Áætlun Evrópusambandsins um dreifingu fjörutíu þúsund flóttamanna um álfuna hófst formlega í dag. Fyrsti hópurinn kemur frá Erítreu en hann verður fluttur frá Ítalíu til Svíþjóðar.
Ekki liggur fyrir hve margir eru í þessum hópi, en Svíar samþykktu í júlí að taka við 821 flóttamanni frá Ítalíu og 548 frá Grikklandi á næstu tveimur árum.
Áætlunin var samþykkt á þriðjudag og er í samræmi við samkomulag innanríkisráðherra ESB-ríkja frá því í síðasta mánuði.
Fyrsti flóttamannahópurinn á leið til Svíþjóðar

Tengdar fréttir

ESB veitir milljarð evra til Tyrklands vegna flóttamannamála
Tyrkir hyggjast byggja sex nýjar móttökumiðstöðvar fyrir flóttamenn og mun ESB taka þátt í fjármögnun þeirra.

ESB vill geta flýtt brottvísunum hælisleitenda
Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar í Lúxemborg í morgun.