Jóhann Berg: Sé ekki eftir að hafa samið við Charlton Eiríkur Stefan Ásgeirsson skrifar 8. október 2015 15:15 Vísir/Getty Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson segir að það mikilvægasta sem hann getur gert nú er að vera í liði þar sem hann nýtur trausts og fær að spila mikið. Það fái hann hjá liði sínu, Charlton, í ensku B-deildinni. Charlton liggur í sautjánda sæti ensku B-deildarinnar með tíu stig að loknum tíu umferðum. Það er ekki samkvæmt þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins en það hefur ekki unnið deildarleik síðan í lok ágúst. Jóhann Berg, sem skrifaði undir nýjan samning við félagið í lok sumars, segir að sér líði vel í Charlton þó svo að gengi liðsins innan vallarins mætti vissulega vera betra.Spilað vel en of fá mörk „Við höfum þrátt fyrir allt spilað nokkuð vel. Við höfum hins vegar ekki skorað nógu mikið og í þessari deild er manni refsað fyrir það,“ sagði Jóhann Berg við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag en strákarnir eru að undirbúa sig fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni EM 2016. „Við þurfum að rífa okkur upp. Við erum með flottan leikmannahóp hjá Charlton en það er ekki alltaf nóg.“Vísir/GettyÞað eru þó aðeins átta stig upp í sjötta sæti deildarinnar en Charlton stefnir að því að vera með í baráttunni um að komast í umspilskeppnina í lok tímabilsins. „Í þessari deild, sem er alltaf mjög óútreiknanleg, geta hlutirnir verið mjög fljótir að breytast ef manni tekst að vinna nokkra leiki í röð. Það er það sem við þurfum að gera.“ Jóhann Berg segist hafa tekið sér tíma til að ákveða næsta skref á sínum ferli áður en hann skrifaði undir en hann ákvað að lokum að vera um kyrrt eftir frábært tímabil á síðustu leiktíð.EM skiptir höfuðmáli „Ég er að spila alla leiki og þá á miklu meiri möguleika á að spila með landsliðinu. Það skiptir miklu máli upp á mína þátttöku á EM að gera að eiga tímabil þar sem ég fæ að spila eins mikið og kostur er og vera í góðu formi.“ Hann sér ekki eftir því að hafa valið Charlton. „Þó ég segi sjálfur frá þá er ég mjög sáttur við mína frammistöðu á vellinum. Það er smá sárabót en auðvitað óskar maður þess að liðinu gangi betur. Vonandi tekst okkur að koma sterkir til baka eftir landsleikjafríið.“Vísir/ValliJóhann Berg verður væntanlega í lykilhlutverki í sóknarleik íslenska liðsins gegn Lettum á laugardag en strákunum tókst ekki að skora gegn Kasakstan og þurftu að bíða í 65 mínútur í útileiknum gegn Lettlandi. „Gegn Kasökum vissum við að jafnteflið væri nóg og þó svo að við ætluðum að vinna leikinn þá kom kannski í ljós að menn voru þreyttir eftir gríðarlega erfiðan leik gegn Hollandi, þar sem allir hlupu mjög mikið og lögðu allt í sölurnar.“ „Hausinn fór því kannski ósjálfrátt að spila inn á að halda bara núllinu og gerðum við það. Við gerðum það eina sem skipti máli í stöðunni - að komast inn á Evrópumótið og nú ættum við að geta notið þess að spila þessa tvo leiki sem eftir eru í undankeppninni.“ „Við höfum skorað nóg af mörkum í riðlinum og það hefur aldrei verið vandamál hjá okkur.“ Hann reiknar með því að Lettar muni sitja mjög aftarlega í leiknum á laugardag og að það verði mikilvægt að leikmenn verði duglegir að hreyfa sig án bolta. „Þá verðurðu að koma með hlaup á bak við þá til að opna leikinn fyrir aðra leikmenn, þó svo að þú sjálfur fáir ekki endilega boltann. Við þurfum að ógna þeim frá öllum stöðum.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson segir að það mikilvægasta sem hann getur gert nú er að vera í liði þar sem hann nýtur trausts og fær að spila mikið. Það fái hann hjá liði sínu, Charlton, í ensku B-deildinni. Charlton liggur í sautjánda sæti ensku B-deildarinnar með tíu stig að loknum tíu umferðum. Það er ekki samkvæmt þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins en það hefur ekki unnið deildarleik síðan í lok ágúst. Jóhann Berg, sem skrifaði undir nýjan samning við félagið í lok sumars, segir að sér líði vel í Charlton þó svo að gengi liðsins innan vallarins mætti vissulega vera betra.Spilað vel en of fá mörk „Við höfum þrátt fyrir allt spilað nokkuð vel. Við höfum hins vegar ekki skorað nógu mikið og í þessari deild er manni refsað fyrir það,“ sagði Jóhann Berg við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag en strákarnir eru að undirbúa sig fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni EM 2016. „Við þurfum að rífa okkur upp. Við erum með flottan leikmannahóp hjá Charlton en það er ekki alltaf nóg.“Vísir/GettyÞað eru þó aðeins átta stig upp í sjötta sæti deildarinnar en Charlton stefnir að því að vera með í baráttunni um að komast í umspilskeppnina í lok tímabilsins. „Í þessari deild, sem er alltaf mjög óútreiknanleg, geta hlutirnir verið mjög fljótir að breytast ef manni tekst að vinna nokkra leiki í röð. Það er það sem við þurfum að gera.“ Jóhann Berg segist hafa tekið sér tíma til að ákveða næsta skref á sínum ferli áður en hann skrifaði undir en hann ákvað að lokum að vera um kyrrt eftir frábært tímabil á síðustu leiktíð.EM skiptir höfuðmáli „Ég er að spila alla leiki og þá á miklu meiri möguleika á að spila með landsliðinu. Það skiptir miklu máli upp á mína þátttöku á EM að gera að eiga tímabil þar sem ég fæ að spila eins mikið og kostur er og vera í góðu formi.“ Hann sér ekki eftir því að hafa valið Charlton. „Þó ég segi sjálfur frá þá er ég mjög sáttur við mína frammistöðu á vellinum. Það er smá sárabót en auðvitað óskar maður þess að liðinu gangi betur. Vonandi tekst okkur að koma sterkir til baka eftir landsleikjafríið.“Vísir/ValliJóhann Berg verður væntanlega í lykilhlutverki í sóknarleik íslenska liðsins gegn Lettum á laugardag en strákunum tókst ekki að skora gegn Kasakstan og þurftu að bíða í 65 mínútur í útileiknum gegn Lettlandi. „Gegn Kasökum vissum við að jafnteflið væri nóg og þó svo að við ætluðum að vinna leikinn þá kom kannski í ljós að menn voru þreyttir eftir gríðarlega erfiðan leik gegn Hollandi, þar sem allir hlupu mjög mikið og lögðu allt í sölurnar.“ „Hausinn fór því kannski ósjálfrátt að spila inn á að halda bara núllinu og gerðum við það. Við gerðum það eina sem skipti máli í stöðunni - að komast inn á Evrópumótið og nú ættum við að geta notið þess að spila þessa tvo leiki sem eftir eru í undankeppninni.“ „Við höfum skorað nóg af mörkum í riðlinum og það hefur aldrei verið vandamál hjá okkur.“ Hann reiknar með því að Lettar muni sitja mjög aftarlega í leiknum á laugardag og að það verði mikilvægt að leikmenn verði duglegir að hreyfa sig án bolta. „Þá verðurðu að koma með hlaup á bak við þá til að opna leikinn fyrir aðra leikmenn, þó svo að þú sjálfur fáir ekki endilega boltann. Við þurfum að ógna þeim frá öllum stöðum.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó