Allegri: Ég er ekki reiður heldur svekktur Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 10:00 Leikmenn Frosinone fögnuðu jöfnunarmarkinu og jafnteflinu eins og heimsmeistarar. vísir/getty Massimiliano Allegri, þjálfara Juventus, var ekki skemmt yfir úrslitum sinna manna í gær, en Ítalíumeistararnir gerðu 1-1 jafntefli við smáliðið Frosinone í fimmtu umferð Seríu A. Juventus byrjar nýtt tímabil hræðilega, en það tapaði fyrstu tveimur leikjunum og gerði svo jafntefli áður en það innbyrti loks sigur gegn Genoa um síðustu helgi. Meistararnir fengu svo kjörið tækifæri til að vinna annan sigurinn í röð þegar nýliðar Frosnione, sem eru að spila í Seríu A í fyrsta sinn í sögu félagsins, mættu í heimsókn. Frosinone var búið að tapa öllum fjórum leikjum sínum í deildinni fyrir gærkvöldið og aðeins búið að skora eitt mark. Það var eftir sjö mínútur í fyrsta leik. Juventus var miklu betra liðið í gær en nýtti aðeins eitt færi. Í raun fékk Juventus mikla hjálp við að skora því Leonardo Blanchard, miðvörður Frosinone, stýrði skoti Simone Zaza í netið á 50. mínútu. Það var svo í uppbótartíma sem Juventus var refsað fyrir að nýta ekki færin þegar Blanchard bætti upp fyrir mistökin með fallegu skallamarki eftir horn, 1-1. Fyrsta stig Frosinone í sögunni í Seríu A og það fékkst á heimavelli meistaranna. „Er ég reiður? Nei. Ég er bara svekktur,“ sagði draugfúll Allegri við blaðamenn eftir leikinn í gærkvöldi. „Það var bara við hæfi að við fengum á okkur mark eftir horn undir lokin því við réðum ekkert við atburðarásina og gáfum þeim færi á að jafna leikinn.“ „Við erum alltaf að reyna að gera eitthvað voða flott í staðinn fyrir að stýra bara spilinu. Fyrir það gjöldum við með mörgum stigum. Því miður er staðan þannig núna að við getum unnið alla og tapað fyrir öllum,“ sagði Massimiliano Allegri. Ítalski boltinn Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Massimiliano Allegri, þjálfara Juventus, var ekki skemmt yfir úrslitum sinna manna í gær, en Ítalíumeistararnir gerðu 1-1 jafntefli við smáliðið Frosinone í fimmtu umferð Seríu A. Juventus byrjar nýtt tímabil hræðilega, en það tapaði fyrstu tveimur leikjunum og gerði svo jafntefli áður en það innbyrti loks sigur gegn Genoa um síðustu helgi. Meistararnir fengu svo kjörið tækifæri til að vinna annan sigurinn í röð þegar nýliðar Frosnione, sem eru að spila í Seríu A í fyrsta sinn í sögu félagsins, mættu í heimsókn. Frosinone var búið að tapa öllum fjórum leikjum sínum í deildinni fyrir gærkvöldið og aðeins búið að skora eitt mark. Það var eftir sjö mínútur í fyrsta leik. Juventus var miklu betra liðið í gær en nýtti aðeins eitt færi. Í raun fékk Juventus mikla hjálp við að skora því Leonardo Blanchard, miðvörður Frosinone, stýrði skoti Simone Zaza í netið á 50. mínútu. Það var svo í uppbótartíma sem Juventus var refsað fyrir að nýta ekki færin þegar Blanchard bætti upp fyrir mistökin með fallegu skallamarki eftir horn, 1-1. Fyrsta stig Frosinone í sögunni í Seríu A og það fékkst á heimavelli meistaranna. „Er ég reiður? Nei. Ég er bara svekktur,“ sagði draugfúll Allegri við blaðamenn eftir leikinn í gærkvöldi. „Það var bara við hæfi að við fengum á okkur mark eftir horn undir lokin því við réðum ekkert við atburðarásina og gáfum þeim færi á að jafna leikinn.“ „Við erum alltaf að reyna að gera eitthvað voða flott í staðinn fyrir að stýra bara spilinu. Fyrir það gjöldum við með mörgum stigum. Því miður er staðan þannig núna að við getum unnið alla og tapað fyrir öllum,“ sagði Massimiliano Allegri.
Ítalski boltinn Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira