Ragnar: Tekur mig hálftíma að lesa eina grein í rússnesku blöðunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2015 14:30 Ragnar Sigurðsson er lykilmaður í byrjunarliði Íslands. vísir/getty Ragnar Sigurðsson, miðvörður karlalandsliðsins í fótbolta, hefur spilað alla leikina í undankeppni EM 2016, en Ísland mætir Lettlandi í næst síðasta leik undankeppninnar á laugardaginn. Strákarnir okkar eru nú þegar komnir á stórmót í fyrsta sinn. Farseðillinn er tryggður til Frakklands næsta sumar.Sjá einnig:Birkir: Ekki saknað Ítalíu mikið undanfarið „Þetta er bara drullugaman. Það eru allir að tala um að við séum komnir áfram. Það er líka bara klárt þannig við þurfum ekkert að pæla í því,“ sagði Ragnar hress og kátur við Vísi fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvellinum í dag.Tala mikið um styrkleikalistann Ísland tryggði sér sætið með markalausu jafntefli gegn Kasakstan í vondum fótboltaleik. Þar voru það úrslitin sem skiptu öllu máli. „Við vorum vorum lélegir hérna heima síðast að við viljum svara fyrir það. Við eigum tvo hörku leiki fyrir höndum sem við munum koma af fullum krafti í,“ sagði Ragnar, en sigur í þeim báðum skiptir sköpum fyrir styrkleikaröðun inn á EM. „Þjálfararnir tala þvílíkt mikið um þennan styrkleikalista sem er hárrétt hjá þeim. Fyrir svona litla þjóð eins og okkur skiptir máli að vera í öðrum eða þriðja styrkleikaflokki eða hvað þetta nú er. Það er gott að þeir minni okkur á þetta.“ „Við viljum líka bara vinna alla leiki sem við spilum þannig það er ekkert sem á að fokka þessu upp hjá okkur.“Ragnar með tilþrif gegn Hollandi.vísir/vilhelmLes ekkert blöðin Ísland vann bæði Lettland og Tyrkland í fyrri umferð undankeppninnar. Báðir leikirnir unnust, 3-0. Stefnt er á sigur gegn báðum þjóðum á ný. „Við erum búnir að vinna bæði þessi lið og sýna að við getum það. Þá fer maður inn í leikinn og býst við því að vinna. Við eigum að vinna Letta en leikurinn gegn Tyrkjum verður erfiður á útivelli,“ sagði Ragnar.Sjá einnig: Eiður: Ræði ekki nýjan samning fyrr en eftir tímabilið í Kína Miðvörðurinn öflugi segist fá mikið af hamingjuóskum heima í Rússlandi þar sem hann spilar með Krasnodar. Hann hefur þó lítið reynt að fylgjast með hvort rússneskir fjölmiðar séu að skrifa um íslenska ævintýrið. „Ég er ekkert að lesa blöðin þarna úti. Ég er aðeins kominn inn í rússneskuna en það tæki mig hálftíma að lesa eina grein,“ sagði Ragnar.Allt annað að spila með Íslandi „Það eru samt allir að fylgjast með þessu og óska manni til hamingju. Þetta er náttúrlega frábært og svo nýtt. Ef það heldur áfram að ganga svona vel í framtíðinni verður fólki skítsama en akkurat núna er þetta spennandi og maður fær mikið af hamingjuóskum.“ Eftir gott tímabil í fyrra þar sem Krasnodar missti af sæti í Meistaradeildinni á lokadegi er liðið nú í sjöunda sæti eftir ellefu umferðir og hefur ekki nunið í síðustu þremur leikjum. „Það er allt öðruvísi hugarfar í gangi í svona mikilvægum leikjum hjá Krasnodar en hjá landsliðinu. Liðinu mínu gengur illa en ég persónulega er ekkert að gera nein mistök. Það er bara svolítill munur á að vera að spila fyrir Krasnodar eða íslenska landsliðið núna,“ sagði Ragnar Sigurðsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn. 8. október 2015 11:35 Aron Einar: Komst á EM með Íslandi og spilaði svo með U21 árs liði Cardiff Fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta nýtur lífsins í botn með íslenska landsliðinu en hann fær sama og ekkert að spila með félagsliði sínu. 7. október 2015 12:18 Gylfi Þór: Ekki hægt að setjast á rassinn og hætta að vinna fyrir liðið Miðjumaðurinn hefur ekki farið jafn vel af stað með Swansea og í fyrra en er alltaf í byrjunarliðinu hjá Garry Monk. 7. október 2015 12:00 Emil sekúndubroti frá því að fá kúlu í andlitið Landsliðsstrákarnir fóru í kúluvarpskeppni eftir æfingu í gær en litlu mátti muna að illa fór. 8. október 2015 09:25 „Augað“ vekur lukku í Svíþjóð Ögmundur Kristinsson er kominn með sérstakt viðurnefni í Svíþjóð þar sem hann hefur haldið hreinu í þremur leikjum í röð. 7. október 2015 22:45 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, miðvörður karlalandsliðsins í fótbolta, hefur spilað alla leikina í undankeppni EM 2016, en Ísland mætir Lettlandi í næst síðasta leik undankeppninnar á laugardaginn. Strákarnir okkar eru nú þegar komnir á stórmót í fyrsta sinn. Farseðillinn er tryggður til Frakklands næsta sumar.Sjá einnig:Birkir: Ekki saknað Ítalíu mikið undanfarið „Þetta er bara drullugaman. Það eru allir að tala um að við séum komnir áfram. Það er líka bara klárt þannig við þurfum ekkert að pæla í því,“ sagði Ragnar hress og kátur við Vísi fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvellinum í dag.Tala mikið um styrkleikalistann Ísland tryggði sér sætið með markalausu jafntefli gegn Kasakstan í vondum fótboltaleik. Þar voru það úrslitin sem skiptu öllu máli. „Við vorum vorum lélegir hérna heima síðast að við viljum svara fyrir það. Við eigum tvo hörku leiki fyrir höndum sem við munum koma af fullum krafti í,“ sagði Ragnar, en sigur í þeim báðum skiptir sköpum fyrir styrkleikaröðun inn á EM. „Þjálfararnir tala þvílíkt mikið um þennan styrkleikalista sem er hárrétt hjá þeim. Fyrir svona litla þjóð eins og okkur skiptir máli að vera í öðrum eða þriðja styrkleikaflokki eða hvað þetta nú er. Það er gott að þeir minni okkur á þetta.“ „Við viljum líka bara vinna alla leiki sem við spilum þannig það er ekkert sem á að fokka þessu upp hjá okkur.“Ragnar með tilþrif gegn Hollandi.vísir/vilhelmLes ekkert blöðin Ísland vann bæði Lettland og Tyrkland í fyrri umferð undankeppninnar. Báðir leikirnir unnust, 3-0. Stefnt er á sigur gegn báðum þjóðum á ný. „Við erum búnir að vinna bæði þessi lið og sýna að við getum það. Þá fer maður inn í leikinn og býst við því að vinna. Við eigum að vinna Letta en leikurinn gegn Tyrkjum verður erfiður á útivelli,“ sagði Ragnar.Sjá einnig: Eiður: Ræði ekki nýjan samning fyrr en eftir tímabilið í Kína Miðvörðurinn öflugi segist fá mikið af hamingjuóskum heima í Rússlandi þar sem hann spilar með Krasnodar. Hann hefur þó lítið reynt að fylgjast með hvort rússneskir fjölmiðar séu að skrifa um íslenska ævintýrið. „Ég er ekkert að lesa blöðin þarna úti. Ég er aðeins kominn inn í rússneskuna en það tæki mig hálftíma að lesa eina grein,“ sagði Ragnar.Allt annað að spila með Íslandi „Það eru samt allir að fylgjast með þessu og óska manni til hamingju. Þetta er náttúrlega frábært og svo nýtt. Ef það heldur áfram að ganga svona vel í framtíðinni verður fólki skítsama en akkurat núna er þetta spennandi og maður fær mikið af hamingjuóskum.“ Eftir gott tímabil í fyrra þar sem Krasnodar missti af sæti í Meistaradeildinni á lokadegi er liðið nú í sjöunda sæti eftir ellefu umferðir og hefur ekki nunið í síðustu þremur leikjum. „Það er allt öðruvísi hugarfar í gangi í svona mikilvægum leikjum hjá Krasnodar en hjá landsliðinu. Liðinu mínu gengur illa en ég persónulega er ekkert að gera nein mistök. Það er bara svolítill munur á að vera að spila fyrir Krasnodar eða íslenska landsliðið núna,“ sagði Ragnar Sigurðsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn. 8. október 2015 11:35 Aron Einar: Komst á EM með Íslandi og spilaði svo með U21 árs liði Cardiff Fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta nýtur lífsins í botn með íslenska landsliðinu en hann fær sama og ekkert að spila með félagsliði sínu. 7. október 2015 12:18 Gylfi Þór: Ekki hægt að setjast á rassinn og hætta að vinna fyrir liðið Miðjumaðurinn hefur ekki farið jafn vel af stað með Swansea og í fyrra en er alltaf í byrjunarliðinu hjá Garry Monk. 7. október 2015 12:00 Emil sekúndubroti frá því að fá kúlu í andlitið Landsliðsstrákarnir fóru í kúluvarpskeppni eftir æfingu í gær en litlu mátti muna að illa fór. 8. október 2015 09:25 „Augað“ vekur lukku í Svíþjóð Ögmundur Kristinsson er kominn með sérstakt viðurnefni í Svíþjóð þar sem hann hefur haldið hreinu í þremur leikjum í röð. 7. október 2015 22:45 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn. 8. október 2015 11:35
Aron Einar: Komst á EM með Íslandi og spilaði svo með U21 árs liði Cardiff Fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta nýtur lífsins í botn með íslenska landsliðinu en hann fær sama og ekkert að spila með félagsliði sínu. 7. október 2015 12:18
Gylfi Þór: Ekki hægt að setjast á rassinn og hætta að vinna fyrir liðið Miðjumaðurinn hefur ekki farið jafn vel af stað með Swansea og í fyrra en er alltaf í byrjunarliðinu hjá Garry Monk. 7. október 2015 12:00
Emil sekúndubroti frá því að fá kúlu í andlitið Landsliðsstrákarnir fóru í kúluvarpskeppni eftir æfingu í gær en litlu mátti muna að illa fór. 8. október 2015 09:25
„Augað“ vekur lukku í Svíþjóð Ögmundur Kristinsson er kominn með sérstakt viðurnefni í Svíþjóð þar sem hann hefur haldið hreinu í þremur leikjum í röð. 7. október 2015 22:45