Aðhald í peningastefnu á rétt á sér á Íslandi Lars Christensen skrifar 7. október 2015 07:00 Annars staðar í heiminum sjá menn fram á hættu á verðhjöðnun og minni hagvexti, en á Íslandi er hið gagnstæða uppi á teningnum. Hagvöxtur er að aukast og verðbólguþrýstingur fer greinilega vaxandi. Að mínum dómi var það því rétt ákvörðun hjá Seðlabankanum í síðustu viku að herða peningamarkaðsskilyrðin. Seðlabankinn hækkaði ekki stýrivexti heldur ákvað að auka bindiskyldu bankanna. Þótt ég sé nokkuð efins um að nota bindiskyldu sem „hagsveiflustjórntæki“ styð ég engu að síður fyllilega ákvörðunina um að taka upp meira aðhald í peningamálastefnunni. Reyndar tel ég að Seðlabankinn hafi verið orðinn á eftir kúrfunni og verði að bregðast fljótt við til að endurreisa trúverðugleika. Ég vil benda á þrjár helstu ástæðurnar fyrir því að ég sé þörf á (frekara) aðhaldi í peningastefnu við núverandi aðstæður. Í fyrsta lagi hef ég áður haldið því fram að síðan Már Guðmundsson varð seðlabankastjóri í júlí 2009 hafi Seðlabankinn í raun haft markmið um 4,5% nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þess vegna var, þangað til nýlega, nafnvirði vergrar landsframleiðslu haldið á 4,5% brautinni, en síðasta árið eða svo hefur verg landsframleiðsla greinilega aukist og Seðlabankinn spáir nú nafnvirði vaxtar á vergri landsframleiðslu upp á 10,6% árið 2015, sem er augljóslega allt of mikið og ekki í samræmi við 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans. Í öðru lagi er alltaf mjög gagnlegt við stjórnun peningamálastefnu að hafa auga með væntingum markaðarins, og hér eru merkin afar skýr. Nýlega hafa verðbólguvæntingar aukist til muna og bæði tveggja, fimm og tíu ára svokallað verðbólguálag er nú í kringum 4,5% verðbólgu – langt fyrir ofan 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans. Þetta er skýrt merki um að Seðlabankinn sé orðinn á eftir kúrfunni og hafi leyft verðbólguvæntingum að fara úr böndunum. Til að endurvekja trú á verðbólgumarkmið Seðlabankans er aðhald í peningamálastefnu þess vegna æskilegt. Hvað þetta varðar er mikilvægt að hafa í huga að þótt raunveruleg verðbólga hafi „hagað sér“ betur, aðallega vegna tiltölulega sterkrar krónu og lægra vöruverðs á alþjóðamarkaði, ætti aðalatriðið fyrir Seðlabankann ekki að vera núverandi verðbólgustig – sérstaklega ekki þegar það er að miklu leyti vegna áhrifa framboðsþátta (gengis og vöruverðs) – heldur aukin heildareftirspurn í hagkerfinu og verðbólguvæntingar. Í þriðja lagi er peningamagn að aukast og (óleiðréttur) M3-vöxtur nálgast nú 15%, sem gefur skýr merki um að verðbólga og nafnvirði vergrar landsframleiðslu gæti vaxið enn meira. Leiðréttar M3-tölur, sem eru sennilega réttari vísbending um verðbólguþrýsting, hafa hækkað upp í rúmlega 5%, sem einnig bendir til aukins verðbólguþrýstings. Að öllu samanlögðu tel ég mjög réttlætanlegt að Seðlabankinn hækki stýrivexti og það þarf vissulega meira til að ná nafnvirði á vexti vergrar landsframleiðslu aftur niður í 4-4,5% og koma verðbólguvæntingum aftur niður að verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Og að lokum: Það er frekar ótrúlegt að Ísland, eftir umfangsmikla bankakreppu 2008-9, sé núna eitt örfárra landa í Evrópu með kröftugan vöxt á nafnvirði eyðslu og í þörf á aðhaldi í peningastefnu. Vel af sér vikið. Nú skulum við passa upp á að endurtaka ekki fyrri mistök. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Annars staðar í heiminum sjá menn fram á hættu á verðhjöðnun og minni hagvexti, en á Íslandi er hið gagnstæða uppi á teningnum. Hagvöxtur er að aukast og verðbólguþrýstingur fer greinilega vaxandi. Að mínum dómi var það því rétt ákvörðun hjá Seðlabankanum í síðustu viku að herða peningamarkaðsskilyrðin. Seðlabankinn hækkaði ekki stýrivexti heldur ákvað að auka bindiskyldu bankanna. Þótt ég sé nokkuð efins um að nota bindiskyldu sem „hagsveiflustjórntæki“ styð ég engu að síður fyllilega ákvörðunina um að taka upp meira aðhald í peningamálastefnunni. Reyndar tel ég að Seðlabankinn hafi verið orðinn á eftir kúrfunni og verði að bregðast fljótt við til að endurreisa trúverðugleika. Ég vil benda á þrjár helstu ástæðurnar fyrir því að ég sé þörf á (frekara) aðhaldi í peningastefnu við núverandi aðstæður. Í fyrsta lagi hef ég áður haldið því fram að síðan Már Guðmundsson varð seðlabankastjóri í júlí 2009 hafi Seðlabankinn í raun haft markmið um 4,5% nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þess vegna var, þangað til nýlega, nafnvirði vergrar landsframleiðslu haldið á 4,5% brautinni, en síðasta árið eða svo hefur verg landsframleiðsla greinilega aukist og Seðlabankinn spáir nú nafnvirði vaxtar á vergri landsframleiðslu upp á 10,6% árið 2015, sem er augljóslega allt of mikið og ekki í samræmi við 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans. Í öðru lagi er alltaf mjög gagnlegt við stjórnun peningamálastefnu að hafa auga með væntingum markaðarins, og hér eru merkin afar skýr. Nýlega hafa verðbólguvæntingar aukist til muna og bæði tveggja, fimm og tíu ára svokallað verðbólguálag er nú í kringum 4,5% verðbólgu – langt fyrir ofan 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans. Þetta er skýrt merki um að Seðlabankinn sé orðinn á eftir kúrfunni og hafi leyft verðbólguvæntingum að fara úr böndunum. Til að endurvekja trú á verðbólgumarkmið Seðlabankans er aðhald í peningamálastefnu þess vegna æskilegt. Hvað þetta varðar er mikilvægt að hafa í huga að þótt raunveruleg verðbólga hafi „hagað sér“ betur, aðallega vegna tiltölulega sterkrar krónu og lægra vöruverðs á alþjóðamarkaði, ætti aðalatriðið fyrir Seðlabankann ekki að vera núverandi verðbólgustig – sérstaklega ekki þegar það er að miklu leyti vegna áhrifa framboðsþátta (gengis og vöruverðs) – heldur aukin heildareftirspurn í hagkerfinu og verðbólguvæntingar. Í þriðja lagi er peningamagn að aukast og (óleiðréttur) M3-vöxtur nálgast nú 15%, sem gefur skýr merki um að verðbólga og nafnvirði vergrar landsframleiðslu gæti vaxið enn meira. Leiðréttar M3-tölur, sem eru sennilega réttari vísbending um verðbólguþrýsting, hafa hækkað upp í rúmlega 5%, sem einnig bendir til aukins verðbólguþrýstings. Að öllu samanlögðu tel ég mjög réttlætanlegt að Seðlabankinn hækki stýrivexti og það þarf vissulega meira til að ná nafnvirði á vexti vergrar landsframleiðslu aftur niður í 4-4,5% og koma verðbólguvæntingum aftur niður að verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Og að lokum: Það er frekar ótrúlegt að Ísland, eftir umfangsmikla bankakreppu 2008-9, sé núna eitt örfárra landa í Evrópu með kröftugan vöxt á nafnvirði eyðslu og í þörf á aðhaldi í peningastefnu. Vel af sér vikið. Nú skulum við passa upp á að endurtaka ekki fyrri mistök.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun