Coulthard: Rosberg er ekki nógu grimmur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. október 2015 10:00 Rosberg er ekki nógu grimmur til að verða heimsmeistari að mati Coulthard. Vísir/Getty Nico Rosberg er ekki á sama stalli og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton að mati David Coulthard, fyrrum Formúlu 1 ökumanns. Þrátt fyrir að Rosberg hafi náð ráspól í Japan, gat hann ekki varist árás Hamilton í ræsingunni. Hamilton komst upp að hlið hans og tróð sér svo fram úr í annarri beygju. Coulthard telur að grimmd Hamilton sé einmitt það sem Rosberg vanti. Hann muni þess vegna aldrei verða heimsmeistari á meðan hann ekur fyrir sama lið og Hamilton. „Hamilton hefur framleitt unnar keppnir í ár,“ sagði Coulthard. „Nico Rosberg er hæfileikaríkur ökumaður og ef Hamilton væri ekki í liðinu væri Rosberg heimsmeistari,“ bætti Coulthard við. „Fyrir mér er F1 ekki bara um að verða meistari, þetta snýst um að setja sjálfan sig upp á móti þeim bestu og komast að því hvort maður hafi að sem þarf til að sigra þá - og verða þannig heimsmeistari,“ sagði skoski spekingurinn. „Rosberg var lengi að ná hraða eftir ræsinguna í Japan, hann hafði samt tækifæri á að verjast í beygju tvö en hann lét ekki verða af því. Hann fór frekar út af brautinni af því Hamilton þrýsti honum út af með því að gefa ekkert eftir, sem er alveg heimilt,“ sagði Coulthard. Hinn skoski, Coulthard var samt ánægður með hugrekkið sem Rosberg sýndi þegar hann fór fram úr Valtteri Bottas í japanska kappakstrinum. Sú staðreynd að hann vill ekki reyna sama á Hamilton gefur til kynna að hann sé hræddur við að hrista upp í hlutunum og skapa drama eins og í Belgíu í fyrra. Þá ók Rosberg á afturdekk Hamilton og sprengdi. „Hann (Rosberg) getur unnið keppnir og tekið fram úr. Hann þarf að geta gert það við alla, og frá ræsingu til endamarks,“ sagði Coulthard að lokum. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann í Japan Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 27. september 2015 06:20 Rosberg: Lewis náði betri ræsingu Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum í dag. Hann hefur þá unnið 41 keppni líkt og hans helsta fyrirmynd, Ayrton Senna. Hver sagði hvað eftir keppnina? 27. september 2015 12:00 Rosberg: Bíllinn er eins og lest Nico Rosberg var hæstánægður með ráspól sinn fyrir Mercedes liðið á Suzuka brautinni í morgun. Óhapp Daniil Kvyat undir lok þriðju lotu hafði mikil áhrif á baráttuna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. september 2015 15:00 Manor með Mercedes vélar Manor Marussia liðið í Formúlu 1 hefur náð samningum við Mercedes um að skaffa liðinu vélar á komandi tímabilum. 1. október 2015 20:30 Bílskúrinn: Sjónvarpssamsæri á Suzuka Lewis Hamilton náði sér í 48 stiga forskot með því að vinna keppnina í Japan. Hvað varð um fantaform Ferrari? 30. september 2015 07:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Nico Rosberg er ekki á sama stalli og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton að mati David Coulthard, fyrrum Formúlu 1 ökumanns. Þrátt fyrir að Rosberg hafi náð ráspól í Japan, gat hann ekki varist árás Hamilton í ræsingunni. Hamilton komst upp að hlið hans og tróð sér svo fram úr í annarri beygju. Coulthard telur að grimmd Hamilton sé einmitt það sem Rosberg vanti. Hann muni þess vegna aldrei verða heimsmeistari á meðan hann ekur fyrir sama lið og Hamilton. „Hamilton hefur framleitt unnar keppnir í ár,“ sagði Coulthard. „Nico Rosberg er hæfileikaríkur ökumaður og ef Hamilton væri ekki í liðinu væri Rosberg heimsmeistari,“ bætti Coulthard við. „Fyrir mér er F1 ekki bara um að verða meistari, þetta snýst um að setja sjálfan sig upp á móti þeim bestu og komast að því hvort maður hafi að sem þarf til að sigra þá - og verða þannig heimsmeistari,“ sagði skoski spekingurinn. „Rosberg var lengi að ná hraða eftir ræsinguna í Japan, hann hafði samt tækifæri á að verjast í beygju tvö en hann lét ekki verða af því. Hann fór frekar út af brautinni af því Hamilton þrýsti honum út af með því að gefa ekkert eftir, sem er alveg heimilt,“ sagði Coulthard. Hinn skoski, Coulthard var samt ánægður með hugrekkið sem Rosberg sýndi þegar hann fór fram úr Valtteri Bottas í japanska kappakstrinum. Sú staðreynd að hann vill ekki reyna sama á Hamilton gefur til kynna að hann sé hræddur við að hrista upp í hlutunum og skapa drama eins og í Belgíu í fyrra. Þá ók Rosberg á afturdekk Hamilton og sprengdi. „Hann (Rosberg) getur unnið keppnir og tekið fram úr. Hann þarf að geta gert það við alla, og frá ræsingu til endamarks,“ sagði Coulthard að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann í Japan Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 27. september 2015 06:20 Rosberg: Lewis náði betri ræsingu Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum í dag. Hann hefur þá unnið 41 keppni líkt og hans helsta fyrirmynd, Ayrton Senna. Hver sagði hvað eftir keppnina? 27. september 2015 12:00 Rosberg: Bíllinn er eins og lest Nico Rosberg var hæstánægður með ráspól sinn fyrir Mercedes liðið á Suzuka brautinni í morgun. Óhapp Daniil Kvyat undir lok þriðju lotu hafði mikil áhrif á baráttuna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. september 2015 15:00 Manor með Mercedes vélar Manor Marussia liðið í Formúlu 1 hefur náð samningum við Mercedes um að skaffa liðinu vélar á komandi tímabilum. 1. október 2015 20:30 Bílskúrinn: Sjónvarpssamsæri á Suzuka Lewis Hamilton náði sér í 48 stiga forskot með því að vinna keppnina í Japan. Hvað varð um fantaform Ferrari? 30. september 2015 07:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton vann í Japan Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 27. september 2015 06:20
Rosberg: Lewis náði betri ræsingu Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum í dag. Hann hefur þá unnið 41 keppni líkt og hans helsta fyrirmynd, Ayrton Senna. Hver sagði hvað eftir keppnina? 27. september 2015 12:00
Rosberg: Bíllinn er eins og lest Nico Rosberg var hæstánægður með ráspól sinn fyrir Mercedes liðið á Suzuka brautinni í morgun. Óhapp Daniil Kvyat undir lok þriðju lotu hafði mikil áhrif á baráttuna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. september 2015 15:00
Manor með Mercedes vélar Manor Marussia liðið í Formúlu 1 hefur náð samningum við Mercedes um að skaffa liðinu vélar á komandi tímabilum. 1. október 2015 20:30
Bílskúrinn: Sjónvarpssamsæri á Suzuka Lewis Hamilton náði sér í 48 stiga forskot með því að vinna keppnina í Japan. Hvað varð um fantaform Ferrari? 30. september 2015 07:00