Full Circle er fyrsti singúll hljómsveitarinnar og var hann unnin með Þórarni Guðnasyni úr Agent Fresco og Styrmi Haukssyni.
Ceasetone byrjaði sem sólóverkefni Hafsteins Þráinssonar en bætti síðar við sig þremur öðrum meðlimum. Hafsteinn hefur vakið mikla athygli fyrir gítarleik sinn og hefur að undanförnu verið að spila með Agent Fresco af tilefni af nýútgefinni plötu þeirra, Destrier.
Hafsteinn mun spila með sveitinni á útgáfutónleikum þeirra sem og á Iceland Airwaves.