Búa sig undir verkfall starfsmanna ÁTVR Kjartan Atli Kjartansson og Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. október 2015 07:00 Íslendingar eru ekki endilega þekktir fyrir að vera tímanlega í áfengiskaupum. Mikil örtröð gæti myndast í Vínbúðum landsins í dag vegna verkfallsins. Ef fram heldur sem horfir verða verslanir ÁTVR lokaðar fimmtudag og föstudag, vegna verkfalls starfsmanna. Skemmtistaðir birgja sig nú upp af áfengi og munu einhverjir bjóða upp á lengri „happy hour“, til að mæta þörfum viðskiptavina. Yfirvofandi verkfall starfsmanna sem skráðir eru í stéttarfélagið SFR mun hafa þær afleiðingar að Vínbúðir um allt land verða lokaðar á fimmtudag og föstudag. Augljóslega mun verkfallið því hafa áhrif á skemmtanalíf Íslendinga þessa tvo daga, enda Íslendingar ekki endilega þekktir fyrir að vera tímanlega í áfengiskaupum – fólk virðist oft ákveða á síðustu stundu að kíkja út á lífið. Til marks um það eru Vínbúðirnar opnar lengur á föstudögum og er oft gríðarlega mikið að gera þar um helgar. Stjórnendur skemmtistaða sjá sér nú leik á borði; væntanlega vita þeir sem er að fólk mun vilja skemmta sér og hafa pantanir stækkað undanfarið vegna þessa. „Við sjáum stærri pantanir, heilt yfir,“ segir Hreiðar Þór Jónsson, forstöðumaður á markaðssviði hjá Vífilfelli. Hann segir Vífilfell finna fyrir mestri aukningu í pöntunum á sterku víni og léttu víni. „Við höfum einnig fundið stíganda í pöntunum á bjór, sem er væntanlega vegna þess að fólk sér að verkfallið er að skella á. Þetta er ekki bara fimmtudagur og föstudagur heldur líka mánudagur og þriðjudagur, þó svo að þeir séu rólegastir í Vínbúðunum. Veitingamaðurinn þarf einnig að hugsa um að hafa nægt framboð af áfengi frá fimmtudegi fram á miðvikudag í næstu viku þegar Vínbúðirnar verða opnaðar aftur.“Arnar Þór Gíslason, sem er einn af eigendum skemmti- og veitingastaðana English Pub, Danska barsins, Lebowski, Kalda bars og 10 dropa segir að sínar áfengibirgðir ættu að duga þrátt fyrir aukið álag á skemmti- og veitingastöðunum. Geoffrey Þór Karl Huntingdon-Williams, sem sér um reksturinn á Prikinu ætlar að hafa lengra "Happy hour" vegna verkfallsins. Verkfall 2016 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
Ef fram heldur sem horfir verða verslanir ÁTVR lokaðar fimmtudag og föstudag, vegna verkfalls starfsmanna. Skemmtistaðir birgja sig nú upp af áfengi og munu einhverjir bjóða upp á lengri „happy hour“, til að mæta þörfum viðskiptavina. Yfirvofandi verkfall starfsmanna sem skráðir eru í stéttarfélagið SFR mun hafa þær afleiðingar að Vínbúðir um allt land verða lokaðar á fimmtudag og föstudag. Augljóslega mun verkfallið því hafa áhrif á skemmtanalíf Íslendinga þessa tvo daga, enda Íslendingar ekki endilega þekktir fyrir að vera tímanlega í áfengiskaupum – fólk virðist oft ákveða á síðustu stundu að kíkja út á lífið. Til marks um það eru Vínbúðirnar opnar lengur á föstudögum og er oft gríðarlega mikið að gera þar um helgar. Stjórnendur skemmtistaða sjá sér nú leik á borði; væntanlega vita þeir sem er að fólk mun vilja skemmta sér og hafa pantanir stækkað undanfarið vegna þessa. „Við sjáum stærri pantanir, heilt yfir,“ segir Hreiðar Þór Jónsson, forstöðumaður á markaðssviði hjá Vífilfelli. Hann segir Vífilfell finna fyrir mestri aukningu í pöntunum á sterku víni og léttu víni. „Við höfum einnig fundið stíganda í pöntunum á bjór, sem er væntanlega vegna þess að fólk sér að verkfallið er að skella á. Þetta er ekki bara fimmtudagur og föstudagur heldur líka mánudagur og þriðjudagur, þó svo að þeir séu rólegastir í Vínbúðunum. Veitingamaðurinn þarf einnig að hugsa um að hafa nægt framboð af áfengi frá fimmtudegi fram á miðvikudag í næstu viku þegar Vínbúðirnar verða opnaðar aftur.“Arnar Þór Gíslason, sem er einn af eigendum skemmti- og veitingastaðana English Pub, Danska barsins, Lebowski, Kalda bars og 10 dropa segir að sínar áfengibirgðir ættu að duga þrátt fyrir aukið álag á skemmti- og veitingastöðunum. Geoffrey Þór Karl Huntingdon-Williams, sem sér um reksturinn á Prikinu ætlar að hafa lengra "Happy hour" vegna verkfallsins.
Verkfall 2016 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira