Skrifaði handritið í sköpunarleiðslu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 14. október 2015 08:00 Hinrik, Hanna og Annalísa. En Hinrik og Annalísa fara með aðalhlutverk í sýningunni Míkró, sem frumsýnd verður í kvöld og Hanna skrifaði handritið að. Vísir/Vilhelm Í fyrra ákvað Leikfélagið að hafa handritakeppni fyrir nemendum skólans og leyfa sigurvegaranum að setja upp leiksýningu í Undirheimum, aðstöðu leikfélagsins. Við í nýkjörinni Leikfélagsstjórn ákváðum að halda þessari keppni áfram og fengum nokkur handrit,“ segir Annalísa Hermannsdóttir, formaður Leikfélags Menntaskólans við Hamrahlíð og jafnframt ein þeirra sem fer með hlutverk í sýningunni. „Við fengum Karl Ágúst Þorbergsson sem leikstýrir stóru sýningunni okkar í vor til þess að dæma, auk sigurvegarans frá því í fyrra og Tómas Gauta Jóhannsson sem var að selja handrit sem hann skrifaði í framhaldsskóla,“ segir Annalísa um keppnina. „Við hugsuðum þessa keppni sem frábært tækifæri fyrir unga handritshöfunda til þess að láta ljós sitt skína, koma hugmyndum sínum á framfæri og fá að framkvæma þær,“ segir hún en allur ágóði af sýningunni rennur til Bleiku slaufunar og er miðaverð 300 krónur eða meira eftir því hvað áhorfendur vilja styrkja mikið. „Í fyrra var sýningin í góðgerðarvikunni í MH en hún er ekki strax en okkur fannst sniðugt að hafa þetta góðgerðarverkefni í leiðinni og fyrst það er Bleikur október fannst okkur tilvalið að styrkja Bleiku slaufuna, það málefni er okkur í stjórninni mjög kært.“ Keppnina vann Hanna Ágústa Olgeirsdóttir með handrit að leiksýningunni Míkró. „Sagan gerist í framtíðinni í dystópíu heimi og fjallar um strák sem heitir Míkró. Í heiminum sem hann býr í eru allir lokaði inn í svörtum kassa. Míkró er dálítið öðruvísi en allir hinir, hefur mikið ímyndunarafl og langar til þess að uppgötva og skoða hluti,“ segir Hanna. „Hann finnur bók, en í þessum heimi eru ekki til neinar bækur heldur er allt á tölvutæku formi. Við getum bara sagt að það hefur ákveðnar afleiðingar að hann finnur þessa bók. Þetta er kannski ákveðin ádeila á nútímatækni og hvað við erum háð henni,“ segir Hanna og bætir við að hún geti ekki gefið meira upp um handritið að svo stöddu. „Það eru ellefu krakkar í leikhópnum og aðalhlutverkin leika Hinrik Kanneworff Steindórsson og Annalísa en það eru reyndar allir með frekar stór hlutverk.“ Hanna leikstýrir einnig verkinu en tekur fram að hún hafi fengið góða aðstoð frá vinum og fjölskyldu við að koma Míkró á fjalirnar. „Þetta er fyrsta leikritið sem ég set upp fyrir utan þegar ég var í leik- eða grunnskóla. Þetta er fyrsta svona alvöru. Ég er mjög spennt og mjög stressuð líka, það fylgir bara,“ segir hún glöð í bragði. „Þegar ég var lítil skrifaði ég oft sögur með ömmu minni heitinni. Hún var mikið fyrir það að semja ljóð og smásögur og við systurnar gerðum mikið af því með henni þannig ég á henni margt að þakka með það,“ segir Hanna og bætir við að hún hafi alla tíð verið mikið fyrir það að skrifa handrit. „Mér finnst leikhúsið svo yndislegt og það býður upp á svo margt sjónrænt sem er erfiðara að ná fram með bókum og heilum textum.“ Hún segir ýmsar framtíðarpælingar sér hugleiknar og Míkró hafi fæðst í kjölfar slíkra vangaveltna. „Ég held ég hafi gengið með handritið í maganum í nokkra mánuði. Þegar það var kominn lokafrestur í keppninni fékk ég frest um einn dag og kláraði handritið í brjálaðri sköpunarleiðslu á einum degi. Það skapaðist mynd á það á einum, tveimur dögum en það var alveg komið í hjartanu.“ Hanna er að læra söng og segir hann vera aðaláhugamálið þó leikhúsið og handrit fylgi þar fast á eftir. „Mér finnst mjög gaman að lesa handrit og bækur og leiklist hefur alltaf heillað mig mikið.“Míkró verður frumsýnt í Undirheimum í kvöld og sýnt aftur á föstudaginn. Uppselt er á báðar sýningarnar en dagsetning aukasýninga verður tilkynnt síðar. Menning Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í fyrra ákvað Leikfélagið að hafa handritakeppni fyrir nemendum skólans og leyfa sigurvegaranum að setja upp leiksýningu í Undirheimum, aðstöðu leikfélagsins. Við í nýkjörinni Leikfélagsstjórn ákváðum að halda þessari keppni áfram og fengum nokkur handrit,“ segir Annalísa Hermannsdóttir, formaður Leikfélags Menntaskólans við Hamrahlíð og jafnframt ein þeirra sem fer með hlutverk í sýningunni. „Við fengum Karl Ágúst Þorbergsson sem leikstýrir stóru sýningunni okkar í vor til þess að dæma, auk sigurvegarans frá því í fyrra og Tómas Gauta Jóhannsson sem var að selja handrit sem hann skrifaði í framhaldsskóla,“ segir Annalísa um keppnina. „Við hugsuðum þessa keppni sem frábært tækifæri fyrir unga handritshöfunda til þess að láta ljós sitt skína, koma hugmyndum sínum á framfæri og fá að framkvæma þær,“ segir hún en allur ágóði af sýningunni rennur til Bleiku slaufunar og er miðaverð 300 krónur eða meira eftir því hvað áhorfendur vilja styrkja mikið. „Í fyrra var sýningin í góðgerðarvikunni í MH en hún er ekki strax en okkur fannst sniðugt að hafa þetta góðgerðarverkefni í leiðinni og fyrst það er Bleikur október fannst okkur tilvalið að styrkja Bleiku slaufuna, það málefni er okkur í stjórninni mjög kært.“ Keppnina vann Hanna Ágústa Olgeirsdóttir með handrit að leiksýningunni Míkró. „Sagan gerist í framtíðinni í dystópíu heimi og fjallar um strák sem heitir Míkró. Í heiminum sem hann býr í eru allir lokaði inn í svörtum kassa. Míkró er dálítið öðruvísi en allir hinir, hefur mikið ímyndunarafl og langar til þess að uppgötva og skoða hluti,“ segir Hanna. „Hann finnur bók, en í þessum heimi eru ekki til neinar bækur heldur er allt á tölvutæku formi. Við getum bara sagt að það hefur ákveðnar afleiðingar að hann finnur þessa bók. Þetta er kannski ákveðin ádeila á nútímatækni og hvað við erum háð henni,“ segir Hanna og bætir við að hún geti ekki gefið meira upp um handritið að svo stöddu. „Það eru ellefu krakkar í leikhópnum og aðalhlutverkin leika Hinrik Kanneworff Steindórsson og Annalísa en það eru reyndar allir með frekar stór hlutverk.“ Hanna leikstýrir einnig verkinu en tekur fram að hún hafi fengið góða aðstoð frá vinum og fjölskyldu við að koma Míkró á fjalirnar. „Þetta er fyrsta leikritið sem ég set upp fyrir utan þegar ég var í leik- eða grunnskóla. Þetta er fyrsta svona alvöru. Ég er mjög spennt og mjög stressuð líka, það fylgir bara,“ segir hún glöð í bragði. „Þegar ég var lítil skrifaði ég oft sögur með ömmu minni heitinni. Hún var mikið fyrir það að semja ljóð og smásögur og við systurnar gerðum mikið af því með henni þannig ég á henni margt að þakka með það,“ segir Hanna og bætir við að hún hafi alla tíð verið mikið fyrir það að skrifa handrit. „Mér finnst leikhúsið svo yndislegt og það býður upp á svo margt sjónrænt sem er erfiðara að ná fram með bókum og heilum textum.“ Hún segir ýmsar framtíðarpælingar sér hugleiknar og Míkró hafi fæðst í kjölfar slíkra vangaveltna. „Ég held ég hafi gengið með handritið í maganum í nokkra mánuði. Þegar það var kominn lokafrestur í keppninni fékk ég frest um einn dag og kláraði handritið í brjálaðri sköpunarleiðslu á einum degi. Það skapaðist mynd á það á einum, tveimur dögum en það var alveg komið í hjartanu.“ Hanna er að læra söng og segir hann vera aðaláhugamálið þó leikhúsið og handrit fylgi þar fast á eftir. „Mér finnst mjög gaman að lesa handrit og bækur og leiklist hefur alltaf heillað mig mikið.“Míkró verður frumsýnt í Undirheimum í kvöld og sýnt aftur á föstudaginn. Uppselt er á báðar sýningarnar en dagsetning aukasýninga verður tilkynnt síðar.
Menning Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira