Stund sem aldrei verður endursköpuð Guðrún Ansnes skrifar 5. október 2015 10:30 Stór stund fyrir Agent Fresco í Silfurbergi á fimmtudagskvöld. Ég fór í algjört „black-out“ á sviðinu og rankaði við mér í næstsíðasta laginu, og hugsaði „fólk verður brjálað, að fá bara tíu mínútur eftir að hafa borgað sig inn. Tíminn leið fáránlega hratt,“ segir Arnór Dan, söngvari Agent Fresco, sem hélt útgáfutónleika plötunnar Destrier í Silfurbergi á fimmtudagskvöld. Segir hann tilfinningarnar hafa borið sig ofurliði þar sem hann stóð á sviðinu ásamt hljómsveitinni og hópi hljóðfæraleikara. „Það er nefnilega eitt að semja plötu, sem tekur þrjú, fjögur ár en allt annað að flytja hana „live“ eins og við gerðum þarna, með einvalaliði hljóðfæraleikara, vinum okkar, sem eru með í að skapa þetta einstaka „sound“. Þetta er eitthvað sem verður ekki endurtekið, og sum þessara laga verða ekki flutt aftur,“ segir Arnór og auðmýktin leynir sér ekki í rámri röddinni.Arnór var enn að ná sér niður eftir upplifelsi útgáfutónleikanna. Hann hyggst nú bregða sér í verðskuldað frí.„Ég var sjálfur með gæsahúð sem varði frá fyrsta laginu á æfingunni sem við tókum fyrr um daginn, og hún er eiginlega ekki farin.“ Segist Arnór hafa farið í ansi hreint fjöruga ferð um ranghala tilfinningaskalans og kannað þar flesta króka og kima. „Ég kom sumsé allt að því raddlaus heim úr tónleikaferð frá Þýskalandi og var við það að farast úr stressi tveimur dögum fyrir tónleikana. Allt orðið uppselt og maður færir ekki svona,“ útskýrir hann og bætir við að hann hafi þurft að hafa sig allan við að þegja og passa röddina fram að stóru stundinni. „Svo gekk þetta bara upp, og þarna kláruðum við ferlið sem felst í að búa til plötu. Eftir tónleikana get ég loksins sagt að platan sé klár,“ segir Arnór og undirstrikar að sveitin sé stútfull af þakklæti í allar áttir. „Þetta hefur verið tryllt, sjúklegt og fallegt tímabil. Fimmtudagskvöldið er í heild sinni stund sem ég mun aldrei gleyma.“Dómur Það var öllu tjaldað til í Silfurbergssalnum í Hörpu á fimmtudagskvöldið þegar hljómsveitin Agent Fresco fagnaði útgáfu sinnar annarrar breiðskífu með heljarinnar tónleikum. Platan Destrier kom út í ágústmánuði og varð strax ein vinsælasta plata landsins. Platan var lengi í smíðum enda mikið lagt í hana en fyrsta breiðskífa sveitarinnar, A Long Time Listening, kom út árið 2010 og því var sannarlega kominn tími á nýja plötu frá þessari frábæru hljómsveit. Á tónleikunum var Destrier leikin í gegn en hljómsveitin hafði fengið frábært tónlistarfólk með sér til þess að gera þessa tónleika einstaka. Með þeim Tóta, Kela, Arnóri og Vigni voru á sviðinu strengjakvartett, blásarakvartett og fleiri flottir hljóðfæraleikarar en alls voru fimmtán manns á sviðinu. Að sjá þennan hóp samankominn á sviðinu við að leika tónlistina var stórkostleg upplifun og var undirritaður orðlaus um stund yfir því hversu flott þetta var allt saman. Það voru fleiri orðlausir, því enginn á sviðinu tjáði sig á milli laga, það var greinilegt að ekki mátti spilla þessu heildarverki með blaðri á milli laga. Arnór Dan, söngvari sveitarinnar, tók það fram eftir að flutningi plötunnar lauk, hversu erfitt það hefði verið að þegja á milli laga en hann spjallaði loks við áhorfendur þegar þeir félagar léku aukalögin tvö, sem voru A Long Time Listening og Eyes of a Cloud Catcher.Niðurstaða: Algjörlega frábærir tónleikar með einni bestu hljómsveit sem Ísland hefur átt. Allir sem komu að tónleikunum eiga hrós skilið, þar sem fagmennskan var í fyrirrúmi. Bravó, Agent Fresco, bravó!Gunnar Leó Pálsson dæmdi. Menning Tengdar fréttir Fagna útgáfu Destrier Agent Fresco efnir til hlustunarteitis í Bíói Paradís í kvöld. 6. ágúst 2015 10:00 Frumsýnt á Vísi: Myndband við lagið Wait For Me með Agent Fresco Hljómsveitin Agent Fresco sendir frá sér plötuna, Destrier þann 7. ágúst næstkomandi. 24. júlí 2015 14:00 Agent Fresco í fyrsta sinn til Bandaríkjanna Nýjasta plata sveitarinnar, Destrier, fór í fyrsta sæti yfir söluhæstu plötur vikunnar. 14. ágúst 2015 08:00 Frumsýnt á Vísi: Arnar Dan túlkar hálfnafnann Arnór Dan Agent Fresco gefur út aðra smáskífu af væntanlegri plötu sinni Destrier. Lagið heitir See Hell og leikarinn Arnar Dan túlkar Arnór Dan í myndbandi við nýja lagið. 22. maí 2015 08:30 Gefa vinnu sína til styrktar börnum frá Sýrlandi Dj flugvél og geimskip, FM Belfast, Agent Fresco, Mammút og fleiri koma fram á tónleikum á KEXI í dag. 19. september 2015 11:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Ég fór í algjört „black-out“ á sviðinu og rankaði við mér í næstsíðasta laginu, og hugsaði „fólk verður brjálað, að fá bara tíu mínútur eftir að hafa borgað sig inn. Tíminn leið fáránlega hratt,“ segir Arnór Dan, söngvari Agent Fresco, sem hélt útgáfutónleika plötunnar Destrier í Silfurbergi á fimmtudagskvöld. Segir hann tilfinningarnar hafa borið sig ofurliði þar sem hann stóð á sviðinu ásamt hljómsveitinni og hópi hljóðfæraleikara. „Það er nefnilega eitt að semja plötu, sem tekur þrjú, fjögur ár en allt annað að flytja hana „live“ eins og við gerðum þarna, með einvalaliði hljóðfæraleikara, vinum okkar, sem eru með í að skapa þetta einstaka „sound“. Þetta er eitthvað sem verður ekki endurtekið, og sum þessara laga verða ekki flutt aftur,“ segir Arnór og auðmýktin leynir sér ekki í rámri röddinni.Arnór var enn að ná sér niður eftir upplifelsi útgáfutónleikanna. Hann hyggst nú bregða sér í verðskuldað frí.„Ég var sjálfur með gæsahúð sem varði frá fyrsta laginu á æfingunni sem við tókum fyrr um daginn, og hún er eiginlega ekki farin.“ Segist Arnór hafa farið í ansi hreint fjöruga ferð um ranghala tilfinningaskalans og kannað þar flesta króka og kima. „Ég kom sumsé allt að því raddlaus heim úr tónleikaferð frá Þýskalandi og var við það að farast úr stressi tveimur dögum fyrir tónleikana. Allt orðið uppselt og maður færir ekki svona,“ útskýrir hann og bætir við að hann hafi þurft að hafa sig allan við að þegja og passa röddina fram að stóru stundinni. „Svo gekk þetta bara upp, og þarna kláruðum við ferlið sem felst í að búa til plötu. Eftir tónleikana get ég loksins sagt að platan sé klár,“ segir Arnór og undirstrikar að sveitin sé stútfull af þakklæti í allar áttir. „Þetta hefur verið tryllt, sjúklegt og fallegt tímabil. Fimmtudagskvöldið er í heild sinni stund sem ég mun aldrei gleyma.“Dómur Það var öllu tjaldað til í Silfurbergssalnum í Hörpu á fimmtudagskvöldið þegar hljómsveitin Agent Fresco fagnaði útgáfu sinnar annarrar breiðskífu með heljarinnar tónleikum. Platan Destrier kom út í ágústmánuði og varð strax ein vinsælasta plata landsins. Platan var lengi í smíðum enda mikið lagt í hana en fyrsta breiðskífa sveitarinnar, A Long Time Listening, kom út árið 2010 og því var sannarlega kominn tími á nýja plötu frá þessari frábæru hljómsveit. Á tónleikunum var Destrier leikin í gegn en hljómsveitin hafði fengið frábært tónlistarfólk með sér til þess að gera þessa tónleika einstaka. Með þeim Tóta, Kela, Arnóri og Vigni voru á sviðinu strengjakvartett, blásarakvartett og fleiri flottir hljóðfæraleikarar en alls voru fimmtán manns á sviðinu. Að sjá þennan hóp samankominn á sviðinu við að leika tónlistina var stórkostleg upplifun og var undirritaður orðlaus um stund yfir því hversu flott þetta var allt saman. Það voru fleiri orðlausir, því enginn á sviðinu tjáði sig á milli laga, það var greinilegt að ekki mátti spilla þessu heildarverki með blaðri á milli laga. Arnór Dan, söngvari sveitarinnar, tók það fram eftir að flutningi plötunnar lauk, hversu erfitt það hefði verið að þegja á milli laga en hann spjallaði loks við áhorfendur þegar þeir félagar léku aukalögin tvö, sem voru A Long Time Listening og Eyes of a Cloud Catcher.Niðurstaða: Algjörlega frábærir tónleikar með einni bestu hljómsveit sem Ísland hefur átt. Allir sem komu að tónleikunum eiga hrós skilið, þar sem fagmennskan var í fyrirrúmi. Bravó, Agent Fresco, bravó!Gunnar Leó Pálsson dæmdi.
Menning Tengdar fréttir Fagna útgáfu Destrier Agent Fresco efnir til hlustunarteitis í Bíói Paradís í kvöld. 6. ágúst 2015 10:00 Frumsýnt á Vísi: Myndband við lagið Wait For Me með Agent Fresco Hljómsveitin Agent Fresco sendir frá sér plötuna, Destrier þann 7. ágúst næstkomandi. 24. júlí 2015 14:00 Agent Fresco í fyrsta sinn til Bandaríkjanna Nýjasta plata sveitarinnar, Destrier, fór í fyrsta sæti yfir söluhæstu plötur vikunnar. 14. ágúst 2015 08:00 Frumsýnt á Vísi: Arnar Dan túlkar hálfnafnann Arnór Dan Agent Fresco gefur út aðra smáskífu af væntanlegri plötu sinni Destrier. Lagið heitir See Hell og leikarinn Arnar Dan túlkar Arnór Dan í myndbandi við nýja lagið. 22. maí 2015 08:30 Gefa vinnu sína til styrktar börnum frá Sýrlandi Dj flugvél og geimskip, FM Belfast, Agent Fresco, Mammút og fleiri koma fram á tónleikum á KEXI í dag. 19. september 2015 11:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Fagna útgáfu Destrier Agent Fresco efnir til hlustunarteitis í Bíói Paradís í kvöld. 6. ágúst 2015 10:00
Frumsýnt á Vísi: Myndband við lagið Wait For Me með Agent Fresco Hljómsveitin Agent Fresco sendir frá sér plötuna, Destrier þann 7. ágúst næstkomandi. 24. júlí 2015 14:00
Agent Fresco í fyrsta sinn til Bandaríkjanna Nýjasta plata sveitarinnar, Destrier, fór í fyrsta sæti yfir söluhæstu plötur vikunnar. 14. ágúst 2015 08:00
Frumsýnt á Vísi: Arnar Dan túlkar hálfnafnann Arnór Dan Agent Fresco gefur út aðra smáskífu af væntanlegri plötu sinni Destrier. Lagið heitir See Hell og leikarinn Arnar Dan túlkar Arnór Dan í myndbandi við nýja lagið. 22. maí 2015 08:30
Gefa vinnu sína til styrktar börnum frá Sýrlandi Dj flugvél og geimskip, FM Belfast, Agent Fresco, Mammút og fleiri koma fram á tónleikum á KEXI í dag. 19. september 2015 11:00