Það sem við lærðum af hollenska burðardýrinu Atli Fannar Bjarkason skrifar 15. október 2015 07:00 Samstarfsvilji borgar sig ekki. Þrátt fyrir að hafa sýnt lögreglunni á Íslandi mikinn samstarfsvilja var það ekki metið. Hin hollenska Mirjam van Twuyver fékk 11 ára dóm sem var einn sá þyngsti sem fallið hefur á Íslandi í tengslum við fíkniefnamál. Hún benti lögreglunni á fólk og tók þátt í tálbeituaðgerð. Þá tilkynnti hún lögreglu við yfirheyrslur að til stæði að smygla fíkniefnum með Norrænu til Íslands — skömmu síðar fundust 90 kíló af hörðum efnum í bíl pars sem kom til landsins með Norrænu. Burðardýr flytja inn fíkniefni í neyð. Mirjam lýsir því í viðtalinu við Stundina hvernig hún gat ekki borgað húsaleigu. Hún er öryrki og segir mjög erfitt að lifa á bótunum í Hollandi. Hún þurfti að leita til Hjálpræðishersins, missti íbúðina sína og þurfti að búa á götunni. Hún flutti svo inn til manns sem reyndist vera ofbeldismaður og kynntist loks fólki sem fékk hana til að smygla fíkniefnum til Íslands. Hún gerði þetta ekki vegna þess að þetta væri spennandi viðskiptatækifæri. Höfuðpaurarnir sleppa. Í viðtali við Stundina lýsir Mirjam því hvernig henni er ítrekað hótað af glæpasamtökum sem stóðu að smyglinu. Hún lýsir því þegar aðili tengdur málinu sagðist vita hvar hún ætti heima og að hann vissi að hundurinn hennar væri þar. Þá sagðist hann vita hvar foreldrar hennar búa og að svik myndu kosta höfuð hennar. Samtökin ná samt að halda sér í það mikilli fjarlægð að hún veit lítið um þau, annað en að þau eru mjög ógnvekjandi og með augu í hnakkanum. Semsagt. Meingölluð stefna í fíkniefnamálum, sem virkar ekki samkvæmt neinni skilgreiningu, er notuð til að troða burðardýri í fangelsi í mörg ár á meðan höfuðpaurarnir mala sitt gull í friði. Vel gert, Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samstarfsvilji borgar sig ekki. Þrátt fyrir að hafa sýnt lögreglunni á Íslandi mikinn samstarfsvilja var það ekki metið. Hin hollenska Mirjam van Twuyver fékk 11 ára dóm sem var einn sá þyngsti sem fallið hefur á Íslandi í tengslum við fíkniefnamál. Hún benti lögreglunni á fólk og tók þátt í tálbeituaðgerð. Þá tilkynnti hún lögreglu við yfirheyrslur að til stæði að smygla fíkniefnum með Norrænu til Íslands — skömmu síðar fundust 90 kíló af hörðum efnum í bíl pars sem kom til landsins með Norrænu. Burðardýr flytja inn fíkniefni í neyð. Mirjam lýsir því í viðtalinu við Stundina hvernig hún gat ekki borgað húsaleigu. Hún er öryrki og segir mjög erfitt að lifa á bótunum í Hollandi. Hún þurfti að leita til Hjálpræðishersins, missti íbúðina sína og þurfti að búa á götunni. Hún flutti svo inn til manns sem reyndist vera ofbeldismaður og kynntist loks fólki sem fékk hana til að smygla fíkniefnum til Íslands. Hún gerði þetta ekki vegna þess að þetta væri spennandi viðskiptatækifæri. Höfuðpaurarnir sleppa. Í viðtali við Stundina lýsir Mirjam því hvernig henni er ítrekað hótað af glæpasamtökum sem stóðu að smyglinu. Hún lýsir því þegar aðili tengdur málinu sagðist vita hvar hún ætti heima og að hann vissi að hundurinn hennar væri þar. Þá sagðist hann vita hvar foreldrar hennar búa og að svik myndu kosta höfuð hennar. Samtökin ná samt að halda sér í það mikilli fjarlægð að hún veit lítið um þau, annað en að þau eru mjög ógnvekjandi og með augu í hnakkanum. Semsagt. Meingölluð stefna í fíkniefnamálum, sem virkar ekki samkvæmt neinni skilgreiningu, er notuð til að troða burðardýri í fangelsi í mörg ár á meðan höfuðpaurarnir mala sitt gull í friði. Vel gert, Ísland.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun