„Tækifæri fyrir Sigmund Davíð og Bjarna til að eignast fallegan erfðagrip“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2015 21:15 Myndirnar eru í góðri stærð og ættu að geta prýtt hvaða heimili sem er. Gilbert Sigurðsson Ýrr Baldursdóttir, tattoo- og airbrush meistari, hefur málað tvær myndir af oddvitum ríkisstjórnarinnar, þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Ætlunin er að selja myndirnar og safna peningum til styrktar Barnaspítala Hringsins.Sigmundur Davíð nýtur sín vel á striga.Ýrr BaldursdóttirÞeir félagar fá forkaupsrétt af málverkunum og segir Ýrr að það sé nú bara sanngjarnt enda séu myndirnar af þeim. Aðspurð að því hvað hafi orðið til þess að Sigmundur Davíð og Bjarni hafi orðið fyrir valinu segir Ýrr að hún hafi viljað veita þeim tækifæri á að gera góðverk. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá að láta gott af sér leiða. Þeir fá þá kannski plús í kladdann ffá þjóðinni enda eru þeir ekki í öfundsverðri stöðu. Svo er þetta auðvitað tækifæri fyrir Sigmund Davíð og Bjarna að eignast fallegan erfðagrip.“ Markmiðið er að safna peningum fyrir Barnaspítala Hringsins og langveik börn en helmingur söluandvirðis hverrar myndar mun renna til spítalans. Ýrr ætlar sér að mála fleiri myndir og segir ekki ólíklegt að öll ríkisstjórnin verði máluð áður en yfir lýkur.Það gerir Bjarni líka.Ýrr BaldursdóttirÆtlar að verða í bandi við Bjarna og Sigmund „Við ætlum að að safna einni milljón króna fyrir Barnaspítalann og langveik börn þannig að við ætlum að mála fleiri myndir. Kannski tökum við bara alla ríkisstjórnina? Það er full þörf á því að safna fyrir spítalann og það væri nú ekki leiðinlegt fyrir okkur og þá að geta komið með eina milljón fyrir tækjakaup og annað slíkt.“ Ýrr segir að hún muni setja sig í samband við Sigmund Davíð og Bjarna til þess að bjóða þeim myndirnar til sölu en hafni þeir því fari myndirnar í almenna sölu þar sem hver sem er geti keypt þær. Nú er stóra spurningin hvort að þeir muni láta verða af slíkri fjárfestingu en ekki er langt síðan Bjarni og Sigmundur Davíð sátu fyrir sem Spock og Kafteinn Kirk á ljósmynd til styrktar Bleiku slaufunni en sú mynd var seld fyrir 900.000 krónur. Tengdar fréttir Býður 650 þúsund í myndina af Bjarna og Sigmundi Búið er að bjóða 650 þúsund krónur í mynd þar sem þeir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sitja fyrir. 10. október 2013 10:36 Vill borga 900 þúsund krónur fyrir myndina af Bjarna Ben og Sigmundi - Fjórar milljónir safnast í heildina "Þetta er hæsta boðið á uppboðinu en næst á eftir þessu kom landsliðstreyjan sem fór á 650 þúsund,“ segir Sandra Sif Morthens, markaðsstjóri Krabbameinsfélags Íslands. "Í heildina söfnuðust yfir fjórar milljónir í uppboðunum.“ 13. október 2013 12:48 Mest lesið Börn eigi ekki að ilma Lífið Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Lífið Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Elle Woods er fyrirmyndin Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fleiri fréttir Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Ældi á hliðarlínunni Elle Woods er fyrirmyndin Börn eigi ekki að ilma Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Sjá meira
Ýrr Baldursdóttir, tattoo- og airbrush meistari, hefur málað tvær myndir af oddvitum ríkisstjórnarinnar, þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Ætlunin er að selja myndirnar og safna peningum til styrktar Barnaspítala Hringsins.Sigmundur Davíð nýtur sín vel á striga.Ýrr BaldursdóttirÞeir félagar fá forkaupsrétt af málverkunum og segir Ýrr að það sé nú bara sanngjarnt enda séu myndirnar af þeim. Aðspurð að því hvað hafi orðið til þess að Sigmundur Davíð og Bjarni hafi orðið fyrir valinu segir Ýrr að hún hafi viljað veita þeim tækifæri á að gera góðverk. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá að láta gott af sér leiða. Þeir fá þá kannski plús í kladdann ffá þjóðinni enda eru þeir ekki í öfundsverðri stöðu. Svo er þetta auðvitað tækifæri fyrir Sigmund Davíð og Bjarna að eignast fallegan erfðagrip.“ Markmiðið er að safna peningum fyrir Barnaspítala Hringsins og langveik börn en helmingur söluandvirðis hverrar myndar mun renna til spítalans. Ýrr ætlar sér að mála fleiri myndir og segir ekki ólíklegt að öll ríkisstjórnin verði máluð áður en yfir lýkur.Það gerir Bjarni líka.Ýrr BaldursdóttirÆtlar að verða í bandi við Bjarna og Sigmund „Við ætlum að að safna einni milljón króna fyrir Barnaspítalann og langveik börn þannig að við ætlum að mála fleiri myndir. Kannski tökum við bara alla ríkisstjórnina? Það er full þörf á því að safna fyrir spítalann og það væri nú ekki leiðinlegt fyrir okkur og þá að geta komið með eina milljón fyrir tækjakaup og annað slíkt.“ Ýrr segir að hún muni setja sig í samband við Sigmund Davíð og Bjarna til þess að bjóða þeim myndirnar til sölu en hafni þeir því fari myndirnar í almenna sölu þar sem hver sem er geti keypt þær. Nú er stóra spurningin hvort að þeir muni láta verða af slíkri fjárfestingu en ekki er langt síðan Bjarni og Sigmundur Davíð sátu fyrir sem Spock og Kafteinn Kirk á ljósmynd til styrktar Bleiku slaufunni en sú mynd var seld fyrir 900.000 krónur.
Tengdar fréttir Býður 650 þúsund í myndina af Bjarna og Sigmundi Búið er að bjóða 650 þúsund krónur í mynd þar sem þeir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sitja fyrir. 10. október 2013 10:36 Vill borga 900 þúsund krónur fyrir myndina af Bjarna Ben og Sigmundi - Fjórar milljónir safnast í heildina "Þetta er hæsta boðið á uppboðinu en næst á eftir þessu kom landsliðstreyjan sem fór á 650 þúsund,“ segir Sandra Sif Morthens, markaðsstjóri Krabbameinsfélags Íslands. "Í heildina söfnuðust yfir fjórar milljónir í uppboðunum.“ 13. október 2013 12:48 Mest lesið Börn eigi ekki að ilma Lífið Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Lífið Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Elle Woods er fyrirmyndin Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fleiri fréttir Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Ældi á hliðarlínunni Elle Woods er fyrirmyndin Börn eigi ekki að ilma Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Sjá meira
Býður 650 þúsund í myndina af Bjarna og Sigmundi Búið er að bjóða 650 þúsund krónur í mynd þar sem þeir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sitja fyrir. 10. október 2013 10:36
Vill borga 900 þúsund krónur fyrir myndina af Bjarna Ben og Sigmundi - Fjórar milljónir safnast í heildina "Þetta er hæsta boðið á uppboðinu en næst á eftir þessu kom landsliðstreyjan sem fór á 650 þúsund,“ segir Sandra Sif Morthens, markaðsstjóri Krabbameinsfélags Íslands. "Í heildina söfnuðust yfir fjórar milljónir í uppboðunum.“ 13. október 2013 12:48