Bílskúrinn: Sögur frá Singapúr Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. september 2015 21:45 Ferrari liðið fagnar góðum árangri í keppninni. Vísir/Getty Sebastian Vettel vann á Ferrari, Lewis Hamilton hætti keppni á Mercedes og titilbarátta ökumanna lifnaði við. Keppnin í Singapúr var viðburðarík og skemmtileg. Farið verður yfir þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Nico Rosberg er hér kominn fram úr Lewis Hamilton eftir að bíll Bretans missti afl.Vísir/GettyMartraðir MercedesMercedes liðið hefur hingað til verið lang sterkasta liðið. Síðan nýju vélarnar voru kynntar til leiks við upphaf árs 2014 hefur enginn átt alvöru möguleika á að skáka Mercedes. Í Singapúr var þó aðeins annað uppi á teningnum. Ferrari og Red Bull gerðu sig líkleg til árangurs strax á æfingum. Tveir fljótustu mennirnir í tímatökunni, Sebastian Vettel á Ferrari og Daniel Ricciardo á Red Bull höfðu báðir orð á því að þeir höfðu gert ráð fyrir meiri keppni frá Mercedes. Þeir héldu eins og svo margir að Mercedes væri ekki í vandræðum heldur væri liðið einfaldlega að beita herkænsku. Allt kom fyrir ekki, hið almáttuga Mercedes lið hrapaði af himnum og ökumenn þess höfnuðu í fimmta og sjötta sæti á ráslínu. Ekki tók betra við í keppninni sjálfri. Hamilton hætti keppni eftir að bíllinn missti afl. Nico Rosberg kom í mark í fjórða sæti og náði í 12 mikilvæg stig. Japanski kappaksturinn fer fram næstu helgi. Þá kemur í ljós hvort erfiðleikar Mercedes liðsins voru bundnir við eina braut eða hvort þetta ástand mun vara eitthvað lengur.Arrivabene er myndarlegur maður en hvort það sé æskilegt að hann fari að bera sig mikið, dæmir hver fyrir sig.Vísir/gettyEr nektarhlaup á dagskrá Arrivabene?Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari kallaði það jafngildi þess að verða heimsmeistari að vinna þrjár keppnir á tímabilinu. Hann lofaði um leið að hlaupa í skóm einum fata upp brekku sem er við höfuðstöðvar liðsins í Maranello á Ítalíu ef Ferrari ynni fjórar keppnir. Nú er svo komið að Ferrari hefur unnið þrjár keppnir. Ef Mercedes heldur áfram uppteknum hætti í Japan þá er ansi líklegt að Arrivabene þurfi að fara að finna hlaupaskóna. Ætli formið sem Ferrari sýndi í Singapúr sé raunveruleg staða gagvart Mercedes? Orðið á þjónustusvæðinu er að nýja uppfærslan á Ferrari vélinni geri hana jafn öfluga nýjustu Mercedes vélinni. Ef rétt reynist má gera ráð fyrir spennandi keppnum á næstunni.Hulkenberg endaði á varnarvegg, reykurinn er úr dekkjum og bremsum.Vísir/GettyNico Hulkenberg gegn Felipe Massa Fyrri öryggisbíllinn kom út í kjölfar áreksturs Nico Hulkenberg og Felipe Massa þegar sá síðarnefndi var að koma út af þjónustusvæðinu. Þeir ætluðu að vera á sama fermetranum á brautinni á sama tíma. Það gengur ekki upp. Hulkenberg hefur fengið úthlutað refsingu í kjölfarið, þrátt fyrir að atvikið hafi bunið enda á keppni hans. Hann verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínu í Japan. Massa þurfti að koma inn á þjónstusvæðið aftur og fá ný dekk því loft tók að leka úr einu þeirra sem var undir við höggið. Dómarar keppninnar mátu atvikið þannig að Hulkenberg hefði átt að gera ráð fyrir að Massa væri við hlið sér, enda var Massa kominn að minnsta kosti með hálfan sinn bíl samsíða bíl Hulkenberg.Max Verstappen var vægast sagt sprækur um helgina.Vísir/GettyMaður keppninnarMax Verstappen, já það er engin ástæða til að byggja upp spennu. Fyrir þá sem horfðu á keppnina ætti þetta að vera augljóst. Verstappen sat eftir í ræsingu, bíllinn drap á sér. Honum var ýtt inn á þjónustusvæðið og þar var hann endurræstur. Þá var hann orðinn rúmum hring á eftir öllum. Ökumaðurinn ungi tók sig til og keyrði eins og bíllinn gat borið hann og endaði í áttunda sæti. Einu sæti á undan liðsfélaga sínum hjá Toro Rosso, Carlos Sainz. Verstappen sannaði um á sunnudaginn hið fornkveðna, að maður á aldrei að gefast upp. Undir lok keppninnar eltu Toro Rosso menn Sergio Perez á Force India. Verstappen var á undan Sainz á slitnari dekkjum. Verstappen var beðinn um að hleypa Sainz fram úr í talstöðinni, svo Sainz gæti reynt að taka fram úr Perez. Svar táningsins var einfalt: „Nei“. Eftir keppnina tók Franz Tost, keppnisstjóri Toro Rosso hlið Verstappen og sagði að Sainz hefði aldrei komist nógu nálægt til að réttlætanlegt hefði verið að hleypa honum fram úr. Verstappen útskýrði viðbrögð sín þannig að pabbi hans hefði sagt honum að ef hann færi að hleypa fólki fram úr þá myndi hann aldrei skapa sér virðingu meðal annarra ökumanna.Rosberg var rólegur eftir að Hamilton hætti.Vísir/GettyNico Rosberg minnkar muninn Meðan Hamilton sat í bílskúrnum keyrði Rosberg hring eftir hring og kom í mark í fjórða sæti. 12 stig í hús og munurinn minnkar í 41 stig. Hamilton er efstur í stigakeppni ökumanna með 252 stig og Rosberg næstur með 211. Vettel tók stærstu sneiðina úr forystu-köku Hamilton. Vettel er 49 stigum á eftir breska ökumanninum með 203 stig. Liðsfélagi hans, Kimi Raikkonen rekur lest þeirra sem enn geta orðið heimsmeistarar með 107 stig. Rosberg er þá ennþá næstur að taka við ef Hamilton missir mikið fleiri stig. Það gefur þó auga leið að ef vandræði Mercedes eru komin til að vera er Vettel líklegur senuþjófur. Formúla Tengdar fréttir Pastor Maldonado áfram hjá Lotus 2016 Lotus liðið hefur staðfest að Pastor Maldonado haldi sæti sínu hjá liðinu á næsta ári. Enn er óvíst hver verður liðsfélagi hans. 21. september 2015 09:00 Vettel: Við verðum á útopnu héðan í frá Sebastian Vettel ók örugglega í dag og var aldrei ógnað. Hann stjórnaði bilinu á milli sín og Daniel Ricciardo að því er virtist auðveldlega. Hver sagði hvað eftir keppnina? 20. september 2015 22:00 Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari náði ráspól, Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 19. september 2015 13:45 Sebastian Vettel vann í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark. Daniel Ricciardo varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen þriðji á Ferrari. Lewis Hamilton hætti keppni. 20. september 2015 13:55 Wolff: Við tókum risavaxið skref aftur á bak Sebastian Vettel náði sinum fyrsta ráspól fyrir Ferrari í Singapúr. Þetta er einn mikilvægasti ráspóll ársins, enda erfitt að taka fram úr. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 19. september 2015 19:30 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel vann á Ferrari, Lewis Hamilton hætti keppni á Mercedes og titilbarátta ökumanna lifnaði við. Keppnin í Singapúr var viðburðarík og skemmtileg. Farið verður yfir þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Nico Rosberg er hér kominn fram úr Lewis Hamilton eftir að bíll Bretans missti afl.Vísir/GettyMartraðir MercedesMercedes liðið hefur hingað til verið lang sterkasta liðið. Síðan nýju vélarnar voru kynntar til leiks við upphaf árs 2014 hefur enginn átt alvöru möguleika á að skáka Mercedes. Í Singapúr var þó aðeins annað uppi á teningnum. Ferrari og Red Bull gerðu sig líkleg til árangurs strax á æfingum. Tveir fljótustu mennirnir í tímatökunni, Sebastian Vettel á Ferrari og Daniel Ricciardo á Red Bull höfðu báðir orð á því að þeir höfðu gert ráð fyrir meiri keppni frá Mercedes. Þeir héldu eins og svo margir að Mercedes væri ekki í vandræðum heldur væri liðið einfaldlega að beita herkænsku. Allt kom fyrir ekki, hið almáttuga Mercedes lið hrapaði af himnum og ökumenn þess höfnuðu í fimmta og sjötta sæti á ráslínu. Ekki tók betra við í keppninni sjálfri. Hamilton hætti keppni eftir að bíllinn missti afl. Nico Rosberg kom í mark í fjórða sæti og náði í 12 mikilvæg stig. Japanski kappaksturinn fer fram næstu helgi. Þá kemur í ljós hvort erfiðleikar Mercedes liðsins voru bundnir við eina braut eða hvort þetta ástand mun vara eitthvað lengur.Arrivabene er myndarlegur maður en hvort það sé æskilegt að hann fari að bera sig mikið, dæmir hver fyrir sig.Vísir/gettyEr nektarhlaup á dagskrá Arrivabene?Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari kallaði það jafngildi þess að verða heimsmeistari að vinna þrjár keppnir á tímabilinu. Hann lofaði um leið að hlaupa í skóm einum fata upp brekku sem er við höfuðstöðvar liðsins í Maranello á Ítalíu ef Ferrari ynni fjórar keppnir. Nú er svo komið að Ferrari hefur unnið þrjár keppnir. Ef Mercedes heldur áfram uppteknum hætti í Japan þá er ansi líklegt að Arrivabene þurfi að fara að finna hlaupaskóna. Ætli formið sem Ferrari sýndi í Singapúr sé raunveruleg staða gagvart Mercedes? Orðið á þjónustusvæðinu er að nýja uppfærslan á Ferrari vélinni geri hana jafn öfluga nýjustu Mercedes vélinni. Ef rétt reynist má gera ráð fyrir spennandi keppnum á næstunni.Hulkenberg endaði á varnarvegg, reykurinn er úr dekkjum og bremsum.Vísir/GettyNico Hulkenberg gegn Felipe Massa Fyrri öryggisbíllinn kom út í kjölfar áreksturs Nico Hulkenberg og Felipe Massa þegar sá síðarnefndi var að koma út af þjónustusvæðinu. Þeir ætluðu að vera á sama fermetranum á brautinni á sama tíma. Það gengur ekki upp. Hulkenberg hefur fengið úthlutað refsingu í kjölfarið, þrátt fyrir að atvikið hafi bunið enda á keppni hans. Hann verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínu í Japan. Massa þurfti að koma inn á þjónstusvæðið aftur og fá ný dekk því loft tók að leka úr einu þeirra sem var undir við höggið. Dómarar keppninnar mátu atvikið þannig að Hulkenberg hefði átt að gera ráð fyrir að Massa væri við hlið sér, enda var Massa kominn að minnsta kosti með hálfan sinn bíl samsíða bíl Hulkenberg.Max Verstappen var vægast sagt sprækur um helgina.Vísir/GettyMaður keppninnarMax Verstappen, já það er engin ástæða til að byggja upp spennu. Fyrir þá sem horfðu á keppnina ætti þetta að vera augljóst. Verstappen sat eftir í ræsingu, bíllinn drap á sér. Honum var ýtt inn á þjónustusvæðið og þar var hann endurræstur. Þá var hann orðinn rúmum hring á eftir öllum. Ökumaðurinn ungi tók sig til og keyrði eins og bíllinn gat borið hann og endaði í áttunda sæti. Einu sæti á undan liðsfélaga sínum hjá Toro Rosso, Carlos Sainz. Verstappen sannaði um á sunnudaginn hið fornkveðna, að maður á aldrei að gefast upp. Undir lok keppninnar eltu Toro Rosso menn Sergio Perez á Force India. Verstappen var á undan Sainz á slitnari dekkjum. Verstappen var beðinn um að hleypa Sainz fram úr í talstöðinni, svo Sainz gæti reynt að taka fram úr Perez. Svar táningsins var einfalt: „Nei“. Eftir keppnina tók Franz Tost, keppnisstjóri Toro Rosso hlið Verstappen og sagði að Sainz hefði aldrei komist nógu nálægt til að réttlætanlegt hefði verið að hleypa honum fram úr. Verstappen útskýrði viðbrögð sín þannig að pabbi hans hefði sagt honum að ef hann færi að hleypa fólki fram úr þá myndi hann aldrei skapa sér virðingu meðal annarra ökumanna.Rosberg var rólegur eftir að Hamilton hætti.Vísir/GettyNico Rosberg minnkar muninn Meðan Hamilton sat í bílskúrnum keyrði Rosberg hring eftir hring og kom í mark í fjórða sæti. 12 stig í hús og munurinn minnkar í 41 stig. Hamilton er efstur í stigakeppni ökumanna með 252 stig og Rosberg næstur með 211. Vettel tók stærstu sneiðina úr forystu-köku Hamilton. Vettel er 49 stigum á eftir breska ökumanninum með 203 stig. Liðsfélagi hans, Kimi Raikkonen rekur lest þeirra sem enn geta orðið heimsmeistarar með 107 stig. Rosberg er þá ennþá næstur að taka við ef Hamilton missir mikið fleiri stig. Það gefur þó auga leið að ef vandræði Mercedes eru komin til að vera er Vettel líklegur senuþjófur.
Formúla Tengdar fréttir Pastor Maldonado áfram hjá Lotus 2016 Lotus liðið hefur staðfest að Pastor Maldonado haldi sæti sínu hjá liðinu á næsta ári. Enn er óvíst hver verður liðsfélagi hans. 21. september 2015 09:00 Vettel: Við verðum á útopnu héðan í frá Sebastian Vettel ók örugglega í dag og var aldrei ógnað. Hann stjórnaði bilinu á milli sín og Daniel Ricciardo að því er virtist auðveldlega. Hver sagði hvað eftir keppnina? 20. september 2015 22:00 Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari náði ráspól, Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 19. september 2015 13:45 Sebastian Vettel vann í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark. Daniel Ricciardo varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen þriðji á Ferrari. Lewis Hamilton hætti keppni. 20. september 2015 13:55 Wolff: Við tókum risavaxið skref aftur á bak Sebastian Vettel náði sinum fyrsta ráspól fyrir Ferrari í Singapúr. Þetta er einn mikilvægasti ráspóll ársins, enda erfitt að taka fram úr. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 19. september 2015 19:30 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Pastor Maldonado áfram hjá Lotus 2016 Lotus liðið hefur staðfest að Pastor Maldonado haldi sæti sínu hjá liðinu á næsta ári. Enn er óvíst hver verður liðsfélagi hans. 21. september 2015 09:00
Vettel: Við verðum á útopnu héðan í frá Sebastian Vettel ók örugglega í dag og var aldrei ógnað. Hann stjórnaði bilinu á milli sín og Daniel Ricciardo að því er virtist auðveldlega. Hver sagði hvað eftir keppnina? 20. september 2015 22:00
Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari náði ráspól, Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 19. september 2015 13:45
Sebastian Vettel vann í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark. Daniel Ricciardo varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen þriðji á Ferrari. Lewis Hamilton hætti keppni. 20. september 2015 13:55
Wolff: Við tókum risavaxið skref aftur á bak Sebastian Vettel náði sinum fyrsta ráspól fyrir Ferrari í Singapúr. Þetta er einn mikilvægasti ráspóll ársins, enda erfitt að taka fram úr. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 19. september 2015 19:30