Tortelier ráðinn nýr aðalhljómsveitarstjóri Sinfó Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2015 10:53 Yan Pascal Tortelier er fjórtándi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá því að sveitin tók til starfa vorið 1950. Mynd/Sinfó Yan Pascal Tortelier hefur verið ráðinn nýr aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tortelier er ráðinn til þriggja ára og tekur við stöðunni í byrjun starfsársins 2016-17 og stjórnar þá upphafstónleikum starfsársins. Tortelier hefur stjórnað fjölda hljómsveita, þar á meðal Sinfóníuhljómsveit Lundúna, Orchestre de Paris, Konunglegu Concertgebouw-hljómsveitinni, Fílharmóníuhljómsveitinni í Sankti Pétursborg, Hljómsveit La Scala-óperunnar í Mílanó, Fílharmóníuhljómsveitinni í Los Angeles og sinfóníuhljómsveitunum í Boston, Chicago og Montréal.Samstarf frá 1998 Í tilkynningu frá Sinfóníuhljómsveitinni segir að Tortelier hafi átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands allt frá árinu 1998 þegar hann stjórnaði tónleikum á Listahátíð í Reykjavík. Hann stjórnaði einnig sveitinni þegar flutt var í Hörpu 2012 og síðast á tónleikum í mars síðastliðinn. Tortelier segir að það sé honum mikið gleðiefni að taka við stöðu aðalstjórnanda sveitarinnar. „Samvinna mín við hljómsveitina hefur gengið einstaklega vel og nýja tónlistarhúsið gerir starfið allt mun ánægjulegra en ella. Ég nýt þess að búa til tónlist með hljómsveit sem tekur svo vel í hugmyndir mínar, og er sannfærður um að næstu þrjú árin verði afar mikilvæg í sögu og þróun sveitarinnar. Við munum í sameiningu þróa hljómsveitina áfram, og það er mér mikið kappsmál að við getum náð til tónlistarunnenda víða um heim og deilt með þeim hinum einstöku hæfileikum og tónlistargáfum sem Sinfóníuhljómsveit Íslands býr yfir.“ Tortelier er fjórtándi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá því að sveitin tók til starfa vorið 1950. Fyrsti aðalstjórnandi hljómsveitarinnar var Norðmaðurinn Olav Kielland, sem starfaði hér á landi frá 1951–1955. Á undanförnum árum hafa gegnt stöðunni þeir Petri Sakari, Osmo Vänskä, Rico Saccani, Rumon Gamba og nú síðast Ilan Volkov. Tveir stjórnendur gegna heiðursstöðum við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Vladimir Ashkenazy er heiðursstjórnandi og Osmo Vänskä er aðalgestastjórnandi.Nánar má lesa um ráðninguna á vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Yan Pascal Tortelier hefur verið ráðinn nýr aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tortelier er ráðinn til þriggja ára og tekur við stöðunni í byrjun starfsársins 2016-17 og stjórnar þá upphafstónleikum starfsársins. Tortelier hefur stjórnað fjölda hljómsveita, þar á meðal Sinfóníuhljómsveit Lundúna, Orchestre de Paris, Konunglegu Concertgebouw-hljómsveitinni, Fílharmóníuhljómsveitinni í Sankti Pétursborg, Hljómsveit La Scala-óperunnar í Mílanó, Fílharmóníuhljómsveitinni í Los Angeles og sinfóníuhljómsveitunum í Boston, Chicago og Montréal.Samstarf frá 1998 Í tilkynningu frá Sinfóníuhljómsveitinni segir að Tortelier hafi átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands allt frá árinu 1998 þegar hann stjórnaði tónleikum á Listahátíð í Reykjavík. Hann stjórnaði einnig sveitinni þegar flutt var í Hörpu 2012 og síðast á tónleikum í mars síðastliðinn. Tortelier segir að það sé honum mikið gleðiefni að taka við stöðu aðalstjórnanda sveitarinnar. „Samvinna mín við hljómsveitina hefur gengið einstaklega vel og nýja tónlistarhúsið gerir starfið allt mun ánægjulegra en ella. Ég nýt þess að búa til tónlist með hljómsveit sem tekur svo vel í hugmyndir mínar, og er sannfærður um að næstu þrjú árin verði afar mikilvæg í sögu og þróun sveitarinnar. Við munum í sameiningu þróa hljómsveitina áfram, og það er mér mikið kappsmál að við getum náð til tónlistarunnenda víða um heim og deilt með þeim hinum einstöku hæfileikum og tónlistargáfum sem Sinfóníuhljómsveit Íslands býr yfir.“ Tortelier er fjórtándi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá því að sveitin tók til starfa vorið 1950. Fyrsti aðalstjórnandi hljómsveitarinnar var Norðmaðurinn Olav Kielland, sem starfaði hér á landi frá 1951–1955. Á undanförnum árum hafa gegnt stöðunni þeir Petri Sakari, Osmo Vänskä, Rico Saccani, Rumon Gamba og nú síðast Ilan Volkov. Tveir stjórnendur gegna heiðursstöðum við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Vladimir Ashkenazy er heiðursstjórnandi og Osmo Vänskä er aðalgestastjórnandi.Nánar má lesa um ráðninguna á vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira