Erlent

NATO reiðubúið að senda herlið til varnar Tyrklandi

Atli Ísleifsson skrifar
Jens Stoltenberg ræðir við Pedro Morenes, varnarmálaráðherra Spánar, í morgun.
Jens Stoltenberg ræðir við Pedro Morenes, varnarmálaráðherra Spánar, í morgun. Vísir/AFP
Aðgerðir Rússlandshers í Sýrlandi verða ofarlega á dagskrá fundar fulltrúa aðildarríkja NATO sem fram fer í Brussel í dag.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagsríkin reiðubúin að senda herlið til Tyrklands til að verja landið.

„NATO er reiðubúið og fært um að verja öll aðildarríki þess, Tyrkland þeirra á meðal, gegn öllum mögulegum ógnum,“ sagði Stoltenberg fyrir fund varnarmálaráðherra aðildarríkjanna í dag.

Stoltenberg segist jafnframt hafa áhyggjur af stigmagnandi hernaðaraðgerðum Rússa í Sýrlandi, en Rússlandsher rauf nokkrum sinnum lofthelgi Tyrklands um síðustu helgi. Sagði talsmaður Rússlandsstjórnar að um mistök hafi verið að ræða.

Douglas Lute, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart NATO, sagði fyrir fundinn í dag að Rússar hafi nú sent landgöngulið til Sýrlands. Þá séu Rússar með tíu herskip í Kaspíahafi sem hafa gert árásir á skotmörk sem sögð eru tilheyra vígasveitum ISIS.


Tengdar fréttir

Aukin spenna yfir Sýrlandi

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×