiðimenn landsins eftir að láta fimm mánuði líða áður en hægt verður að grípa í veiðistöngina aftur.
Mest lesið Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði Sílableikjurnar stórar á Þingvöllum í sumar Veiði Uppselt í Hítará Veiði Farið að sjást í fyrstu laxagöngurnar Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Aðalfundur SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ný fluga úr smiðju Sigurðar Héðins Veiði