„Vandamálið var að þegar svona stórir þættir eru gerðir vantar sjóðstreymi. Allir samningar um sýningarrétti koma eftir að búið er að gera þættina. Við töluðum því við alla bankana en þeir treystu því ekki að við myndum skila efninu,“ sagði Baltasar.
Fylgjast má með fundinum auk þess sem hægt er að horfa á hann í heild sinni hér fyrir neðan.
Heiðar Guðjónsson, Agnes Johansen, Baltasar Kormákur, Gísli Gíslason og Grímar Jónsson eru gestir fundarins en fundarstjóri er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.