Konan sem stödd var í partýi í hljóðveri með kappanum segir að sér hafi verið byrlað ólyfjan en þetta kemur fram í slúðurmiðlinum TMZ .
Fyrirsætan Bailey Scarlett segir á samskiptamiðli að henni hafi verið boðið í hljóðver í Melbourne og þar fengið sér glas af vodka og límonaði. Hún segist hafa lagt drykkinn frá sér og farið að spjalla við aðrar stelpur á svæðinu.
Stuttu síðar hafi henni byrjað að líða einkennilega. Hana fór að svima og sjá óskýrt og segist því næst hafa farið að gráta.
Konan segir að Justin Bieber hafi sjálfur sest niður með henni og reynt að róa hana niður.
Jimi Wyatt, eigandi hljóðversins segist hafa skoðað efni úr eftirlitsmyndavélum staðarins og að enginn hafi komið nálægt glasi Scarlett allt kvöldið.
Rætt var um málið í Morgunþættinum á FM957 í morgun.