Þegar Dagur átti að bóka Beyoncé en bókaði óvart Leoncie Sif Sigmarsdóttir skrifar 25. september 2015 07:00 Vá. Eitt augnablik hélt ég að Dagur B. Eggertsson hefði sparkað í hvolp, keyrt yfir pandabjörn, selt fjallkonuna í nektardans á Goldfinger, sagst ekki ætla að fylgjast með EM í fótbolta, safnað Hitlers-skeggi og gert innrás í Pólland. Harmakveinin yfir ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur um að sniðganga vörur frá Ísrael minntu á laglausan grátkór stuðningsfélags milljónamæringa með ofdekrunarröskun. Einsöng söng annars vegar H2O-mógúllinn Jón Ólafsson sem flutti aríu um mikilvægi þess að koma í veg fyrir ofþornun fólks úti í heimi sem þjáist af svo mikilli velmegunarfirringu að það telur sig hafið yfir vatnskranann og hins vegar borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem tók að sér að syngja „All the single ladies“ þegar „viðburðastjórinn“ Dagur sem átti að bóka Beyoncé bókaði óvart Leoncie. Tónleikunum stjórnaði bankastjóri Arion banka sem mundaði tónsprotann af innblásinni góðærisleikni er hann túlkaði lýðræðið sem vettvang almúgans til að velja það fólk sem hann segði svo fyrir verkum.Óður flokkur af hungruðum úlfum Það var erfitt að halda kjánahrollinum í skefjum yfir aukafundi borgarstjórnar síðastliðið þriðjudagskvöld þar sem viðskiptabann gegn vörum frá Ísrael var dregið til baka. Þangað var minnihlutinn mættur eins og óður flokkur af hungruðum úlfum sem fundið hafði blóðlykt af særðri bráð. Það væri svo sem ekkert athugavert við það að minnihlutinn gerði sér mat úr meintum mistökum meirihlutans ef það liti ekki út eins og þau gerðu sér mat úr hrísgrjónaskál sem þau hrifsuðu af sveltandi barni í Eþíópíu, hrærðu út í smá tröffluolíu, sáldruðu gullkurli yfir og bæru fram með snittubrauði og heimalagaðri sjálfumgleði. Undir haugi af nasistasamlíkingum, afsagnarupphrópunum og leikrænum yfirlýsingum um endalok alheimsins týndist mergurinn málsins: Á hinum hernumdu svæðum Palestínu býr fólk í rústum heimalands síns við kúgun, ofbeldi, fátækt og eymd í boði Ísraels. Ísraelsmenn hafa engan rétt til yfirráða á hernámssvæðunum í Palestínu. Herseta Ísraelsmanna á herteknu svæðunum brýtur í bága við alþjóðalög og er í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. En kannski var ég að misskilja eitthvað. Kannski er það ekki hlutverk stjórnmálamanna að fást við það sem raunverulega skiptir máli í heiminum.Karlar með gröfur Árið 2009 var Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og „venjuleg kona úr Kópavoginum“, óvænt kjörin inn á þing fyrir Borgarahreyfinguna þar sem hún sat eitt kjörtímabil. Um síðustu jól kom út eftir Margréti bókin Útistöður þar sem hún segir frá reynslu sinni af því að starfa í stjórnmálum. Glöggt er gests augað og er bók Margrétar uppfull af frásögnum af atburðum og ákvörðunum sem komu henni spánskt fyrir sjónir. Í upphafi kjörtímabilsins átti Margrét sæti í því sem hún kallar „mestu testósterón-nefnd allra tíma“: Iðnaðarnefnd. Þar virtist marga nefndarmenn dreyma um álver og gröfur allar nætur og stóðu sumir í þeirri trú að ekki væri um alvöru atvinnusköpun að ræða nema stórvirkar vinnuvélar væru liður í áætluninni. „Margir landsbyggðarþingmenn lögðu mikla áherslu á vegalagningu og gangagerð hingað og þangað,“ segir Margrét. „Stundum var framkvæmdin þörf en stundum virtist bara einhvern karl með gröfu vanta verkefni.“ Í ljós kom að það var ekki aðeins á sviði samgöngumannvirkja sem gröfur stýrðu ákvörðunum og trompuðu þarfir fólks, óskir og almenna skynsemi. Það sama var uppi á teningnum þegar kom að byggingu hjúkrunarheimila. Flest fólk kýs að vera heima hjá sér eins lengi og það getur en fær ekki til þess nægilega aðstoð. Athuganir benda til þess að ódýrara sé að veita fólki aðstoð heima en á stofnun. Margréti reiknast til í bók sinni að veita mætti þjónustu heima í 28 klukkustundir á viku fyrir þá upphæð sem hið opinbera greiðir með fólki á öldrunarstofnun. „Samt þýddi lítið á niðurskurðartímum að benda á að hægt væri að skapa fleiri umönnunarstörf með því að veita meiri og betri þjónustu heima,“ segir Margrét. „Ekkert virtist teljast með nema það væri úr steinsteypu.“ Það keyrði um þverbak á fundi með þingmönnum Suðurkjördæmis þegar einn sveitarstjórnarmanna hvatti Margréti og félaga til að þrýsta á um að byggð yrðu hjúkrunarheimili á svæðinu sem fyrst. Af hverju? Jú, það voru svo margir verktakar verkefnalausir í kreppunni. Þetta hafði ekkert með aldraða að gera.Minni hagsmunir toppa meiri Borgarstjórn Reykjavíkur var ekki að finna upp hjólið með viðskiptabanni á Ísrael. Viðskiptaþvinganir eru viðurkennd leið til að reka ríkisstjórnir til að virða mannréttindi og alþjóðalög. En það er líklega til of mikils mælst að íslenskir stjórnmálamenn láti sig stóru málin varða. Eins og kemur berlega fram í bók Margrétar Tryggvadóttur lifa þeir og hrærast í annarri vídd en við hin, einhvers konar hliðar heimi þar sem lögmál MORFÍS, rökræðukeppni framhaldsskólanna, hefur leyst af hólmi lögmál þyngdaraflsins svo að þeir svífa um í siðferðilegu tómarúmi og láta eins og hvítt sé svart og svart sé hvítt, að hugmyndafræði toppi skynsemi, minni hagsmunir toppi meiri, menn með gröfur trompi gamalmenni og peningar sárþjáð fólk í útlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Vá. Eitt augnablik hélt ég að Dagur B. Eggertsson hefði sparkað í hvolp, keyrt yfir pandabjörn, selt fjallkonuna í nektardans á Goldfinger, sagst ekki ætla að fylgjast með EM í fótbolta, safnað Hitlers-skeggi og gert innrás í Pólland. Harmakveinin yfir ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur um að sniðganga vörur frá Ísrael minntu á laglausan grátkór stuðningsfélags milljónamæringa með ofdekrunarröskun. Einsöng söng annars vegar H2O-mógúllinn Jón Ólafsson sem flutti aríu um mikilvægi þess að koma í veg fyrir ofþornun fólks úti í heimi sem þjáist af svo mikilli velmegunarfirringu að það telur sig hafið yfir vatnskranann og hins vegar borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem tók að sér að syngja „All the single ladies“ þegar „viðburðastjórinn“ Dagur sem átti að bóka Beyoncé bókaði óvart Leoncie. Tónleikunum stjórnaði bankastjóri Arion banka sem mundaði tónsprotann af innblásinni góðærisleikni er hann túlkaði lýðræðið sem vettvang almúgans til að velja það fólk sem hann segði svo fyrir verkum.Óður flokkur af hungruðum úlfum Það var erfitt að halda kjánahrollinum í skefjum yfir aukafundi borgarstjórnar síðastliðið þriðjudagskvöld þar sem viðskiptabann gegn vörum frá Ísrael var dregið til baka. Þangað var minnihlutinn mættur eins og óður flokkur af hungruðum úlfum sem fundið hafði blóðlykt af særðri bráð. Það væri svo sem ekkert athugavert við það að minnihlutinn gerði sér mat úr meintum mistökum meirihlutans ef það liti ekki út eins og þau gerðu sér mat úr hrísgrjónaskál sem þau hrifsuðu af sveltandi barni í Eþíópíu, hrærðu út í smá tröffluolíu, sáldruðu gullkurli yfir og bæru fram með snittubrauði og heimalagaðri sjálfumgleði. Undir haugi af nasistasamlíkingum, afsagnarupphrópunum og leikrænum yfirlýsingum um endalok alheimsins týndist mergurinn málsins: Á hinum hernumdu svæðum Palestínu býr fólk í rústum heimalands síns við kúgun, ofbeldi, fátækt og eymd í boði Ísraels. Ísraelsmenn hafa engan rétt til yfirráða á hernámssvæðunum í Palestínu. Herseta Ísraelsmanna á herteknu svæðunum brýtur í bága við alþjóðalög og er í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. En kannski var ég að misskilja eitthvað. Kannski er það ekki hlutverk stjórnmálamanna að fást við það sem raunverulega skiptir máli í heiminum.Karlar með gröfur Árið 2009 var Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og „venjuleg kona úr Kópavoginum“, óvænt kjörin inn á þing fyrir Borgarahreyfinguna þar sem hún sat eitt kjörtímabil. Um síðustu jól kom út eftir Margréti bókin Útistöður þar sem hún segir frá reynslu sinni af því að starfa í stjórnmálum. Glöggt er gests augað og er bók Margrétar uppfull af frásögnum af atburðum og ákvörðunum sem komu henni spánskt fyrir sjónir. Í upphafi kjörtímabilsins átti Margrét sæti í því sem hún kallar „mestu testósterón-nefnd allra tíma“: Iðnaðarnefnd. Þar virtist marga nefndarmenn dreyma um álver og gröfur allar nætur og stóðu sumir í þeirri trú að ekki væri um alvöru atvinnusköpun að ræða nema stórvirkar vinnuvélar væru liður í áætluninni. „Margir landsbyggðarþingmenn lögðu mikla áherslu á vegalagningu og gangagerð hingað og þangað,“ segir Margrét. „Stundum var framkvæmdin þörf en stundum virtist bara einhvern karl með gröfu vanta verkefni.“ Í ljós kom að það var ekki aðeins á sviði samgöngumannvirkja sem gröfur stýrðu ákvörðunum og trompuðu þarfir fólks, óskir og almenna skynsemi. Það sama var uppi á teningnum þegar kom að byggingu hjúkrunarheimila. Flest fólk kýs að vera heima hjá sér eins lengi og það getur en fær ekki til þess nægilega aðstoð. Athuganir benda til þess að ódýrara sé að veita fólki aðstoð heima en á stofnun. Margréti reiknast til í bók sinni að veita mætti þjónustu heima í 28 klukkustundir á viku fyrir þá upphæð sem hið opinbera greiðir með fólki á öldrunarstofnun. „Samt þýddi lítið á niðurskurðartímum að benda á að hægt væri að skapa fleiri umönnunarstörf með því að veita meiri og betri þjónustu heima,“ segir Margrét. „Ekkert virtist teljast með nema það væri úr steinsteypu.“ Það keyrði um þverbak á fundi með þingmönnum Suðurkjördæmis þegar einn sveitarstjórnarmanna hvatti Margréti og félaga til að þrýsta á um að byggð yrðu hjúkrunarheimili á svæðinu sem fyrst. Af hverju? Jú, það voru svo margir verktakar verkefnalausir í kreppunni. Þetta hafði ekkert með aldraða að gera.Minni hagsmunir toppa meiri Borgarstjórn Reykjavíkur var ekki að finna upp hjólið með viðskiptabanni á Ísrael. Viðskiptaþvinganir eru viðurkennd leið til að reka ríkisstjórnir til að virða mannréttindi og alþjóðalög. En það er líklega til of mikils mælst að íslenskir stjórnmálamenn láti sig stóru málin varða. Eins og kemur berlega fram í bók Margrétar Tryggvadóttur lifa þeir og hrærast í annarri vídd en við hin, einhvers konar hliðar heimi þar sem lögmál MORFÍS, rökræðukeppni framhaldsskólanna, hefur leyst af hólmi lögmál þyngdaraflsins svo að þeir svífa um í siðferðilegu tómarúmi og láta eins og hvítt sé svart og svart sé hvítt, að hugmyndafræði toppi skynsemi, minni hagsmunir toppi meiri, menn með gröfur trompi gamalmenni og peningar sárþjáð fólk í útlöndum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun