Þýskir sjónvarpsmenn voru áberandi hér á landi í síðustu viku fyrir leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016.
Þýska sjónvarpstöðin ARD var að taka upp viðtöl fyrir innslag sem má nú sjá á heimasíðu hennar, en þar er fjallað um íslenska fótboltaævintýrið.
Ísland er, eins og allir vita, komið á EM og er minnsta þjóðin í sögunni sem nær þeim áfanga. Met sem erfitt verður að slá.
Rætt er við Eyjólf Sverrisson og Hannes Þór Halldórsson og farið yfir gullkynslóðina sem er undirstaðan í landsliðinu í dag.
Þetta skemmtilega innslag, sem er vitaskuld á þýsku, má sjá hér.
Þjóðverjar fjalla um Ísmennina sem eru komnir á EM | Myndband

Tengdar fréttir

Hannes: Bretti upp ermar og hristi þetta af mér
Markvörðurinn þakkar fyrir batakveðjurnar þar sem hans bíða nú nokkrir mánuðir í endurhæfingu vegna meiðsla.

Alfreð: Ég gerði ekkert rangt
Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands.

Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju
Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust.

Gylfi Þór: Æfði mig að taka aukaspyrnur eins og Beckham
Gylfa Þór fannst alltaf skemmtilegast að horfa á David Beckham og Frank Lampard í enska boltanum.

Terim: Ísland ber höfuð og herðar yfir önnur lið
Landsliðsþjálfari Tyrklands hrósaði árangri íslenska landsliðsins mjög á blaðamannafundi í Konya í dag.

Ragnar: Vantar aldrei hvatningu með landsliðinu
Ragnar Sigurðsson segir að það íslenski landsliðshópurinn sé það sterkur að það komi ekki að sök þótt til breytinga komi á varnarlínu liðsins.