Yrsa um fráfall Mankell: Rosalega stór rithöfundur og dáður víða Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2015 11:37 Yrsa Sigurðardóttir segist sjálf ekki hafa lesið mikið eftir Henning Mankell. Vísir/Daníel/AFP Yrsa Sigurðardóttir segir að sænski rithöfundurinn Henning Mankell hafi verið rosalega stór rithöfundur og dáður víða. Mankell lést í Gautaborg í nótt, 67 ára að aldri, en hann hafði glímt við krabbamein um nokkurt skeið. „Henning Mankell var sá sem á hvað mestan heiður að því að innleiða skandinavískar glæpasögur á hinn almenna heimsmarkað. Ég held að það sé óumdeilt að hann eigi þar mjög stóran þátt.“ Yrsa segist ekki hafa lesið mikið eftir Mankell sjálf og því hafi hann ekki haft mikil áhrif á hana sem rithöfund. „Ég er í svolítið öðru en hann.“ Hún segist þó einu sinni hafa setið við hliðina á honum á bókahátíð í Frakklandi þar sem þau voru að árita bækur sínar. „Hann var mjög almennilegur. Þetta dró mann þó svolítið niður þar sem röðin hjá honum náði út úr húsi og í kringum húsið. Einu bækurnar sem ég áritaði var hjá fólki sem vorkenndi mér að þurfa að sitja þarna við hliðina á honum.“ Yrsa segir að Mankell hafi látið þjóðmálin sér varða og þannig hafi honum verið umhugað um málefni Palestínu á síðustu árum. „Það er greinilegt að hann var eldheitur í sínum skoðunum og var annt um fólk. Það efast enginn um.“ Menning Tengdar fréttir Henning Mankell látinn Mankell er þekktastur fyrir bækur sínar um rannsóknarlögreglumanninn Kurt Wallander. 5. október 2015 10:14 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Yrsa Sigurðardóttir segir að sænski rithöfundurinn Henning Mankell hafi verið rosalega stór rithöfundur og dáður víða. Mankell lést í Gautaborg í nótt, 67 ára að aldri, en hann hafði glímt við krabbamein um nokkurt skeið. „Henning Mankell var sá sem á hvað mestan heiður að því að innleiða skandinavískar glæpasögur á hinn almenna heimsmarkað. Ég held að það sé óumdeilt að hann eigi þar mjög stóran þátt.“ Yrsa segist ekki hafa lesið mikið eftir Mankell sjálf og því hafi hann ekki haft mikil áhrif á hana sem rithöfund. „Ég er í svolítið öðru en hann.“ Hún segist þó einu sinni hafa setið við hliðina á honum á bókahátíð í Frakklandi þar sem þau voru að árita bækur sínar. „Hann var mjög almennilegur. Þetta dró mann þó svolítið niður þar sem röðin hjá honum náði út úr húsi og í kringum húsið. Einu bækurnar sem ég áritaði var hjá fólki sem vorkenndi mér að þurfa að sitja þarna við hliðina á honum.“ Yrsa segir að Mankell hafi látið þjóðmálin sér varða og þannig hafi honum verið umhugað um málefni Palestínu á síðustu árum. „Það er greinilegt að hann var eldheitur í sínum skoðunum og var annt um fólk. Það efast enginn um.“
Menning Tengdar fréttir Henning Mankell látinn Mankell er þekktastur fyrir bækur sínar um rannsóknarlögreglumanninn Kurt Wallander. 5. október 2015 10:14 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Henning Mankell látinn Mankell er þekktastur fyrir bækur sínar um rannsóknarlögreglumanninn Kurt Wallander. 5. október 2015 10:14