Nico Rosberg á ráspól í Japan Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. september 2015 06:48 Nico Rosberg náði ráspól í Japan í dag. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams var þriðji. Mercedes liðið var aftur á toppnum. Martraðirnar virðast hafa verið bundnar við Sinpapúr brautina og mjúku dekkin sem þar voru í boði. Í Japan eru hörð og meðal hörð dekk notuð. Ökumaður á ráspól hefur unnið keppnina í 12 tilfellum af síðustu 26. Það er nóg af stöðum á Suzuka til að taka fram úr. Gulum flöggum var veifað undir lok fyrstu lotu vegna Toro Rosso bíls Max Verstappen sem nam staðar á brautinni. Hann missti afl og gat ekkert gert til að reyna að lífga bílinn við. Manor og Sauber liðin duttu út í fyrstu lotu ásamt Jenson Button á McLaren. „Við verðum að vera með öll grunnatriði á hreinu, við höfum ekki efni á öðru,“ sagði Button á leiðinni inn á þjónustusvæðið. Hann hafði ekki fengið upplýsingar um hvaða stillingu hann átti að setja vélina á.Daniil Kvyat slapp ómeiddur úr dramatísku atviki undir lok þriðju lotu.Vísir/GettyÖnnur lota var viðburðalítil. Fernando Alonso á McLaren, Pastor Maldonado á Lotus, Carlos Sainz á Toro Rosso og Nico Hulkenberg á Force India, duttu út í annarri lotu. Verstappen tók ekki þátt enda komst bíllinn hans ekki undir eigin afli á þjónustusvæðið í fyrstu lotu. HUlkenberg færist aftur um þrjú sæti á ráslínu í refsiskyni fyrir árekstur við Felipe Massa síðustu helgi. Hulkenberg mun því ræsa 14. á morgun. Baráttan um ráspól í þriðju lotu var engra annarra en Mercedes manna. Rosberg hafði verið fljótastur í annarri lotu en Hamilton í þeirri fyrstu. Vandræðin í Singapúr voru augljóslega skilin eftir á flugvellinum þar.Daniil Kvyat lenti í ógnvænlegu atviki þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af lotunni. Hann fór aðeins út á grasið og missti algjörlega stjórn á bílnum. Afleiðingar þess voru að fyrri tilraun í þriðju lotu réði úrslitum um ráspól. Rosberg var 0,076 á undan Hamilton sem gerði smá mistök í sinni fyrstu tilraun.Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar, þau uppfærast eftir því sem líður á. Formúla Tengdar fréttir Faðir Bianchi: Það er of erfitt fyrir mig að horfa á Formúluna Á laugardaginn verður eitt ár síðan hinn 25 ára gamli Jules Bianchi lést á Suzuka-brautinni í japan. 24. september 2015 09:00 Lok, lok og læs hjá Lotus Lotus liðið kom að lokuðum dyrum á gestamóttöku sinni við Suzuka brautina í Japan. Búnaður liðsins kom einnig á eftir búnaði annarra liða. Japanski kappaksturinn fer fram um helgina. 24. september 2015 18:59 Button íhugar að hætta eftir keppnistímabilið Breski ökuþórinn Jenson Button mun tilkynna eftir japanska kappaksturinn að hann muni ekki taka þátt á næsta tímabili eftir 16 tímabil í Formúlunni. 23. september 2015 12:30 Carlos Sainz og Daniil Kvyat fljótastir á æfingum Carlos Sainz á Toro Rosso var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat varð annar á Red Bull á fyrri æfingunni og fljótastur á seinni æfingunni. 25. september 2015 22:15 Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15 Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams var þriðji. Mercedes liðið var aftur á toppnum. Martraðirnar virðast hafa verið bundnar við Sinpapúr brautina og mjúku dekkin sem þar voru í boði. Í Japan eru hörð og meðal hörð dekk notuð. Ökumaður á ráspól hefur unnið keppnina í 12 tilfellum af síðustu 26. Það er nóg af stöðum á Suzuka til að taka fram úr. Gulum flöggum var veifað undir lok fyrstu lotu vegna Toro Rosso bíls Max Verstappen sem nam staðar á brautinni. Hann missti afl og gat ekkert gert til að reyna að lífga bílinn við. Manor og Sauber liðin duttu út í fyrstu lotu ásamt Jenson Button á McLaren. „Við verðum að vera með öll grunnatriði á hreinu, við höfum ekki efni á öðru,“ sagði Button á leiðinni inn á þjónustusvæðið. Hann hafði ekki fengið upplýsingar um hvaða stillingu hann átti að setja vélina á.Daniil Kvyat slapp ómeiddur úr dramatísku atviki undir lok þriðju lotu.Vísir/GettyÖnnur lota var viðburðalítil. Fernando Alonso á McLaren, Pastor Maldonado á Lotus, Carlos Sainz á Toro Rosso og Nico Hulkenberg á Force India, duttu út í annarri lotu. Verstappen tók ekki þátt enda komst bíllinn hans ekki undir eigin afli á þjónustusvæðið í fyrstu lotu. HUlkenberg færist aftur um þrjú sæti á ráslínu í refsiskyni fyrir árekstur við Felipe Massa síðustu helgi. Hulkenberg mun því ræsa 14. á morgun. Baráttan um ráspól í þriðju lotu var engra annarra en Mercedes manna. Rosberg hafði verið fljótastur í annarri lotu en Hamilton í þeirri fyrstu. Vandræðin í Singapúr voru augljóslega skilin eftir á flugvellinum þar.Daniil Kvyat lenti í ógnvænlegu atviki þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af lotunni. Hann fór aðeins út á grasið og missti algjörlega stjórn á bílnum. Afleiðingar þess voru að fyrri tilraun í þriðju lotu réði úrslitum um ráspól. Rosberg var 0,076 á undan Hamilton sem gerði smá mistök í sinni fyrstu tilraun.Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar, þau uppfærast eftir því sem líður á.
Formúla Tengdar fréttir Faðir Bianchi: Það er of erfitt fyrir mig að horfa á Formúluna Á laugardaginn verður eitt ár síðan hinn 25 ára gamli Jules Bianchi lést á Suzuka-brautinni í japan. 24. september 2015 09:00 Lok, lok og læs hjá Lotus Lotus liðið kom að lokuðum dyrum á gestamóttöku sinni við Suzuka brautina í Japan. Búnaður liðsins kom einnig á eftir búnaði annarra liða. Japanski kappaksturinn fer fram um helgina. 24. september 2015 18:59 Button íhugar að hætta eftir keppnistímabilið Breski ökuþórinn Jenson Button mun tilkynna eftir japanska kappaksturinn að hann muni ekki taka þátt á næsta tímabili eftir 16 tímabil í Formúlunni. 23. september 2015 12:30 Carlos Sainz og Daniil Kvyat fljótastir á æfingum Carlos Sainz á Toro Rosso var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat varð annar á Red Bull á fyrri æfingunni og fljótastur á seinni æfingunni. 25. september 2015 22:15 Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15 Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Faðir Bianchi: Það er of erfitt fyrir mig að horfa á Formúluna Á laugardaginn verður eitt ár síðan hinn 25 ára gamli Jules Bianchi lést á Suzuka-brautinni í japan. 24. september 2015 09:00
Lok, lok og læs hjá Lotus Lotus liðið kom að lokuðum dyrum á gestamóttöku sinni við Suzuka brautina í Japan. Búnaður liðsins kom einnig á eftir búnaði annarra liða. Japanski kappaksturinn fer fram um helgina. 24. september 2015 18:59
Button íhugar að hætta eftir keppnistímabilið Breski ökuþórinn Jenson Button mun tilkynna eftir japanska kappaksturinn að hann muni ekki taka þátt á næsta tímabili eftir 16 tímabil í Formúlunni. 23. september 2015 12:30
Carlos Sainz og Daniil Kvyat fljótastir á æfingum Carlos Sainz á Toro Rosso var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat varð annar á Red Bull á fyrri æfingunni og fljótastur á seinni æfingunni. 25. september 2015 22:15
Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15