Auðkýfingur ætlar að gefa 99 prósent eigna sinna í þróunaraðstoð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. október 2015 19:16 Manoj Bargava segist ekki þurfa peningana sem hann hefur unnið sér inn. mynd/youtube Hinn indversk-bandaríski Manoj Bhargava er ekki aðeins pirrandi maðurinn sem birtist í stuttum auglýsingum á undan Youtube myndböndum. Hann skapaði drykkinn 5-hour energy drink og hefur á stuttum tíma eignast gífurlegan auð. Þennan auð hyggst hann nú til að bæta stöðu heimsins. Á undanförnum fimm árum hefur hann gefið tæpar fimmtíu milljónir dollara til góðgerðamála en eigur hans eru taldar um fjórir milljarðar dollara eða tæpir 500 milljarðar íslenskra króna. Bhargava telur að hann þurfi ekki nema tæplega prósent af því til að komast af og hefur ákveðið að nýta afganginn til að finna tækninýjungar á sviði orku-, heilbrigðis- og náttúrumála. „Ef að þú átt peninga þá er það skylda þín til að gefa til þeirra sem eiga hann ekki,“ segir Bhargava. „Þú verður að breyta lífi þeirra sem minna mega sín og ekki aðeins tala um það.“ Meðal þess sem verkfræðingar hans hafa skapað eru síur sem geta búið til drykkjarvatn úr sjó á ódýrari og orkuminni hátt en hægt hefur verið hingað til. Einnig hafa þeir skapað lítinn rafal sem er knúinn áfram af þér sjálfum. Hjólir þú í klukkustund áttu orku sem dugir í 24 klukkustundir. Hægt er að sjá stiklu úr um Bhargava hér að neðan. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hinn indversk-bandaríski Manoj Bhargava er ekki aðeins pirrandi maðurinn sem birtist í stuttum auglýsingum á undan Youtube myndböndum. Hann skapaði drykkinn 5-hour energy drink og hefur á stuttum tíma eignast gífurlegan auð. Þennan auð hyggst hann nú til að bæta stöðu heimsins. Á undanförnum fimm árum hefur hann gefið tæpar fimmtíu milljónir dollara til góðgerðamála en eigur hans eru taldar um fjórir milljarðar dollara eða tæpir 500 milljarðar íslenskra króna. Bhargava telur að hann þurfi ekki nema tæplega prósent af því til að komast af og hefur ákveðið að nýta afganginn til að finna tækninýjungar á sviði orku-, heilbrigðis- og náttúrumála. „Ef að þú átt peninga þá er það skylda þín til að gefa til þeirra sem eiga hann ekki,“ segir Bhargava. „Þú verður að breyta lífi þeirra sem minna mega sín og ekki aðeins tala um það.“ Meðal þess sem verkfræðingar hans hafa skapað eru síur sem geta búið til drykkjarvatn úr sjó á ódýrari og orkuminni hátt en hægt hefur verið hingað til. Einnig hafa þeir skapað lítinn rafal sem er knúinn áfram af þér sjálfum. Hjólir þú í klukkustund áttu orku sem dugir í 24 klukkustundir. Hægt er að sjá stiklu úr um Bhargava hér að neðan.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira