Ragnar: Tekur mig hálftíma að lesa eina grein í rússnesku blöðunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2015 14:30 Ragnar Sigurðsson er lykilmaður í byrjunarliði Íslands. vísir/getty Ragnar Sigurðsson, miðvörður karlalandsliðsins í fótbolta, hefur spilað alla leikina í undankeppni EM 2016, en Ísland mætir Lettlandi í næst síðasta leik undankeppninnar á laugardaginn. Strákarnir okkar eru nú þegar komnir á stórmót í fyrsta sinn. Farseðillinn er tryggður til Frakklands næsta sumar.Sjá einnig:Birkir: Ekki saknað Ítalíu mikið undanfarið „Þetta er bara drullugaman. Það eru allir að tala um að við séum komnir áfram. Það er líka bara klárt þannig við þurfum ekkert að pæla í því,“ sagði Ragnar hress og kátur við Vísi fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvellinum í dag.Tala mikið um styrkleikalistann Ísland tryggði sér sætið með markalausu jafntefli gegn Kasakstan í vondum fótboltaleik. Þar voru það úrslitin sem skiptu öllu máli. „Við vorum vorum lélegir hérna heima síðast að við viljum svara fyrir það. Við eigum tvo hörku leiki fyrir höndum sem við munum koma af fullum krafti í,“ sagði Ragnar, en sigur í þeim báðum skiptir sköpum fyrir styrkleikaröðun inn á EM. „Þjálfararnir tala þvílíkt mikið um þennan styrkleikalista sem er hárrétt hjá þeim. Fyrir svona litla þjóð eins og okkur skiptir máli að vera í öðrum eða þriðja styrkleikaflokki eða hvað þetta nú er. Það er gott að þeir minni okkur á þetta.“ „Við viljum líka bara vinna alla leiki sem við spilum þannig það er ekkert sem á að fokka þessu upp hjá okkur.“Ragnar með tilþrif gegn Hollandi.vísir/vilhelmLes ekkert blöðin Ísland vann bæði Lettland og Tyrkland í fyrri umferð undankeppninnar. Báðir leikirnir unnust, 3-0. Stefnt er á sigur gegn báðum þjóðum á ný. „Við erum búnir að vinna bæði þessi lið og sýna að við getum það. Þá fer maður inn í leikinn og býst við því að vinna. Við eigum að vinna Letta en leikurinn gegn Tyrkjum verður erfiður á útivelli,“ sagði Ragnar.Sjá einnig: Eiður: Ræði ekki nýjan samning fyrr en eftir tímabilið í Kína Miðvörðurinn öflugi segist fá mikið af hamingjuóskum heima í Rússlandi þar sem hann spilar með Krasnodar. Hann hefur þó lítið reynt að fylgjast með hvort rússneskir fjölmiðar séu að skrifa um íslenska ævintýrið. „Ég er ekkert að lesa blöðin þarna úti. Ég er aðeins kominn inn í rússneskuna en það tæki mig hálftíma að lesa eina grein,“ sagði Ragnar.Allt annað að spila með Íslandi „Það eru samt allir að fylgjast með þessu og óska manni til hamingju. Þetta er náttúrlega frábært og svo nýtt. Ef það heldur áfram að ganga svona vel í framtíðinni verður fólki skítsama en akkurat núna er þetta spennandi og maður fær mikið af hamingjuóskum.“ Eftir gott tímabil í fyrra þar sem Krasnodar missti af sæti í Meistaradeildinni á lokadegi er liðið nú í sjöunda sæti eftir ellefu umferðir og hefur ekki nunið í síðustu þremur leikjum. „Það er allt öðruvísi hugarfar í gangi í svona mikilvægum leikjum hjá Krasnodar en hjá landsliðinu. Liðinu mínu gengur illa en ég persónulega er ekkert að gera nein mistök. Það er bara svolítill munur á að vera að spila fyrir Krasnodar eða íslenska landsliðið núna,“ sagði Ragnar Sigurðsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn. 8. október 2015 11:35 Aron Einar: Komst á EM með Íslandi og spilaði svo með U21 árs liði Cardiff Fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta nýtur lífsins í botn með íslenska landsliðinu en hann fær sama og ekkert að spila með félagsliði sínu. 7. október 2015 12:18 Gylfi Þór: Ekki hægt að setjast á rassinn og hætta að vinna fyrir liðið Miðjumaðurinn hefur ekki farið jafn vel af stað með Swansea og í fyrra en er alltaf í byrjunarliðinu hjá Garry Monk. 7. október 2015 12:00 Emil sekúndubroti frá því að fá kúlu í andlitið Landsliðsstrákarnir fóru í kúluvarpskeppni eftir æfingu í gær en litlu mátti muna að illa fór. 8. október 2015 09:25 „Augað“ vekur lukku í Svíþjóð Ögmundur Kristinsson er kominn með sérstakt viðurnefni í Svíþjóð þar sem hann hefur haldið hreinu í þremur leikjum í röð. 7. október 2015 22:45 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, miðvörður karlalandsliðsins í fótbolta, hefur spilað alla leikina í undankeppni EM 2016, en Ísland mætir Lettlandi í næst síðasta leik undankeppninnar á laugardaginn. Strákarnir okkar eru nú þegar komnir á stórmót í fyrsta sinn. Farseðillinn er tryggður til Frakklands næsta sumar.Sjá einnig:Birkir: Ekki saknað Ítalíu mikið undanfarið „Þetta er bara drullugaman. Það eru allir að tala um að við séum komnir áfram. Það er líka bara klárt þannig við þurfum ekkert að pæla í því,“ sagði Ragnar hress og kátur við Vísi fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvellinum í dag.Tala mikið um styrkleikalistann Ísland tryggði sér sætið með markalausu jafntefli gegn Kasakstan í vondum fótboltaleik. Þar voru það úrslitin sem skiptu öllu máli. „Við vorum vorum lélegir hérna heima síðast að við viljum svara fyrir það. Við eigum tvo hörku leiki fyrir höndum sem við munum koma af fullum krafti í,“ sagði Ragnar, en sigur í þeim báðum skiptir sköpum fyrir styrkleikaröðun inn á EM. „Þjálfararnir tala þvílíkt mikið um þennan styrkleikalista sem er hárrétt hjá þeim. Fyrir svona litla þjóð eins og okkur skiptir máli að vera í öðrum eða þriðja styrkleikaflokki eða hvað þetta nú er. Það er gott að þeir minni okkur á þetta.“ „Við viljum líka bara vinna alla leiki sem við spilum þannig það er ekkert sem á að fokka þessu upp hjá okkur.“Ragnar með tilþrif gegn Hollandi.vísir/vilhelmLes ekkert blöðin Ísland vann bæði Lettland og Tyrkland í fyrri umferð undankeppninnar. Báðir leikirnir unnust, 3-0. Stefnt er á sigur gegn báðum þjóðum á ný. „Við erum búnir að vinna bæði þessi lið og sýna að við getum það. Þá fer maður inn í leikinn og býst við því að vinna. Við eigum að vinna Letta en leikurinn gegn Tyrkjum verður erfiður á útivelli,“ sagði Ragnar.Sjá einnig: Eiður: Ræði ekki nýjan samning fyrr en eftir tímabilið í Kína Miðvörðurinn öflugi segist fá mikið af hamingjuóskum heima í Rússlandi þar sem hann spilar með Krasnodar. Hann hefur þó lítið reynt að fylgjast með hvort rússneskir fjölmiðar séu að skrifa um íslenska ævintýrið. „Ég er ekkert að lesa blöðin þarna úti. Ég er aðeins kominn inn í rússneskuna en það tæki mig hálftíma að lesa eina grein,“ sagði Ragnar.Allt annað að spila með Íslandi „Það eru samt allir að fylgjast með þessu og óska manni til hamingju. Þetta er náttúrlega frábært og svo nýtt. Ef það heldur áfram að ganga svona vel í framtíðinni verður fólki skítsama en akkurat núna er þetta spennandi og maður fær mikið af hamingjuóskum.“ Eftir gott tímabil í fyrra þar sem Krasnodar missti af sæti í Meistaradeildinni á lokadegi er liðið nú í sjöunda sæti eftir ellefu umferðir og hefur ekki nunið í síðustu þremur leikjum. „Það er allt öðruvísi hugarfar í gangi í svona mikilvægum leikjum hjá Krasnodar en hjá landsliðinu. Liðinu mínu gengur illa en ég persónulega er ekkert að gera nein mistök. Það er bara svolítill munur á að vera að spila fyrir Krasnodar eða íslenska landsliðið núna,“ sagði Ragnar Sigurðsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn. 8. október 2015 11:35 Aron Einar: Komst á EM með Íslandi og spilaði svo með U21 árs liði Cardiff Fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta nýtur lífsins í botn með íslenska landsliðinu en hann fær sama og ekkert að spila með félagsliði sínu. 7. október 2015 12:18 Gylfi Þór: Ekki hægt að setjast á rassinn og hætta að vinna fyrir liðið Miðjumaðurinn hefur ekki farið jafn vel af stað með Swansea og í fyrra en er alltaf í byrjunarliðinu hjá Garry Monk. 7. október 2015 12:00 Emil sekúndubroti frá því að fá kúlu í andlitið Landsliðsstrákarnir fóru í kúluvarpskeppni eftir æfingu í gær en litlu mátti muna að illa fór. 8. október 2015 09:25 „Augað“ vekur lukku í Svíþjóð Ögmundur Kristinsson er kominn með sérstakt viðurnefni í Svíþjóð þar sem hann hefur haldið hreinu í þremur leikjum í röð. 7. október 2015 22:45 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn. 8. október 2015 11:35
Aron Einar: Komst á EM með Íslandi og spilaði svo með U21 árs liði Cardiff Fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta nýtur lífsins í botn með íslenska landsliðinu en hann fær sama og ekkert að spila með félagsliði sínu. 7. október 2015 12:18
Gylfi Þór: Ekki hægt að setjast á rassinn og hætta að vinna fyrir liðið Miðjumaðurinn hefur ekki farið jafn vel af stað með Swansea og í fyrra en er alltaf í byrjunarliðinu hjá Garry Monk. 7. október 2015 12:00
Emil sekúndubroti frá því að fá kúlu í andlitið Landsliðsstrákarnir fóru í kúluvarpskeppni eftir æfingu í gær en litlu mátti muna að illa fór. 8. október 2015 09:25
„Augað“ vekur lukku í Svíþjóð Ögmundur Kristinsson er kominn með sérstakt viðurnefni í Svíþjóð þar sem hann hefur haldið hreinu í þremur leikjum í röð. 7. október 2015 22:45