Innlent

Sjö mánaða fangelsi fyrir ýmis af­brot

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda dóminn.
Ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda dóminn. vísir/heiða

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tæplega tvítugan karlmann í sjö mánaða fangelsi fyrir ýmis hegningar-, vopna-, fíkniefna- og umferðarlagabrot.

Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi en honum var gert að sök að hafa ekið í tvígang bifreið undir áhrifum MDMA þrátt fyrir að vera sviptur ökuréttindum. Þá varð hann í fjórgang uppvís að þjófnaði en hann stal meðal annars hátölurum, hörðum diskum og verkfærum svo fátt eitt sé nefnt.  Að auki braust hann inn í bifreið og var í tvígang handtekinn með marijúana á sér.

Maðurinn var fyrr á þessu ári dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og rauf því skilorð með áðurtöldum brotum. Ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda dóminn nú. Að auki var hann sviptur ökuréttindum í þrjú ár og gert að greiða allan sakarkostnað. Þá var hnúajárn, vasahnífur og fíkniefni sem fundust í fórum hans gerð upptæk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×