Blind hótar því að halda áfram með hollenska liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2015 11:00 Danny Blind með aðstoðarmönnum sínum Marco Van Basten og Ruud van Nistelrooy. Vísir/Getty Danny Blind ætlar ekki að hætta að þjálfa hollenska landsliðið í fótbolta þótt að hollenska liðinu hafi klúðrað undankeppni Evrópumótsins. Danny Blind tók við af Guus Hiddink í júlí en hafði áður verið aðstoðarmaður hans þá tíu mánuði sem Hiddink sat í stólnum. Danny Blind hefur stýrt hollenska liðinu í fjórum leikjum í undankeppninni og liðið hefur tapað þremur þeirra þar af á heimavelli á móti bæði Íslandi og Tékklandi. 3 stig af 12 mögulegum, markatalan -4 (4-8) og ekkert Evrópumót er niðurstaðan eftir þessa fyrstu leiki hollenska liðsins undir stjórn Danny Blind. „Ég ætla mér að halda áfram með mína vinnu því ég er með samning til ársins 2018 og ég hef trú á þessu liði," sagði Danny Blind á blaðamannafundi eftir 3-2 tap á móti Tékklandi í Amsterdam í gærkvöldi. Hollendingar þurftu að treysta bæði á sjálfan sig og aðra í gær ef þeir ætluðu að komast í umspilið en hvorugt gekk upp. Tyrkir unnu Íslendinga og þeir töpuðu á heimavelli á móti tíu Tékkum eftir að hafa lent 3-0 undir. „Ég hef ekki náð mínu markmiði. Markmiðið var að komast beint áfram á EM eða í umspilið og ég náði því ekki með liðið," sagði Blind og bætti við: „Er þetta mér að kenna? Ég þarf að skoða það í framhaldinu og greina. Úrslitin voru í það minnsta ekki góð," sagði Blind. Hollendingar höfðu ekki misst af úrslitakeppni Evrópumótsins síðan 1984 en þeir urðu síðan Evrópumeistarar fjórum árum síðar. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30 Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13 Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
Danny Blind ætlar ekki að hætta að þjálfa hollenska landsliðið í fótbolta þótt að hollenska liðinu hafi klúðrað undankeppni Evrópumótsins. Danny Blind tók við af Guus Hiddink í júlí en hafði áður verið aðstoðarmaður hans þá tíu mánuði sem Hiddink sat í stólnum. Danny Blind hefur stýrt hollenska liðinu í fjórum leikjum í undankeppninni og liðið hefur tapað þremur þeirra þar af á heimavelli á móti bæði Íslandi og Tékklandi. 3 stig af 12 mögulegum, markatalan -4 (4-8) og ekkert Evrópumót er niðurstaðan eftir þessa fyrstu leiki hollenska liðsins undir stjórn Danny Blind. „Ég ætla mér að halda áfram með mína vinnu því ég er með samning til ársins 2018 og ég hef trú á þessu liði," sagði Danny Blind á blaðamannafundi eftir 3-2 tap á móti Tékklandi í Amsterdam í gærkvöldi. Hollendingar þurftu að treysta bæði á sjálfan sig og aðra í gær ef þeir ætluðu að komast í umspilið en hvorugt gekk upp. Tyrkir unnu Íslendinga og þeir töpuðu á heimavelli á móti tíu Tékkum eftir að hafa lent 3-0 undir. „Ég hef ekki náð mínu markmiði. Markmiðið var að komast beint áfram á EM eða í umspilið og ég náði því ekki með liðið," sagði Blind og bætti við: „Er þetta mér að kenna? Ég þarf að skoða það í framhaldinu og greina. Úrslitin voru í það minnsta ekki góð," sagði Blind. Hollendingar höfðu ekki misst af úrslitakeppni Evrópumótsins síðan 1984 en þeir urðu síðan Evrópumeistarar fjórum árum síðar.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30 Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13 Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30
Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55
Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13
Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30