Skiptir hreyfing barna okkar máli? Nanna Árnadóttir og íþróttafræðingur skrifa 25. september 2015 14:00 Hreyfing barna frá fyrsta degi skiptir máli. visir/getty Frá því að börnin okkar fæðast eru flestir foreldrar mjög uppteknir af þeim hreyfiþroska sem börnin þeirra ná. Við bíðum öll eftir því að þau snúi sér í fyrsta skipti, byrji að skríða, sitja, ganga, hlaupa o.s.frv. Ég hef það á tilfinningunni að eftir það fari áhuginn á hreyfiþroskanum oft að dvína örlítið. Ég get í rauninni ekki sagt til um það hvort þetta eigi við um sjálfa mig þar sem barnið mitt er aðeins rúmlega tveggja ára og enn þá að taka miklum framförum í hreyfiþroska, eins og að hoppa, klifra, hlaupa hraðar og fleira og alltaf finnst mér jafn skemmtilegt og merkilegt að sjá framfarirnar. Ég vildi gjarnan að ég hefði rangt fyrir mér með þetta en eitthvað segir mér að flestir hætti svolítið að pæla í hreyfiþroskanum á ákveðnu stigi og það eru nokkrir þættir sem ég ætla að nota mér þar til rökstuðnings.Útivera barna minnkað? Börn nú til dags sjást mun minna úti að leika sér heldur en t.d. þegar ég var lítil og það er nú ekkert svo langt síðan þá (nei 20 ár er ekki langur tími). Ég minnist þess að finnast fátt skemmtilegra en að fara út að leika með öllum krökkunum í hverfinu, hvort sem það var að fara í eina krónu, vink vink í pottinn, fótbolta, löggu og bófa leik eða bara snúsnú. Nú er ég ekki bara að tala um að þessir leikir hafi átt sér stað á sumrin heldur vorum við úti allan ársins hring, í snjókomu, roki og rigningu og trúið mér, það var eiginlega alltaf rok (ég er af Seltjarnarnesi). Þetta stoppaði okkur þó ekki í að finna leik við hæfi og við urðum fúl þegar við þurftum að koma inn. Nú held ég að með tilkomu allrar þeirra tækni sem við höfum í dag að börn sjái einfaldlega ekki tilgang í því að fara út að leika sér og mögulega verða svolítið kalt í leiðinni þegar þau geta bara verið heima í tölvunni að leika sér. Þau þurfa ekki einu sinni að vera í sama húsi, heldur geta þau talað saman á netinu. Vissulega getur hellingur af lærdómi átt sér stað í gegnum slíka leiki í tölvunum en að mínu mati þurfum við foreldrar að lágmarka tölvunotkun barna og senda þau út að leika sér, því þeim finnst það alltaf gaman um leið og þau finna upp á einhverju að gera.Íþróttatímum fækkað Frá því að ég var í skóla hefur íþróttatímum í skólunum fækkað. Ég heyri ítrekað talað um það að fækka eigi þeim enn frekar og leggja eigi meiri áherslu á stærðfræði og lestur því það sé uppistaða í öllu námi. Ég ætla ekkert að vefengja það en staðreyndin er einnig sú að börn þurfa á hreyfingu að halda á hverjum einasta degi. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að þau börn sem hreyfa sig reglulega og nægilega mikið á hverjum degi eiga auðveldara með að læra og muna. Það er einnig staðreynd að þau börn sem hreyfa sig mikið í æsku eru líklegri til að hreyfa sig sem fullorðið fólk og þar með vera heilbrigðari einstaklingar. Þar sem ekki öll börn gera það er það að mínu mati skólans að tryggja það að börnin og unglingarnir fái þá hreyfingu sem þau þurfa á skóladeginum.Lífsstílsjúkdómum fjölgar Það er enginn vafi á því að lífsstílstengdum sjúkdómum fjölgar ört í nútímasamfélagi og mikið er um að reynt sé að laga skaðann eftir á, þó að það takist því miður ekki alltaf. Við þurfum að vera fyrri til að grípa í rassinn. Við þurfum að byrja á því að kenna börnunum hversu mikils virði heilbrigður líkami er, hvað það skiptir miklu máli að velja hollan mat, að hreyfa sig og hafa gaman af því og halda því áfram alla tíð með því að finna hreyfingu og mataræði við hæfi. Það erum við, þjóðin, sem þurfum að laga þetta, foreldrar, skólayfirvöld, íþróttafræðingar, íþróttakennarar og heilbrigðisyfirvöld og við þurfum að byrja ekki seinna en núna. Heilsa Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Frá því að börnin okkar fæðast eru flestir foreldrar mjög uppteknir af þeim hreyfiþroska sem börnin þeirra ná. Við bíðum öll eftir því að þau snúi sér í fyrsta skipti, byrji að skríða, sitja, ganga, hlaupa o.s.frv. Ég hef það á tilfinningunni að eftir það fari áhuginn á hreyfiþroskanum oft að dvína örlítið. Ég get í rauninni ekki sagt til um það hvort þetta eigi við um sjálfa mig þar sem barnið mitt er aðeins rúmlega tveggja ára og enn þá að taka miklum framförum í hreyfiþroska, eins og að hoppa, klifra, hlaupa hraðar og fleira og alltaf finnst mér jafn skemmtilegt og merkilegt að sjá framfarirnar. Ég vildi gjarnan að ég hefði rangt fyrir mér með þetta en eitthvað segir mér að flestir hætti svolítið að pæla í hreyfiþroskanum á ákveðnu stigi og það eru nokkrir þættir sem ég ætla að nota mér þar til rökstuðnings.Útivera barna minnkað? Börn nú til dags sjást mun minna úti að leika sér heldur en t.d. þegar ég var lítil og það er nú ekkert svo langt síðan þá (nei 20 ár er ekki langur tími). Ég minnist þess að finnast fátt skemmtilegra en að fara út að leika með öllum krökkunum í hverfinu, hvort sem það var að fara í eina krónu, vink vink í pottinn, fótbolta, löggu og bófa leik eða bara snúsnú. Nú er ég ekki bara að tala um að þessir leikir hafi átt sér stað á sumrin heldur vorum við úti allan ársins hring, í snjókomu, roki og rigningu og trúið mér, það var eiginlega alltaf rok (ég er af Seltjarnarnesi). Þetta stoppaði okkur þó ekki í að finna leik við hæfi og við urðum fúl þegar við þurftum að koma inn. Nú held ég að með tilkomu allrar þeirra tækni sem við höfum í dag að börn sjái einfaldlega ekki tilgang í því að fara út að leika sér og mögulega verða svolítið kalt í leiðinni þegar þau geta bara verið heima í tölvunni að leika sér. Þau þurfa ekki einu sinni að vera í sama húsi, heldur geta þau talað saman á netinu. Vissulega getur hellingur af lærdómi átt sér stað í gegnum slíka leiki í tölvunum en að mínu mati þurfum við foreldrar að lágmarka tölvunotkun barna og senda þau út að leika sér, því þeim finnst það alltaf gaman um leið og þau finna upp á einhverju að gera.Íþróttatímum fækkað Frá því að ég var í skóla hefur íþróttatímum í skólunum fækkað. Ég heyri ítrekað talað um það að fækka eigi þeim enn frekar og leggja eigi meiri áherslu á stærðfræði og lestur því það sé uppistaða í öllu námi. Ég ætla ekkert að vefengja það en staðreyndin er einnig sú að börn þurfa á hreyfingu að halda á hverjum einasta degi. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að þau börn sem hreyfa sig reglulega og nægilega mikið á hverjum degi eiga auðveldara með að læra og muna. Það er einnig staðreynd að þau börn sem hreyfa sig mikið í æsku eru líklegri til að hreyfa sig sem fullorðið fólk og þar með vera heilbrigðari einstaklingar. Þar sem ekki öll börn gera það er það að mínu mati skólans að tryggja það að börnin og unglingarnir fái þá hreyfingu sem þau þurfa á skóladeginum.Lífsstílsjúkdómum fjölgar Það er enginn vafi á því að lífsstílstengdum sjúkdómum fjölgar ört í nútímasamfélagi og mikið er um að reynt sé að laga skaðann eftir á, þó að það takist því miður ekki alltaf. Við þurfum að vera fyrri til að grípa í rassinn. Við þurfum að byrja á því að kenna börnunum hversu mikils virði heilbrigður líkami er, hvað það skiptir miklu máli að velja hollan mat, að hreyfa sig og hafa gaman af því og halda því áfram alla tíð með því að finna hreyfingu og mataræði við hæfi. Það erum við, þjóðin, sem þurfum að laga þetta, foreldrar, skólayfirvöld, íþróttafræðingar, íþróttakennarar og heilbrigðisyfirvöld og við þurfum að byrja ekki seinna en núna.
Heilsa Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira