Vígaleg vegglistaverk spretta upp um borgina Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 30. september 2015 09:00 Hér má sjá verk eftir vegglistamanninn Tankpetrol með vísun í hljómsveitina Gusgus. Mynd/NikaKramer Iceland Airwaves-hátíðin nálgast nú óðfluga og vinna listamenn frá samtökunum Urban Nation Berlin nú hörðum höndum að því að koma upp vegglistaverkum sem prýða munu veggi í miðbænum. Verkin eru samstarfsverkefni tónlistarhátíðarinnar og samtakanna og bera yfirskriftina Wall Poetry 2015. Samtökin vinna með „street“-listamönnum um allan heim og munu þau árið 2017 opna fyrsta „urban-art“ safnið í heiminum. Safnið, sem verður til húsa í Berlín, verður á sex hæðum og þar verða vinnustofur tónlistar- og listamanna, sýningarrými auk íbúða fyrir listamenn. Framkvæmdastjóri samtakanna, Yasha Young, gaf sig á tal við stjórnendur Iceland Airwaves í fyrra og lagði verkefnið til. „Hún kom á Airwaves í fyrra, bað um fund með mér og við töluðum saman. Hún lagði þetta verkefni fyrir og ég hélt að hún væri bara dálítið brjáluð,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, og hlær.Verk eftir DEIH XLF á Vesturgötu upp úr laginu Waterfalls með hljómsveitinni Vök.Mynd/NikaKramerFljótlega kom í ljós að talsvert væri varið í verkefnið og hefur undirbúningur fyrir vegglistaverkin staðið yfir í um ár og mun menningarmálastjóri Berlínar meðal annars koma hingað til lands í tengslum við verkefnið og hitta borgaryfirvöld. Markmið verkefnisins er að sameina listform og listamenn víðsvegar að úr heiminum og notuðu vegglistamennirnir orð, ljóð eða texta frá tónlistarmönnum sem koma fram á hátíðinni sem innblástur fyrir verk sín. Verkin eru meðal annars á Gamla bíói og Sjávarútvegshúsinu á Skúlagötu. „Það sem er líka skemmtilegt og athyglisvert við þetta er hvað við áttum auðvelt með að fá samþykki frá stöðum eins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á Skúlagötu. Það var bara lítið mál og allir tóku okkur rosalega vel. Einu vandræðin voru sá veggur sem við héldum að við myndum eiga í minnstum vandræðum með, á Listaháskólanum á Sölvhólsgötu,“ segir Grímur og bætir við að það hafi vakið undrun aðstandenda verkefnisins enda um þekkta vegglistamenn að ræða og lítið mál að mála einfaldlega yfir verkin eftir að tónlistarhátíðinni lýkur.Listamaðurinn Ernest Zacharevic að mála á Hverfisgötu.Mynd/NikaKramerVegglistamennirnir hafa sjö til fjórtán daga til þess að ljúka við verkin og hófst vinnan um miðja síðustu viku og eru mörg verkanna farin að taka á sig ansi sterka mynd og því tilvalið að taka góðan göngutúr um miðborgina og berja listina augum. „Það sem maður á náttúrulega að gera er að ná í þessa tónlist, búa til play-lista og hlusta á tónlistina á meðan maður horfir á verkið. Þetta er ágætis göngutúr, aðeins út á Granda en ekki mikið lengra en það. Tilvalinn sunnudagslabbitúr með tíu laga play-lista,“ segir Grímur glaður í bragði. Iceland Airwaves-hátíðin er nú haldin í 17. sinn og segir Grímur aðstandendur að vonum spennta fyrir herlegheitunum en hátíðin hefst þann 4. nóvember næstkomandi. Mánuður er síðan dagskránni var lokað og segir hann undirbúning þegar hafinn fyrir næstu hátíð.Nánari dagskrá má kynna sér á Icelandairwaves.is. Airwaves Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira
Iceland Airwaves-hátíðin nálgast nú óðfluga og vinna listamenn frá samtökunum Urban Nation Berlin nú hörðum höndum að því að koma upp vegglistaverkum sem prýða munu veggi í miðbænum. Verkin eru samstarfsverkefni tónlistarhátíðarinnar og samtakanna og bera yfirskriftina Wall Poetry 2015. Samtökin vinna með „street“-listamönnum um allan heim og munu þau árið 2017 opna fyrsta „urban-art“ safnið í heiminum. Safnið, sem verður til húsa í Berlín, verður á sex hæðum og þar verða vinnustofur tónlistar- og listamanna, sýningarrými auk íbúða fyrir listamenn. Framkvæmdastjóri samtakanna, Yasha Young, gaf sig á tal við stjórnendur Iceland Airwaves í fyrra og lagði verkefnið til. „Hún kom á Airwaves í fyrra, bað um fund með mér og við töluðum saman. Hún lagði þetta verkefni fyrir og ég hélt að hún væri bara dálítið brjáluð,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, og hlær.Verk eftir DEIH XLF á Vesturgötu upp úr laginu Waterfalls með hljómsveitinni Vök.Mynd/NikaKramerFljótlega kom í ljós að talsvert væri varið í verkefnið og hefur undirbúningur fyrir vegglistaverkin staðið yfir í um ár og mun menningarmálastjóri Berlínar meðal annars koma hingað til lands í tengslum við verkefnið og hitta borgaryfirvöld. Markmið verkefnisins er að sameina listform og listamenn víðsvegar að úr heiminum og notuðu vegglistamennirnir orð, ljóð eða texta frá tónlistarmönnum sem koma fram á hátíðinni sem innblástur fyrir verk sín. Verkin eru meðal annars á Gamla bíói og Sjávarútvegshúsinu á Skúlagötu. „Það sem er líka skemmtilegt og athyglisvert við þetta er hvað við áttum auðvelt með að fá samþykki frá stöðum eins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á Skúlagötu. Það var bara lítið mál og allir tóku okkur rosalega vel. Einu vandræðin voru sá veggur sem við héldum að við myndum eiga í minnstum vandræðum með, á Listaháskólanum á Sölvhólsgötu,“ segir Grímur og bætir við að það hafi vakið undrun aðstandenda verkefnisins enda um þekkta vegglistamenn að ræða og lítið mál að mála einfaldlega yfir verkin eftir að tónlistarhátíðinni lýkur.Listamaðurinn Ernest Zacharevic að mála á Hverfisgötu.Mynd/NikaKramerVegglistamennirnir hafa sjö til fjórtán daga til þess að ljúka við verkin og hófst vinnan um miðja síðustu viku og eru mörg verkanna farin að taka á sig ansi sterka mynd og því tilvalið að taka góðan göngutúr um miðborgina og berja listina augum. „Það sem maður á náttúrulega að gera er að ná í þessa tónlist, búa til play-lista og hlusta á tónlistina á meðan maður horfir á verkið. Þetta er ágætis göngutúr, aðeins út á Granda en ekki mikið lengra en það. Tilvalinn sunnudagslabbitúr með tíu laga play-lista,“ segir Grímur glaður í bragði. Iceland Airwaves-hátíðin er nú haldin í 17. sinn og segir Grímur aðstandendur að vonum spennta fyrir herlegheitunum en hátíðin hefst þann 4. nóvember næstkomandi. Mánuður er síðan dagskránni var lokað og segir hann undirbúning þegar hafinn fyrir næstu hátíð.Nánari dagskrá má kynna sér á Icelandairwaves.is.
Airwaves Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira