Lagið heitir „Máttur gæskunnar“ en Ólafur samdi bæði lag og ljóð. Ljóðið var samið þann 5. júní sumarið 2014 en lagið er nýtt eða frá því í september.
Lagið má heyra hér að neðan en söngur er í höndum þeirra Guðlaugar Drafnar Ólafsdóttur sem er söngkennari Ólafs. Útsetning og gítarleikur er í höndum snillinganna, Gunnars Þórðarsonar og Vilhjálms Guðjónssonar.
Myndbandsupptaka fór fram í hljóðveri Vilhjálms við Laufásveg 6. okt. sl. og annaðist Friðrik Grétarsson hana.
Lag og ljóð er tileinkað góðvini Ólafs, Bryndísi Sigurjónsdóttur, en hlusta má á það í spilaranum að neðan.