Mæðgin leika mæðgin á sviði Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 29. september 2015 10:00 Anton Brink Við tókum á móti honum á flugvellinum með handjárn og píndum hann til þess að vera með,“ segir Edda Björgvins en hún frumsýndi um helgina leiksýninguna Eddan í annað sinn en í þetta skiptið leikur Björgvin Franz sonur hennar sem er nýfluttur heim frá Ameríku eitt aðalhlutverkið. Eddan verður í Austurbæ í haust en var í sýnd í Gamla bíói seinasta vetur. Bergþór Pálsson og Gunnar Hansson voru með í þeirri sýningu en í nýju Eddunni deila Bergþór og Björgvin sviði með Eddu. „Við misstum Gunnar sem var búinn að lofa sér í önnur störf í haust og Björgvin var akkúrat að flytja heim frá Ameríku. Við eigum því miður ekki marga gamanleikara hérna á Íslandi og þeir sem við eigum eru allir brjálæðislega uppteknir. Björgvin er einn af okkar flinkustu gamanleikurum og hans hefur verið sárt saknað. Hann var í fyrstu efins varðandi það að vinna með hinni stjórnsömu mömmu sinni en eftir að hann sá upptöku af sýningunni varð honum á orði að þetta væri andskoti skemmtilegt og sló til.“ Þegar Björgvin samþykkti að vera með í sýningunni tók við mikil vinna við að endurskrifa verkið. Þema Eddunnar er að Edda Björgvins situr fyrir svörum í þykjustu spjallþætti þar sem hún fer yfir ferilinn í máli og myndum. Björgvin er þáttarstjórnandinn og Bergþór Pálsson er tónlistarmaðurinn.„Sýningin gengur útá að „dívan“ ég er alltaf að koma þeim á óvart og troða inn nýjum atriðum að þeim forspurðum og rugla í spjallþættinum. Allir leika sjálfan sig og í nýju Eddunni notfærum við okkur auðvitað fjölskyldutengslin og er móðirin ég stanslaust að niðurlægja og pína soninn. Fyrsta rifrildið gengur t.d. útá að Edda bannar syninum að kalla sig mömmu því að þá haldi fólk að hún sé orðin gömul – hann sé svo ellilegur! Vesalings Björgvin er einnig nuddað upp úr því að vera „bara“ barnaleikari og að hann sé að verða jafn leiðinlegur og pabbi hans! Líklega er meira en helmingurinn í Eddunni núna nýtt efni. Þess vegna var ég á laugardaginn með alveg sama stresshnútinn í maganum og þegar ég frumsýndi Edduna fyrst.“ Edda og Björgvin hafa unnið að fjölmörgum verkefnum saman áður og í veruleikanum dást þau mikið að vinnubrögðum hvort annars. „Björgvin er svo frjór og vandvirkur og hugmyndirnar flæða upp úr honum. Ég fæ líka milljón hugmyndir á mínútu svo við smellum saman. Við erum þar að auki bæði vinnualkar. Það er svo heppilegt að mér finnst Björgvin einn fyndnasti leikari sem við eigum. Auðvitað hefur hver sinn smekk og staðreyndin er sú í sambandi við gamanleikara að fólk annaðhvort elskar okkur eða hefur alls ekki smekk fyrir okkur.“ Bergþór tekur þessu öllu af æðruleysi. „Hann er búinn að vera mér eins og klettur, brosir í gegn um allar breytingarnar, bætir við sig söng og leikatriðum eins og ekkert sé! Hljómburðurinn er greinilega miklu miklu betri hér í Austurbæ, tónlistarstjóranum okkar, Kristjönu Stefánsdóttur, til mikillar ánægju.“ Yngsti sonur Eddu hefur boðið sig fram í hlutverk Björgvins þegar Edda ákveður að reka stóra bróður. „Örverpið er í leiklistarskóla í Ameríku svo hann er næstur í röðinni inn í sýninguna. Mér sýnist sá stutti hafa allt það besta frá okkur öllum í fjölskyldunni og á vonandi eftir að verða frábær leikari – vona samt að hann verði fyrst og fremst hamingjusöm manneskja ef ég á að segja alveg eins og er. Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá vonuðum við öll að hann færi að læra tannlækningar til þess að framfleyta okkur fjölskyldunni.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Við tókum á móti honum á flugvellinum með handjárn og píndum hann til þess að vera með,“ segir Edda Björgvins en hún frumsýndi um helgina leiksýninguna Eddan í annað sinn en í þetta skiptið leikur Björgvin Franz sonur hennar sem er nýfluttur heim frá Ameríku eitt aðalhlutverkið. Eddan verður í Austurbæ í haust en var í sýnd í Gamla bíói seinasta vetur. Bergþór Pálsson og Gunnar Hansson voru með í þeirri sýningu en í nýju Eddunni deila Bergþór og Björgvin sviði með Eddu. „Við misstum Gunnar sem var búinn að lofa sér í önnur störf í haust og Björgvin var akkúrat að flytja heim frá Ameríku. Við eigum því miður ekki marga gamanleikara hérna á Íslandi og þeir sem við eigum eru allir brjálæðislega uppteknir. Björgvin er einn af okkar flinkustu gamanleikurum og hans hefur verið sárt saknað. Hann var í fyrstu efins varðandi það að vinna með hinni stjórnsömu mömmu sinni en eftir að hann sá upptöku af sýningunni varð honum á orði að þetta væri andskoti skemmtilegt og sló til.“ Þegar Björgvin samþykkti að vera með í sýningunni tók við mikil vinna við að endurskrifa verkið. Þema Eddunnar er að Edda Björgvins situr fyrir svörum í þykjustu spjallþætti þar sem hún fer yfir ferilinn í máli og myndum. Björgvin er þáttarstjórnandinn og Bergþór Pálsson er tónlistarmaðurinn.„Sýningin gengur útá að „dívan“ ég er alltaf að koma þeim á óvart og troða inn nýjum atriðum að þeim forspurðum og rugla í spjallþættinum. Allir leika sjálfan sig og í nýju Eddunni notfærum við okkur auðvitað fjölskyldutengslin og er móðirin ég stanslaust að niðurlægja og pína soninn. Fyrsta rifrildið gengur t.d. útá að Edda bannar syninum að kalla sig mömmu því að þá haldi fólk að hún sé orðin gömul – hann sé svo ellilegur! Vesalings Björgvin er einnig nuddað upp úr því að vera „bara“ barnaleikari og að hann sé að verða jafn leiðinlegur og pabbi hans! Líklega er meira en helmingurinn í Eddunni núna nýtt efni. Þess vegna var ég á laugardaginn með alveg sama stresshnútinn í maganum og þegar ég frumsýndi Edduna fyrst.“ Edda og Björgvin hafa unnið að fjölmörgum verkefnum saman áður og í veruleikanum dást þau mikið að vinnubrögðum hvort annars. „Björgvin er svo frjór og vandvirkur og hugmyndirnar flæða upp úr honum. Ég fæ líka milljón hugmyndir á mínútu svo við smellum saman. Við erum þar að auki bæði vinnualkar. Það er svo heppilegt að mér finnst Björgvin einn fyndnasti leikari sem við eigum. Auðvitað hefur hver sinn smekk og staðreyndin er sú í sambandi við gamanleikara að fólk annaðhvort elskar okkur eða hefur alls ekki smekk fyrir okkur.“ Bergþór tekur þessu öllu af æðruleysi. „Hann er búinn að vera mér eins og klettur, brosir í gegn um allar breytingarnar, bætir við sig söng og leikatriðum eins og ekkert sé! Hljómburðurinn er greinilega miklu miklu betri hér í Austurbæ, tónlistarstjóranum okkar, Kristjönu Stefánsdóttur, til mikillar ánægju.“ Yngsti sonur Eddu hefur boðið sig fram í hlutverk Björgvins þegar Edda ákveður að reka stóra bróður. „Örverpið er í leiklistarskóla í Ameríku svo hann er næstur í röðinni inn í sýninguna. Mér sýnist sá stutti hafa allt það besta frá okkur öllum í fjölskyldunni og á vonandi eftir að verða frábær leikari – vona samt að hann verði fyrst og fremst hamingjusöm manneskja ef ég á að segja alveg eins og er. Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá vonuðum við öll að hann færi að læra tannlækningar til þess að framfleyta okkur fjölskyldunni.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira