Rosberg: Lewis náði betri ræsingu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. september 2015 12:00 Hamilton fagnar góðri keppni. Vísir/Getty Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum í dag. Hann hefur þá unnið 41 keppni líkt og hans helsta fyrirmynd, Ayrton Senna. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Það er frábært að koma og jafna Ayrton. Ég elskaði að horfa á hann keyra hérna. Ég hefði ekki getað þetta án liðsins og ég vil þaka því fyrir,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. „Lewis náði betri ræsingu, það var gott að geta barist til baka. Fjórða sæti hefði ekki verið ásættanlegt í dag. Eftir allt sem á undan var gengið var annað sæti það besta sem ég gat náð,“ sagði Nico Rosberg á verðlaunapallinum. „Gaman að vera hér, því miður fæ ég ekki stóra bikarinn hér í dag. Ferrari er á réttri leið, við erum betri en fólk hélt við yrðum í upphafi tímabilsins,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum. „Mér er létt, það voru talsvert erfitt fyrir Lewis að klára keppnina. Víbringur í dekkjum var að valda vandræðum,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes.Fernando Alonso var ekki kátur með aflið frá Honda vélinni í dag.Vísir/GettyAthygli hefur vakið að Mercedes bílarnir voru afar lítið sýnilegir í dag. Samsæriskenningarnar eru á sveimi um að Bernie Ecclestone, eigandi sjónvarpsréttarins af Formúlu 1 sé fúll út í Mercedes. Mercedes vill ekki skaffa Red Bull vélar á næsta ári. Svo virðist sem Ecclestone taki hótun Red Bull um að hætta í Formúlu 1, alvarlega. „Það er þreytandi að tapa sætum á miðjum beinum kafla, ekki einu sinni á bremsusvæðinu. Já við munum vera þeir einu sem geta ógnað Mercedes í náinni framtíð,“ sagði Fernando Alonso sem var á suðupunkti alla keppnina. Hann heldur áfram andliti út á við en 11. sæti fyrir tvöfalda heimsmeistarann er ekki gott hjá goðsagnakennda McLaren-Honda liðinu. „Fernando þurfti ekki að láta heyra í sér hér. Það er mikið af mikilvægu fólki hér í dag. Við erum á heimavelli Honda og með forseta Honda á svæðinu ásamt fleirum. Þetta voru ekki uppbyggjandi ummæli en það er ekki ástæða til að verða reiður yfir þessu. Við munum ná árangri. Jenson (Button) gerði tveggja ára samning í fyrra sem er enn í gildi og það er ekki flóknara en það. Jenson og Fernando eru samningsbundnir McLaren og verða þar á næsta ári,“ sagði Ron Dennis, framkvæmdastjóri McLaren. Hann slær þar með á orðróm um að Button ætli að fara annað. Líklega er Button þó enn kleift að hætta alveg að keppa í Formúlu 1. „Þetta var það besta sem við gátum gert í dag miðað við hvar við byrjuðum. Við erum á réttri leið og að ná stöðugum framförum,“ sagði Kimi Raikkonen á Ferrari sem endaði fjórði í dag.Hér fyrir neðan má finna úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann í Japan Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 27. september 2015 06:20 Rosberg: Bíllinn er eins og lest Nico Rosberg var hæstánægður með ráspól sinn fyrir Mercedes liðið á Suzuka brautinni í morgun. Óhapp Daniil Kvyat undir lok þriðju lotu hafði mikil áhrif á baráttuna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. september 2015 15:00 Nico Rosberg á ráspól í Japan Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams var þriðji. 26. september 2015 06:48 Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum í dag. Hann hefur þá unnið 41 keppni líkt og hans helsta fyrirmynd, Ayrton Senna. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Það er frábært að koma og jafna Ayrton. Ég elskaði að horfa á hann keyra hérna. Ég hefði ekki getað þetta án liðsins og ég vil þaka því fyrir,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. „Lewis náði betri ræsingu, það var gott að geta barist til baka. Fjórða sæti hefði ekki verið ásættanlegt í dag. Eftir allt sem á undan var gengið var annað sæti það besta sem ég gat náð,“ sagði Nico Rosberg á verðlaunapallinum. „Gaman að vera hér, því miður fæ ég ekki stóra bikarinn hér í dag. Ferrari er á réttri leið, við erum betri en fólk hélt við yrðum í upphafi tímabilsins,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum. „Mér er létt, það voru talsvert erfitt fyrir Lewis að klára keppnina. Víbringur í dekkjum var að valda vandræðum,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes.Fernando Alonso var ekki kátur með aflið frá Honda vélinni í dag.Vísir/GettyAthygli hefur vakið að Mercedes bílarnir voru afar lítið sýnilegir í dag. Samsæriskenningarnar eru á sveimi um að Bernie Ecclestone, eigandi sjónvarpsréttarins af Formúlu 1 sé fúll út í Mercedes. Mercedes vill ekki skaffa Red Bull vélar á næsta ári. Svo virðist sem Ecclestone taki hótun Red Bull um að hætta í Formúlu 1, alvarlega. „Það er þreytandi að tapa sætum á miðjum beinum kafla, ekki einu sinni á bremsusvæðinu. Já við munum vera þeir einu sem geta ógnað Mercedes í náinni framtíð,“ sagði Fernando Alonso sem var á suðupunkti alla keppnina. Hann heldur áfram andliti út á við en 11. sæti fyrir tvöfalda heimsmeistarann er ekki gott hjá goðsagnakennda McLaren-Honda liðinu. „Fernando þurfti ekki að láta heyra í sér hér. Það er mikið af mikilvægu fólki hér í dag. Við erum á heimavelli Honda og með forseta Honda á svæðinu ásamt fleirum. Þetta voru ekki uppbyggjandi ummæli en það er ekki ástæða til að verða reiður yfir þessu. Við munum ná árangri. Jenson (Button) gerði tveggja ára samning í fyrra sem er enn í gildi og það er ekki flóknara en það. Jenson og Fernando eru samningsbundnir McLaren og verða þar á næsta ári,“ sagði Ron Dennis, framkvæmdastjóri McLaren. Hann slær þar með á orðróm um að Button ætli að fara annað. Líklega er Button þó enn kleift að hætta alveg að keppa í Formúlu 1. „Þetta var það besta sem við gátum gert í dag miðað við hvar við byrjuðum. Við erum á réttri leið og að ná stöðugum framförum,“ sagði Kimi Raikkonen á Ferrari sem endaði fjórði í dag.Hér fyrir neðan má finna úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann í Japan Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 27. september 2015 06:20 Rosberg: Bíllinn er eins og lest Nico Rosberg var hæstánægður með ráspól sinn fyrir Mercedes liðið á Suzuka brautinni í morgun. Óhapp Daniil Kvyat undir lok þriðju lotu hafði mikil áhrif á baráttuna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. september 2015 15:00 Nico Rosberg á ráspól í Japan Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams var þriðji. 26. september 2015 06:48 Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Lewis Hamilton vann í Japan Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 27. september 2015 06:20
Rosberg: Bíllinn er eins og lest Nico Rosberg var hæstánægður með ráspól sinn fyrir Mercedes liðið á Suzuka brautinni í morgun. Óhapp Daniil Kvyat undir lok þriðju lotu hafði mikil áhrif á baráttuna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. september 2015 15:00
Nico Rosberg á ráspól í Japan Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams var þriðji. 26. september 2015 06:48
Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15