Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 1-0 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2015 20:30 Ragnar Sigurðsson í baráttunni gegn Tyrklandi í kvöld. Vísir/AFP Ísland tapaði fyrir Tyrklandi, 1-0, í lokaleik A-riðils undankeppni EM 2016 í leik sem fram fór í Konya í kvöld. Eina markið skoruðu heimamenn beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu. Þetta er aðeins annað tap strákanna okkar í riðlinum, en þeir töpuðust síðast fyrir Tékkum í október í fyrra á útivelli. Það var afskaplega lítið sem gerðist fyrstu 20 mínútur leiksins. Það var hálfpartinn eins og Tyrkir væru að bíða eftir að heyra einhver tíðindi frá Amsterdam þar sem Holland var að spila við Tékkland. Oguzhan Özyakup kveikti svolítið neistann hjá báðum liðum með skoti sem fór framhjá á 18. mínútu, en það fékk hann í D-boganum eftir góða sókn Tyrkja. Eftir það sóttu Tyrkir mun meira og stýrðu spilinu. Þeir komust þó lítt áleiðis gegn íslensku vörninni sem leið mun betur en í síðasta leik með Aron Einar Gunnarsson fyrir framan sig. Það mátti greina örlítið stress á Ögmundi Kristinssyni en hann óx með hverri mínútunni og handsamaði alla þá bolta sem komu inn á teiginn. Hann þurfti ekki að verja skot í fyrri hálfleik en gerði það sem hann þurfti að gera mjög vel. Fyrir utan Ögmund var liðsuppstillingin í dag hefðbundin og leið strákunum mjög vel saman eins og hefur einkennt liðið í þessari undankeppni. Aron Einar batt saman miðju og vörn en Gylfi Þór var ekki mjög áberandi í fyrri hálfleiknum. Eftir að Tyrkirnir voru búnir að banka á dyrnar í smástund komst Ísland í dauðafæri þegar Birkir Bjarnason átti frábæra 30 metra sendingu yfir vörn heimamanna og beint á Jón Daða sem missti þó boltann frá sér einn á móti markverði. Birkir var mjög öflugur í fyrri hálfleik; fór vel með boltann, átti góðar sendingar og sýndi sömu vinnslu og hann gerir alltaf. Hann komst einnig í ágætis skotfæri eftir fyrirgjöf Ara Freys en náði ekki að nýta það. Staðan var markalaus í hálfleik og virtist sem svo að bæði lið voru nokkuð sátt við þá stöðu í seinni hálfleiknum. Sérstaklega eftir að Kasakstan komst yfir gegn Lettlandi. Tyrkir þurftu samt mark til að tryggja sig beint á EM. Íslenska liðið sótti ekki mikið og var sátt við stöðuna. Kolbeinn Sigþórsson fékk eina færið framan af fyrri hálfleiknum sem hann bjó sér eiginlega til sjálfur með því að stökkva langhæst í teignum og skalla háa fyrirgjöf Birkis Más rétt framhjá. Lars og Heimir voru ekki búnir að gera skiptingu þegar Terim, þjálfari Tyrklands, kláraði sínar. Hann lenti þó í smá veseni þegar Gökhan Töre fékk beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu á Jón Daða á 77. mínútu. Manni færri voru Tyrkirnir hættulegri og þeir tryggðu sér líka sigurinn með frábæru marki Selcuk Inan beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu. Með því vissu Tyrkir að þeir væru á leið beint á EM og ætlaði allt um koll að keyra á vellinum. Ísland fór beint í sókn og fiskaði Gylfi Þór aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Hann var þó ekki jafn öflugur og Inan og skaut beint í varnarveginn. Lokatölur, 0-1 tap í Konya. Strákarnir okkar ljúka keppni í öðru sæti riðilsins og eru komnir, eins og allir vita, beint á EM. Þar verða þeir þó nær örugglega í fjórða styrkleikaflokki. Glæsilegri undankeppni lauk því miður með tapi, en strákarnir söfnuðu 20 stigum, unnu Holland tvisvar, Tékka einu sinni og Tyrki einu sinni. Jafnteflin gegn Kasakstan og Lettlandi heima fóru illa með okkur þegar uppi var staðið. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Tyrklandi, 1-0, í lokaleik A-riðils undankeppni EM 2016 í leik sem fram fór í Konya í kvöld. Eina markið skoruðu heimamenn beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu. Þetta er aðeins annað tap strákanna okkar í riðlinum, en þeir töpuðust síðast fyrir Tékkum í október í fyrra á útivelli. Það var afskaplega lítið sem gerðist fyrstu 20 mínútur leiksins. Það var hálfpartinn eins og Tyrkir væru að bíða eftir að heyra einhver tíðindi frá Amsterdam þar sem Holland var að spila við Tékkland. Oguzhan Özyakup kveikti svolítið neistann hjá báðum liðum með skoti sem fór framhjá á 18. mínútu, en það fékk hann í D-boganum eftir góða sókn Tyrkja. Eftir það sóttu Tyrkir mun meira og stýrðu spilinu. Þeir komust þó lítt áleiðis gegn íslensku vörninni sem leið mun betur en í síðasta leik með Aron Einar Gunnarsson fyrir framan sig. Það mátti greina örlítið stress á Ögmundi Kristinssyni en hann óx með hverri mínútunni og handsamaði alla þá bolta sem komu inn á teiginn. Hann þurfti ekki að verja skot í fyrri hálfleik en gerði það sem hann þurfti að gera mjög vel. Fyrir utan Ögmund var liðsuppstillingin í dag hefðbundin og leið strákunum mjög vel saman eins og hefur einkennt liðið í þessari undankeppni. Aron Einar batt saman miðju og vörn en Gylfi Þór var ekki mjög áberandi í fyrri hálfleiknum. Eftir að Tyrkirnir voru búnir að banka á dyrnar í smástund komst Ísland í dauðafæri þegar Birkir Bjarnason átti frábæra 30 metra sendingu yfir vörn heimamanna og beint á Jón Daða sem missti þó boltann frá sér einn á móti markverði. Birkir var mjög öflugur í fyrri hálfleik; fór vel með boltann, átti góðar sendingar og sýndi sömu vinnslu og hann gerir alltaf. Hann komst einnig í ágætis skotfæri eftir fyrirgjöf Ara Freys en náði ekki að nýta það. Staðan var markalaus í hálfleik og virtist sem svo að bæði lið voru nokkuð sátt við þá stöðu í seinni hálfleiknum. Sérstaklega eftir að Kasakstan komst yfir gegn Lettlandi. Tyrkir þurftu samt mark til að tryggja sig beint á EM. Íslenska liðið sótti ekki mikið og var sátt við stöðuna. Kolbeinn Sigþórsson fékk eina færið framan af fyrri hálfleiknum sem hann bjó sér eiginlega til sjálfur með því að stökkva langhæst í teignum og skalla háa fyrirgjöf Birkis Más rétt framhjá. Lars og Heimir voru ekki búnir að gera skiptingu þegar Terim, þjálfari Tyrklands, kláraði sínar. Hann lenti þó í smá veseni þegar Gökhan Töre fékk beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu á Jón Daða á 77. mínútu. Manni færri voru Tyrkirnir hættulegri og þeir tryggðu sér líka sigurinn með frábæru marki Selcuk Inan beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu. Með því vissu Tyrkir að þeir væru á leið beint á EM og ætlaði allt um koll að keyra á vellinum. Ísland fór beint í sókn og fiskaði Gylfi Þór aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Hann var þó ekki jafn öflugur og Inan og skaut beint í varnarveginn. Lokatölur, 0-1 tap í Konya. Strákarnir okkar ljúka keppni í öðru sæti riðilsins og eru komnir, eins og allir vita, beint á EM. Þar verða þeir þó nær örugglega í fjórða styrkleikaflokki. Glæsilegri undankeppni lauk því miður með tapi, en strákarnir söfnuðu 20 stigum, unnu Holland tvisvar, Tékka einu sinni og Tyrki einu sinni. Jafnteflin gegn Kasakstan og Lettlandi heima fóru illa með okkur þegar uppi var staðið.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira