Einföld og minimalísk fatalína Selected fyrir haustið þótti tóna vel við íslenskt landslag en tökuliðið var statt hér á landi í byrjun árs og ferðuðust um landið í nokkra daga. Bláa Lónið var að sjálfsögðu heimsótt sem og aðrir staðir í um klukkutíma fjarlægð frá höfuðborginni.
Eins og gefur að skilja setti köflótt veðurfar stundum strik í reikninginn hjá tökuliðinu en myndirnar, sem eru að okkar mati gullfallegar og smellpassa inn í hauststemminguna, tala sínu máli.
Hér eru nokkrar myndir úr herferðinni og baksviðs úr tökunni.






Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!
Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.