Allegri: Ég er ekki reiður heldur svekktur Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 10:00 Leikmenn Frosinone fögnuðu jöfnunarmarkinu og jafnteflinu eins og heimsmeistarar. vísir/getty Massimiliano Allegri, þjálfara Juventus, var ekki skemmt yfir úrslitum sinna manna í gær, en Ítalíumeistararnir gerðu 1-1 jafntefli við smáliðið Frosinone í fimmtu umferð Seríu A. Juventus byrjar nýtt tímabil hræðilega, en það tapaði fyrstu tveimur leikjunum og gerði svo jafntefli áður en það innbyrti loks sigur gegn Genoa um síðustu helgi. Meistararnir fengu svo kjörið tækifæri til að vinna annan sigurinn í röð þegar nýliðar Frosnione, sem eru að spila í Seríu A í fyrsta sinn í sögu félagsins, mættu í heimsókn. Frosinone var búið að tapa öllum fjórum leikjum sínum í deildinni fyrir gærkvöldið og aðeins búið að skora eitt mark. Það var eftir sjö mínútur í fyrsta leik. Juventus var miklu betra liðið í gær en nýtti aðeins eitt færi. Í raun fékk Juventus mikla hjálp við að skora því Leonardo Blanchard, miðvörður Frosinone, stýrði skoti Simone Zaza í netið á 50. mínútu. Það var svo í uppbótartíma sem Juventus var refsað fyrir að nýta ekki færin þegar Blanchard bætti upp fyrir mistökin með fallegu skallamarki eftir horn, 1-1. Fyrsta stig Frosinone í sögunni í Seríu A og það fékkst á heimavelli meistaranna. „Er ég reiður? Nei. Ég er bara svekktur,“ sagði draugfúll Allegri við blaðamenn eftir leikinn í gærkvöldi. „Það var bara við hæfi að við fengum á okkur mark eftir horn undir lokin því við réðum ekkert við atburðarásina og gáfum þeim færi á að jafna leikinn.“ „Við erum alltaf að reyna að gera eitthvað voða flott í staðinn fyrir að stýra bara spilinu. Fyrir það gjöldum við með mörgum stigum. Því miður er staðan þannig núna að við getum unnið alla og tapað fyrir öllum,“ sagði Massimiliano Allegri. Ítalski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira
Massimiliano Allegri, þjálfara Juventus, var ekki skemmt yfir úrslitum sinna manna í gær, en Ítalíumeistararnir gerðu 1-1 jafntefli við smáliðið Frosinone í fimmtu umferð Seríu A. Juventus byrjar nýtt tímabil hræðilega, en það tapaði fyrstu tveimur leikjunum og gerði svo jafntefli áður en það innbyrti loks sigur gegn Genoa um síðustu helgi. Meistararnir fengu svo kjörið tækifæri til að vinna annan sigurinn í röð þegar nýliðar Frosnione, sem eru að spila í Seríu A í fyrsta sinn í sögu félagsins, mættu í heimsókn. Frosinone var búið að tapa öllum fjórum leikjum sínum í deildinni fyrir gærkvöldið og aðeins búið að skora eitt mark. Það var eftir sjö mínútur í fyrsta leik. Juventus var miklu betra liðið í gær en nýtti aðeins eitt færi. Í raun fékk Juventus mikla hjálp við að skora því Leonardo Blanchard, miðvörður Frosinone, stýrði skoti Simone Zaza í netið á 50. mínútu. Það var svo í uppbótartíma sem Juventus var refsað fyrir að nýta ekki færin þegar Blanchard bætti upp fyrir mistökin með fallegu skallamarki eftir horn, 1-1. Fyrsta stig Frosinone í sögunni í Seríu A og það fékkst á heimavelli meistaranna. „Er ég reiður? Nei. Ég er bara svekktur,“ sagði draugfúll Allegri við blaðamenn eftir leikinn í gærkvöldi. „Það var bara við hæfi að við fengum á okkur mark eftir horn undir lokin því við réðum ekkert við atburðarásina og gáfum þeim færi á að jafna leikinn.“ „Við erum alltaf að reyna að gera eitthvað voða flott í staðinn fyrir að stýra bara spilinu. Fyrir það gjöldum við með mörgum stigum. Því miður er staðan þannig núna að við getum unnið alla og tapað fyrir öllum,“ sagði Massimiliano Allegri.
Ítalski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira