Lífið

Justin Bieber í íslenskri hönnun - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Justin Bieber er farinn af landinu.
Justin Bieber er farinn af landinu. vísir/
Eins kannski sumir tóku eftir var Justin Bieber á landinu í vikunni. Íslenskir og erlendir miðlar greindu frá dvöl hans á Íslandi.

Bieber klæddist í íslenskri hönnun hér á landi en sjá mátti hann í hettupeysunni Gunnar frá 66°Norður í Snapchatti sem hann setti inn á reikning Rory Kramer sem var með honum á landinu.

Í myndbandinu má sjá Bieber gleðjast þegar hann heyrir lag með sér á íslenskri útvarpsstöð, lagið What Do You Mean.

Justin Bieber bætist þar með í hóp frægra stjarna sem klæðast 66°Norður fatnaði og má þar nefna Scarlett Johanson, Beoncé, Jay-Z, Justin Timberlake, Jake Gyllenhall, Frank Ocean, Eli Roth, Quentin Tarantino svo einhverjir séu nefndir.

Bieber yfirgaf Ísland í gær. 


Tengdar fréttir

Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri

Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti rétt í þessu fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur.

Stjörnusprengja á Íslandi

Justin Bieber og Mads Mikkelsen eiga það sameiginlegt að vera báðir staddir hér á landi og því nýjustu Íslandsvinirnir í sístækkandi safni. Koma poppprinsins hefur vakið mikla athygli, umtalsvert meiri en koma þess danska.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×