AGF vann góðan 3-0 sigur á lærisveinum Ólafs Kristjánssonar í Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Sigurinn var kærkominn fyrir AGF sem hafði tapað þremur síðustu leikjum sínum fyrir leikinn í dag. Með sigrinum komst liðið upp í 6. sæti deildarinnar en Nordsjælland féll niður í það áttunda með tapinu.
Theodór Elmar Bjarnason var ekki í leikmannahópi AGF sem komst yfir með marki Kim Aabech á 23. mínútu. Mate Vatsadze bætti öðru marki við á lokamínútu fyrri hálfleik og Aabech negldi svo síðasta naglann í kistu Nordsjælland þegar hann skoraði annað mark sitt og þriðja mark AGF á lokamínútu leiksins.
Adam Örn Arnarson og Guðmundur Þórarinsson voru í byrjunarliði Nordsjælland. Adam var tekinn af velli á 68. mínútu og Guðmundur 11 mínútum síðar.
Öruggt hjá AGF gegn Nordsjælland
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Svona var blaðamannafundur Snorra
Handbolti

Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti



Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn
