Stundum leiðinlegt á æfingum hjá Lars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2015 15:32 Kolbeinn Sigþórsson og Lars Lagerbäck. Vísir/EPA Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, viðurkenndi það á blaðamannfundi fyrir leikinn við Letta á morgun að það sé stundum leiðinlegt á æfingum íslenska landsliðsins þar sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson leggja áherslu á það að skipuleggja íslenska liðið sem best. „Ég reyni að skipuleggja liðið mjög vel og af þeim sökum verða æfingarnar stundum svolítið leiðinlegar hjá okkur þar sem er mikið um endurtekningar. Strákarnir eru sterkir andlega og gera alltaf sitt besta þannig að þetta hefur verið auðvelt. Karakter íslensku leikmannanna er sérstakur," sagði Lars Lagerbäck. Landsliðsþjálfarinn hvatti síðan Kolbein Sigþórsson til að gefa heiðarlegt svar þegar hann var spurður út í leiðinlegar æfingar Svíans. „Þótt að við séum komnir inn á þetta lokamót þá er Lars jafníhaldssamur og hann hefur verið hingað til. Hann vill halda áfram á sömu braut og gera þessar æfingar sem eru kannski ekki þær skemmtilegustu. Þær virka og það hefur sýnt sig að við erum vel skipulagðir og það er erfitt að spila á móti okkur," sagði Kolbeinn. „Hann er kannski ekki alltaf með allra skemmtilegustu æfingarnar," sagði Kolbeinn og Lars Lagerbäck grípur þá fram í fyrir honum: „Þú mátt alveg segja sannleikann," sagði Lars og fékk að launum hlátur frá þeim blaðamönnum sem voru mættir á fundinn. „Það er bara mikilvægt fyrir okkur að fara í gegnum þessar æfingar sem eru ekki skemmtilegar. Við getum ekkert verið að væla yfir þessu og yfir því að við fáum ekki alltaf að fara í reit eða spila. Það er mikilvægara að stilla saman liðið og fara yfir varnartaktíkina og sóknartaktíkina hjá okkur. Það hefur verið okkar plan undanfarin ár að gera þetta svona. Af hverju ættum við að hætta því núna?," sagði Kolbeinn. Lars Lagerbäck vildi líka bæta aðeins við þetta. „Það er auðvelt að vera þjálfari þegar úrslitin falla með þér. Á meðan þú ert að vinna leikina þá eru leikmennirnir almennt ánægðir. Það er erfitt að vera neikvæður þegar liðið er að vinna. Við sjáum til hvað gerist þegar liðið byrjar að tapa leikjum en við ætlum ekki að fara byrja á því núna," sagði Lagerbäck og Kolbeinn tók strax undir það. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, viðurkenndi það á blaðamannfundi fyrir leikinn við Letta á morgun að það sé stundum leiðinlegt á æfingum íslenska landsliðsins þar sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson leggja áherslu á það að skipuleggja íslenska liðið sem best. „Ég reyni að skipuleggja liðið mjög vel og af þeim sökum verða æfingarnar stundum svolítið leiðinlegar hjá okkur þar sem er mikið um endurtekningar. Strákarnir eru sterkir andlega og gera alltaf sitt besta þannig að þetta hefur verið auðvelt. Karakter íslensku leikmannanna er sérstakur," sagði Lars Lagerbäck. Landsliðsþjálfarinn hvatti síðan Kolbein Sigþórsson til að gefa heiðarlegt svar þegar hann var spurður út í leiðinlegar æfingar Svíans. „Þótt að við séum komnir inn á þetta lokamót þá er Lars jafníhaldssamur og hann hefur verið hingað til. Hann vill halda áfram á sömu braut og gera þessar æfingar sem eru kannski ekki þær skemmtilegustu. Þær virka og það hefur sýnt sig að við erum vel skipulagðir og það er erfitt að spila á móti okkur," sagði Kolbeinn. „Hann er kannski ekki alltaf með allra skemmtilegustu æfingarnar," sagði Kolbeinn og Lars Lagerbäck grípur þá fram í fyrir honum: „Þú mátt alveg segja sannleikann," sagði Lars og fékk að launum hlátur frá þeim blaðamönnum sem voru mættir á fundinn. „Það er bara mikilvægt fyrir okkur að fara í gegnum þessar æfingar sem eru ekki skemmtilegar. Við getum ekkert verið að væla yfir þessu og yfir því að við fáum ekki alltaf að fara í reit eða spila. Það er mikilvægara að stilla saman liðið og fara yfir varnartaktíkina og sóknartaktíkina hjá okkur. Það hefur verið okkar plan undanfarin ár að gera þetta svona. Af hverju ættum við að hætta því núna?," sagði Kolbeinn. Lars Lagerbäck vildi líka bæta aðeins við þetta. „Það er auðvelt að vera þjálfari þegar úrslitin falla með þér. Á meðan þú ert að vinna leikina þá eru leikmennirnir almennt ánægðir. Það er erfitt að vera neikvæður þegar liðið er að vinna. Við sjáum til hvað gerist þegar liðið byrjar að tapa leikjum en við ætlum ekki að fara byrja á því núna," sagði Lagerbäck og Kolbeinn tók strax undir það.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn