Splunkunýtt myndband með Skurken Stefán Árni Pálsson skrifar 30. september 2015 19:30 Lagið heitir Straumur. vísir Raftónlistarmaðurinn Skurken hefur gefið út nýtt myndband við lagið Straumur sem er frumsýnt á Vísi hér að neðan. Breiðskífa með sveitinni kom út í september og er fáanleg á geisladiskaformi og stafrænt. Platan ber nafnið Nónfjall en um er að ræða fjórðu breiðskífu hans. Breiðskífan, sem er fáanleg í öllum betri búðum, er myndræn, dýnamísk og stemningafull - og haldbær sönnun þess að hið hreinræktaða heiladansform lifir enn góðu lífi. Jóhann Ómarsson (Skurken) er fæddur í Reykjavík árið 1977. Hann hefur lengi vel verið einn virtasti raftónlistarmaður landsins og eftir hann liggja þó nokkrar útgáfur. Síðasta breiðskífan hans Gilsbakki, sem kom út á vegum Möller Records árið 2011, fékk rífandi dóma hjá gagnrýnendum. Hann er einnig einn af stofnendum Möller Records, sem hafa staðið að útgáfu á íslenskri raftónlist í hartnær fjögur ár. Þar er Raftónar , íslenskt útgáfufyrirtæki, sem gefur plötuna út en fyrirtækið hefur, að mestu, einbeitt sér á erlendan markað. Skurken - Straumur (Official Video) from Raftonar on Vimeo. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Raftónlistarmaðurinn Skurken hefur gefið út nýtt myndband við lagið Straumur sem er frumsýnt á Vísi hér að neðan. Breiðskífa með sveitinni kom út í september og er fáanleg á geisladiskaformi og stafrænt. Platan ber nafnið Nónfjall en um er að ræða fjórðu breiðskífu hans. Breiðskífan, sem er fáanleg í öllum betri búðum, er myndræn, dýnamísk og stemningafull - og haldbær sönnun þess að hið hreinræktaða heiladansform lifir enn góðu lífi. Jóhann Ómarsson (Skurken) er fæddur í Reykjavík árið 1977. Hann hefur lengi vel verið einn virtasti raftónlistarmaður landsins og eftir hann liggja þó nokkrar útgáfur. Síðasta breiðskífan hans Gilsbakki, sem kom út á vegum Möller Records árið 2011, fékk rífandi dóma hjá gagnrýnendum. Hann er einnig einn af stofnendum Möller Records, sem hafa staðið að útgáfu á íslenskri raftónlist í hartnær fjögur ár. Þar er Raftónar , íslenskt útgáfufyrirtæki, sem gefur plötuna út en fyrirtækið hefur, að mestu, einbeitt sér á erlendan markað. Skurken - Straumur (Official Video) from Raftonar on Vimeo.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira