Norrænir tónar í öndvegi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2015 08:00 Tríó DaNoIs spilar meðal annars nýtt verk eftir norska tónskáldið Morten Gaathaug á morgun. Uldis Muzikants Art Museum Riga Bourse „Við búum dreift og tökum því tónleikahaldið í skorpum,“ segir Jónína Erna Arnardóttir, píanókennari í Borgarnesi, um spilamennsku Trio DaNoIs sem hún, hin danska Pernille Kaarslev og Norðmaðurinn Morten Fagerli skipa. Tríóið heldur tónleika í Háteigskirkju á morgun klukkan 16, var með eina í Borgarnesi á fimmtudag og tvenna í Danmörku í vikunni. Á efnisskrá eru meðal annars verk eftir Edvard Grieg, Pál Ísólfsson, Carl Nielsen og Christian Sinding. „Við höfum fengið tvö tónskáld til að semja fyrir okkur, Tryggva Baldvinsson og hinn norska Morten Gaathaug. Verkið hans Mortens verður frumflutt hér á Íslandi á morgun en við erum búin að spila það á hinum Norðurlöndunum,“ segir Jónína. Tónlistarfólkið kynntist við nám við Griegakademiet í Bergen á 10. áratugnum. Kaarslev spilar á horn, hún býr og starfar í Bergen, Fagerli er píanóleikari eins og Jónína og býr í Ósló. Jónína segir tríóið hafa fengið jákvæð viðbrögð hjá áheyrendum. „Samsetningin er dálítið sérstök en býður upp á fjölbreytni og píanóleikurinn verður kraftmikill, þegar við spilum fjórhent,“ segir hún. „Svo kynnum við alltaf verkin á líflegan hátt.“ Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við búum dreift og tökum því tónleikahaldið í skorpum,“ segir Jónína Erna Arnardóttir, píanókennari í Borgarnesi, um spilamennsku Trio DaNoIs sem hún, hin danska Pernille Kaarslev og Norðmaðurinn Morten Fagerli skipa. Tríóið heldur tónleika í Háteigskirkju á morgun klukkan 16, var með eina í Borgarnesi á fimmtudag og tvenna í Danmörku í vikunni. Á efnisskrá eru meðal annars verk eftir Edvard Grieg, Pál Ísólfsson, Carl Nielsen og Christian Sinding. „Við höfum fengið tvö tónskáld til að semja fyrir okkur, Tryggva Baldvinsson og hinn norska Morten Gaathaug. Verkið hans Mortens verður frumflutt hér á Íslandi á morgun en við erum búin að spila það á hinum Norðurlöndunum,“ segir Jónína. Tónlistarfólkið kynntist við nám við Griegakademiet í Bergen á 10. áratugnum. Kaarslev spilar á horn, hún býr og starfar í Bergen, Fagerli er píanóleikari eins og Jónína og býr í Ósló. Jónína segir tríóið hafa fengið jákvæð viðbrögð hjá áheyrendum. „Samsetningin er dálítið sérstök en býður upp á fjölbreytni og píanóleikurinn verður kraftmikill, þegar við spilum fjórhent,“ segir hún. „Svo kynnum við alltaf verkin á líflegan hátt.“
Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira