„Chilla eins og Gunnar Nelson,“ segir rapparinn Gauti Þeyr Másson, einnig þekktur sem Emmsjé Gauti, í textanum við lagið Strákarnir, sem kom út í sumar og hefur vakið miklar vinsældir. Þetta er enn ein birtingarmynd aukinna tengsla íslenskra rappara og íslenskra íþróttamanna. Vinatengsl hafa myndast á milli helstu íþróttamanna landsins og þekktustu rappara þjóðarinnar. Nöfn íþróttamanna geta verið gott efni í texta og geta opnað á skemmtilegar líkingar. Mörk rapps og íþrótta eru jafnvel enn óskýrari í Bandaríkjunum, þar sem NBA-leikmenn gefa út rapplög og rapparar eiga hlut í NBA-liðum.Fyrirliðinn Líklega náðu tengsl rapps og íþrótta hámarki í laginu Fyrirliðinn með Erpi Eyvindarsyni þar sem hann nýtur aðstoðar Helga Sæmundar Guðmundssonar. Í myndbandinu koma margir af helstu íþróttamönnum landsins fram. Þar má sjá bardagakappann Gunnar Nelson, knattspyrnukonuna Margréti Láru Viðarsdóttur og körfuknattleiksmanninn Pavel Ermolinskij. Einnig koma fram keppendur í fitness sem standa framarlega í sinni grein á heimsvísu og má þar nefna Magneu Gunnarsdóttur og Aðalheiði Guðmundsdóttur. Tengsl Erps, sem hefur í gegnum tíðina líklega verið þekktasti rappari landsins, við íslenska íþróttamenn hafa lengi verið mikil. Fréttablaðið sagði til að mynda frá því að Erpur og Aron Einar Gunnarsson hefðu fagnað saman þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti í Evrópukeppninni. Saman sátu þeir, fyrirliði rappsins og fyrirliði knattspyrnulandsliðsins, á Prikinu og hlustuðu á íslenskt rapp, aðeins nokkrum klukkustundum eftir leikinn.Aron Einar Þetta eru ekki einu tengsl Arons Einars Gunnarssonar við íslenska rappara. „Aron Gunnarsson, frá Cardiff, já það er pappír,“ sagði Emmsjé Gauti í textanum við lagið Þeyr. Þeir hafa verið félagar í dágóðan tíma. Aron Einar er frá Akureyri og þaðan kemur líka ein af ástsælustu rappsveitum þjóðarinnar, Skytturnar. Aron Einar er annálaður aðdáandi sveitarinnar og hafa meðlimir hennar spilað í afmælisveislum kappans. Emmsjé Gauti og sveitin Úlfur Úlfur hafa einnig skemmt í afmælisveislum kappans. Talandi um Úlf Úlf, þá eru sveitin frá Sauðárkróki og þar er einnig eitt besta körfuboltalið landsins, Tindastóll. Helgi Sæmundur Guðmundsson, annar meðlima sveitarinnar, sagði í viðtali við vefinn Karfan.is að hann ætti örugglega ein tíu stuðningsmannalög um Tindastól ókláruð, enda mikill stuðningsmaður liðsins og þykir auk þess nokkuð sprækur í körfubolta.Hér að neðan má hlusta á lagið Ég geri það sem ég vil með Skyttunum. Þess má geta að Hlynur Ingólfsson, einn meðlima sveitarinnar á afmæli í dag!Rapparar í íþróttum Íslenskir rapparar hafa einnig látið að sér kveða á sviði íþrótta. Davíð Tómas Tómasson, einnig þekktur sem Dabbi T, er einn fremsti körfuknattleiksdómari landsins. Dabbi T naut mikilla vinsælda á sínum tíma, en tók sér frí frá rappinu í nokkur ár. Nýlega steig hann aftur upp á svið og hefur troðið upp á böllum og fengið ný lög í spilun á útvarpsstöðvum landsins. Davíð dæmir í úrvalsdeildunum í körfubolta, karla- og kvennamegin, og hefur dæmt í nokkrum alþjóðlegum keppnum. Rapparinn Guðjón Örn Ingólfsson, betur þekktur sem Ramses, er þekktur á sviði afreksþjálfunar íþróttamanna. Guðjón hefur þjálfað marga af fremstu íþróttamönnum þjóðarinnar, í heilsuræktinni Spörtu í Kópavogi. Á meðal þeirra sem hafa æft hjá Guðjóni er Aron Jóhannsson, landsliðsmaður Bandaríkjanna í knattspyrnu. Fleiri rapparar hafa látið að sér kveða í íþróttum. Theódór Óskarsson er á meðal þeirra, en hann lék með Fylki í efstu deild karla í knattspyrnu þegar liðið var upp á sitt besta. Theódór gekk undir nafninu T-Bone í rappheiminum og var í hljómsveitinni Bounce Brothers, ásamt Kristni Sævarssyni, eða Didda Fel. Hér má heyra lagið Many Different Ways með Bounce Brothers. Lagið er klassískt í íslensku rappi.Íþróttamenn í rappinu Tónlist skiptir veigamiklu máli í íþróttum. Íþróttamenn nota tónlist til að koma sér í gírinn fyrir átök. Í Bandaríkjunum er það þekkt að íþróttamenn semji tónlist. Til að mynda hefur einn þekktasti körfuknattleiksmaður allra tíma, Shaquille O'Neal, sent frá sér rappplötur. Hér á landi er Ívar Bjarklind, fyrrverandi knattspyrnumaður ÍBV, líklega þekktasta dæmi þess þegar íþróttamaður semur tónlist. Ívar var liðtækur knattspyrnumaður og sendi frá sér plötuna Blóm eru smá, að ferlinum loknum. Högni Egilsson er annað dæmi um mann sem er fær á sviði tónlistar og íþrótta. Högni lék með meistaraflokki Vals á dögunum, gegn Íslandsmeisturum KR í körfubolta. En hvorki Högni né Ívar eru rapptónlistarmenn. Það var hins vegar Helgi Már Magnússon, lykilmaður KR-inga í körfuknattleik. Hann var í hljómsveitinni Sveittir gangaverðir, sem naut mikilla vinsælda fyrir aldamótin síðustu. Með honum í sveitinni var Andri Fannar Ottósson, sem gerði garðinn frægan sem knattspyrnumaður með Fram. Andri var einnig mjög efnilegur í körfuknattleik og segja gárungarnir að hann hefði getað náð langt á því sviði. Helgi og Andri voru í hinum fræga 1982 árgangi KR í körfubolta, en fjórir leikmenn úr þeim flokki léku með landsliði Íslands í Evrópukeppninni í körfuknattleik í sumar. Annar körfuknattleiksmaður hefur gefið út rapplög. Arnar Freyr Jónsson, sem lék með Keflavík og Grindavík á flottum ferli, var í hljómsveitinni Oblivion. Sveitin gaf út lag á tíunda áratug síðustu aldar, sem fékk mikla spilun á hiphop-stöðinni Skratz FM94,3.Hér að neðan má heyra lagið Boogie Boogie með Sveittum Gangavörðum. Lagið kannaast væntanlega flestir rappunnendur á fertugsaldri við.Miklir stuðningsmenn Nokkrir af þekktustu rapptónlistarmönnum landsins styðja af krafti við félögin úr hverfinu sem þeir ólust upp í. Logi Pedro Stefánsson og Sturla Atlas eru til dæmis harðir stuðningsmenn Vals og voru þeir í hópi sem lét sérútbúa jakka merkta Val, fyrir bikarúrslitaleikinn gegn KR í sumar. Erpur Eyvindarson er mikill stuðningsmaður Breiðabliks og heitir stuðningsmannafélag knattspyrnuliða Breiðabliks einmitt Kópacobana, eins og ein af plötunum sem Erpur hefur sent frá sér. Hann er heiðursmeðlimur félagsins og hefur ferðast með því víða um land. Erpur hefur notað tengslin við Blika í textum sínum: „Á toppnum eins og kvennadeild Breiðabliks,“ sagði hann í laginu XXX. Rapparinn U-Manden, sem var félagi Erps í sveitinni Hæsta hendin, er KR-ingur í húð og hár, eins og hann útskýrði í einu lagi sveitarinnar: „Heimurinn minn er svartur og hvítur – ég held með KR, því restin er skítur.“Ekki er hægt að nefna rappara sem stuðningsmenn íþróttaliða án þess að nefna rapparann Ástþór Óðin, sem samdi óð til körfuknattleiksliðs Njarðvíkur fyrir nokkrum árum. Í laginu rifjar Ástþór upp eftirminnileg atvik úr ríkri sögu Njarðvíkinga á parketinu og er viðlagið ógleymanlegt: „Njarðvík, Nja, Nja, Nja, Njarðvík. Það bergmálar.“Mikil tengsl í Bandaríkjunum Vestanhafs verða skilin á milli rapps og íþrótta sífellt óskýrari. Rappið á í mestum tengslum við NBA-deildina, en fjölmargir NBA-leikmenn hafa reynt fyrir sér í rappinu og hefur deildin meðal annars staðið fyrir útgáfu rappdisks með lögum eftir leikmenn. Þekktustu rapparar heims eru miklir stuðningsmenn NBA. Jay-Z átti á sínum tíma hlut í liði Brooklyn Nets og barðist fyrir því að fá liðið þangað frá New Jersey. Hann rekur nú eina af heitustu umboðsskrifstofum NBA-deildarinnar og er meðal annars með stórstjörnuna Kevin Durant á sínum snærum. Hinn kanadíski Drake tengist Toronto Raptors tryggðaböndum og situr gjarnan við völlinn þegar liðið spilar heimaleiki. Drake var skipaður sérstakur sendiherra liðsins, sem gefur honum mikinn aðgang að leikmönnum liðsins. Raptors var einmitt sektað af NBA-deildinni í fyrra vegna framkomu Drakes, en hann tjáði sig þá opinberlega um að liðið ætti að fá til sín Kevin Durant, en menn á vegum félaga mega ekki tjá sig um leikmenn annarra liða, samkvæmt reglum NBA. Ummælin féllu á tónleikum Drakes, sem Kevin Durant mætti á. Þeir fóru fram í Toronto og bað Drake fólkið sem mætti að hylla Durant, svo að hann fengi að kynnast því hvernig það væri að vera dáður af íbúum Toronto. Fréttaskýringar Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið
„Chilla eins og Gunnar Nelson,“ segir rapparinn Gauti Þeyr Másson, einnig þekktur sem Emmsjé Gauti, í textanum við lagið Strákarnir, sem kom út í sumar og hefur vakið miklar vinsældir. Þetta er enn ein birtingarmynd aukinna tengsla íslenskra rappara og íslenskra íþróttamanna. Vinatengsl hafa myndast á milli helstu íþróttamanna landsins og þekktustu rappara þjóðarinnar. Nöfn íþróttamanna geta verið gott efni í texta og geta opnað á skemmtilegar líkingar. Mörk rapps og íþrótta eru jafnvel enn óskýrari í Bandaríkjunum, þar sem NBA-leikmenn gefa út rapplög og rapparar eiga hlut í NBA-liðum.Fyrirliðinn Líklega náðu tengsl rapps og íþrótta hámarki í laginu Fyrirliðinn með Erpi Eyvindarsyni þar sem hann nýtur aðstoðar Helga Sæmundar Guðmundssonar. Í myndbandinu koma margir af helstu íþróttamönnum landsins fram. Þar má sjá bardagakappann Gunnar Nelson, knattspyrnukonuna Margréti Láru Viðarsdóttur og körfuknattleiksmanninn Pavel Ermolinskij. Einnig koma fram keppendur í fitness sem standa framarlega í sinni grein á heimsvísu og má þar nefna Magneu Gunnarsdóttur og Aðalheiði Guðmundsdóttur. Tengsl Erps, sem hefur í gegnum tíðina líklega verið þekktasti rappari landsins, við íslenska íþróttamenn hafa lengi verið mikil. Fréttablaðið sagði til að mynda frá því að Erpur og Aron Einar Gunnarsson hefðu fagnað saman þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti í Evrópukeppninni. Saman sátu þeir, fyrirliði rappsins og fyrirliði knattspyrnulandsliðsins, á Prikinu og hlustuðu á íslenskt rapp, aðeins nokkrum klukkustundum eftir leikinn.Aron Einar Þetta eru ekki einu tengsl Arons Einars Gunnarssonar við íslenska rappara. „Aron Gunnarsson, frá Cardiff, já það er pappír,“ sagði Emmsjé Gauti í textanum við lagið Þeyr. Þeir hafa verið félagar í dágóðan tíma. Aron Einar er frá Akureyri og þaðan kemur líka ein af ástsælustu rappsveitum þjóðarinnar, Skytturnar. Aron Einar er annálaður aðdáandi sveitarinnar og hafa meðlimir hennar spilað í afmælisveislum kappans. Emmsjé Gauti og sveitin Úlfur Úlfur hafa einnig skemmt í afmælisveislum kappans. Talandi um Úlf Úlf, þá eru sveitin frá Sauðárkróki og þar er einnig eitt besta körfuboltalið landsins, Tindastóll. Helgi Sæmundur Guðmundsson, annar meðlima sveitarinnar, sagði í viðtali við vefinn Karfan.is að hann ætti örugglega ein tíu stuðningsmannalög um Tindastól ókláruð, enda mikill stuðningsmaður liðsins og þykir auk þess nokkuð sprækur í körfubolta.Hér að neðan má hlusta á lagið Ég geri það sem ég vil með Skyttunum. Þess má geta að Hlynur Ingólfsson, einn meðlima sveitarinnar á afmæli í dag!Rapparar í íþróttum Íslenskir rapparar hafa einnig látið að sér kveða á sviði íþrótta. Davíð Tómas Tómasson, einnig þekktur sem Dabbi T, er einn fremsti körfuknattleiksdómari landsins. Dabbi T naut mikilla vinsælda á sínum tíma, en tók sér frí frá rappinu í nokkur ár. Nýlega steig hann aftur upp á svið og hefur troðið upp á böllum og fengið ný lög í spilun á útvarpsstöðvum landsins. Davíð dæmir í úrvalsdeildunum í körfubolta, karla- og kvennamegin, og hefur dæmt í nokkrum alþjóðlegum keppnum. Rapparinn Guðjón Örn Ingólfsson, betur þekktur sem Ramses, er þekktur á sviði afreksþjálfunar íþróttamanna. Guðjón hefur þjálfað marga af fremstu íþróttamönnum þjóðarinnar, í heilsuræktinni Spörtu í Kópavogi. Á meðal þeirra sem hafa æft hjá Guðjóni er Aron Jóhannsson, landsliðsmaður Bandaríkjanna í knattspyrnu. Fleiri rapparar hafa látið að sér kveða í íþróttum. Theódór Óskarsson er á meðal þeirra, en hann lék með Fylki í efstu deild karla í knattspyrnu þegar liðið var upp á sitt besta. Theódór gekk undir nafninu T-Bone í rappheiminum og var í hljómsveitinni Bounce Brothers, ásamt Kristni Sævarssyni, eða Didda Fel. Hér má heyra lagið Many Different Ways með Bounce Brothers. Lagið er klassískt í íslensku rappi.Íþróttamenn í rappinu Tónlist skiptir veigamiklu máli í íþróttum. Íþróttamenn nota tónlist til að koma sér í gírinn fyrir átök. Í Bandaríkjunum er það þekkt að íþróttamenn semji tónlist. Til að mynda hefur einn þekktasti körfuknattleiksmaður allra tíma, Shaquille O'Neal, sent frá sér rappplötur. Hér á landi er Ívar Bjarklind, fyrrverandi knattspyrnumaður ÍBV, líklega þekktasta dæmi þess þegar íþróttamaður semur tónlist. Ívar var liðtækur knattspyrnumaður og sendi frá sér plötuna Blóm eru smá, að ferlinum loknum. Högni Egilsson er annað dæmi um mann sem er fær á sviði tónlistar og íþrótta. Högni lék með meistaraflokki Vals á dögunum, gegn Íslandsmeisturum KR í körfubolta. En hvorki Högni né Ívar eru rapptónlistarmenn. Það var hins vegar Helgi Már Magnússon, lykilmaður KR-inga í körfuknattleik. Hann var í hljómsveitinni Sveittir gangaverðir, sem naut mikilla vinsælda fyrir aldamótin síðustu. Með honum í sveitinni var Andri Fannar Ottósson, sem gerði garðinn frægan sem knattspyrnumaður með Fram. Andri var einnig mjög efnilegur í körfuknattleik og segja gárungarnir að hann hefði getað náð langt á því sviði. Helgi og Andri voru í hinum fræga 1982 árgangi KR í körfubolta, en fjórir leikmenn úr þeim flokki léku með landsliði Íslands í Evrópukeppninni í körfuknattleik í sumar. Annar körfuknattleiksmaður hefur gefið út rapplög. Arnar Freyr Jónsson, sem lék með Keflavík og Grindavík á flottum ferli, var í hljómsveitinni Oblivion. Sveitin gaf út lag á tíunda áratug síðustu aldar, sem fékk mikla spilun á hiphop-stöðinni Skratz FM94,3.Hér að neðan má heyra lagið Boogie Boogie með Sveittum Gangavörðum. Lagið kannaast væntanlega flestir rappunnendur á fertugsaldri við.Miklir stuðningsmenn Nokkrir af þekktustu rapptónlistarmönnum landsins styðja af krafti við félögin úr hverfinu sem þeir ólust upp í. Logi Pedro Stefánsson og Sturla Atlas eru til dæmis harðir stuðningsmenn Vals og voru þeir í hópi sem lét sérútbúa jakka merkta Val, fyrir bikarúrslitaleikinn gegn KR í sumar. Erpur Eyvindarson er mikill stuðningsmaður Breiðabliks og heitir stuðningsmannafélag knattspyrnuliða Breiðabliks einmitt Kópacobana, eins og ein af plötunum sem Erpur hefur sent frá sér. Hann er heiðursmeðlimur félagsins og hefur ferðast með því víða um land. Erpur hefur notað tengslin við Blika í textum sínum: „Á toppnum eins og kvennadeild Breiðabliks,“ sagði hann í laginu XXX. Rapparinn U-Manden, sem var félagi Erps í sveitinni Hæsta hendin, er KR-ingur í húð og hár, eins og hann útskýrði í einu lagi sveitarinnar: „Heimurinn minn er svartur og hvítur – ég held með KR, því restin er skítur.“Ekki er hægt að nefna rappara sem stuðningsmenn íþróttaliða án þess að nefna rapparann Ástþór Óðin, sem samdi óð til körfuknattleiksliðs Njarðvíkur fyrir nokkrum árum. Í laginu rifjar Ástþór upp eftirminnileg atvik úr ríkri sögu Njarðvíkinga á parketinu og er viðlagið ógleymanlegt: „Njarðvík, Nja, Nja, Nja, Njarðvík. Það bergmálar.“Mikil tengsl í Bandaríkjunum Vestanhafs verða skilin á milli rapps og íþrótta sífellt óskýrari. Rappið á í mestum tengslum við NBA-deildina, en fjölmargir NBA-leikmenn hafa reynt fyrir sér í rappinu og hefur deildin meðal annars staðið fyrir útgáfu rappdisks með lögum eftir leikmenn. Þekktustu rapparar heims eru miklir stuðningsmenn NBA. Jay-Z átti á sínum tíma hlut í liði Brooklyn Nets og barðist fyrir því að fá liðið þangað frá New Jersey. Hann rekur nú eina af heitustu umboðsskrifstofum NBA-deildarinnar og er meðal annars með stórstjörnuna Kevin Durant á sínum snærum. Hinn kanadíski Drake tengist Toronto Raptors tryggðaböndum og situr gjarnan við völlinn þegar liðið spilar heimaleiki. Drake var skipaður sérstakur sendiherra liðsins, sem gefur honum mikinn aðgang að leikmönnum liðsins. Raptors var einmitt sektað af NBA-deildinni í fyrra vegna framkomu Drakes, en hann tjáði sig þá opinberlega um að liðið ætti að fá til sín Kevin Durant, en menn á vegum félaga mega ekki tjá sig um leikmenn annarra liða, samkvæmt reglum NBA. Ummælin féllu á tónleikum Drakes, sem Kevin Durant mætti á. Þeir fóru fram í Toronto og bað Drake fólkið sem mætti að hylla Durant, svo að hann fengi að kynnast því hvernig það væri að vera dáður af íbúum Toronto.