Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Karl Lúðvíksson skrifar 10. september 2015 13:17 Elvar Magnússon með væna hrygnu úr Langá sem var sleppt að lokinni viðureign. Mynd: KL Nýjar vikutölur um aflabrögð í laxveiðiánum voru birtar í gærkvöldi og af þeim má ráða að ennþá er veiðin ágæt í ánum. Hún er að vísu meira en ágæt í sumum ánum og sem dæmi um það veiddust 507 laxar í liðnni viku í Miðfjarðará en hún er komin í 5485 laxa en það toppar ekkert vikuveiðina í Ytri Rangá en þar veiddust 978 laxar í vikunni og má þar að mestu þakka að maðkveiðin byrjaði 4. september en fram að því hafði veiðin engu að síður verið hreint út sagt frábær. Heildarveiðin í Ytri Rangá er komin í 6609 laxa og ennþá eru sex vikur eftir af veiðitímanum þar. Blanda skilaði 127 löxum á land, Norðurá var með 406 laxa vikuveiði sem er ótrúlega góð tala í henni en hún þykir yfirleitt detta í frekar rólegn gír eftir miðjan ágúst. Eystri Rangá gaf 144 laxa í vikunni, Þverá/Kjarrá 154 laxa og svo Langá með 146 laxa á land í liðinni viku. Fyrstu lokatölurnar eru komnar og þær eru úr Norðurá með 2886 laxa í sumar sem er feyknagott ár í ánni. Straumarnir gáfu 339 laxa á sínar tvær stangir sem er fín veiði og aðeins yfir meðaltali. Það er samkvæmt vikulistanum frá Landssambandi Veiðifélaga ennþá fín veiði í flestum ánum og ennþá á eftir að veiða í um það bil tvær vikur í viðbót svo þessar tölur gætu enn hækkað. Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Jólagleði SVFR verður haldin á föstudagskvöld Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði
Nýjar vikutölur um aflabrögð í laxveiðiánum voru birtar í gærkvöldi og af þeim má ráða að ennþá er veiðin ágæt í ánum. Hún er að vísu meira en ágæt í sumum ánum og sem dæmi um það veiddust 507 laxar í liðnni viku í Miðfjarðará en hún er komin í 5485 laxa en það toppar ekkert vikuveiðina í Ytri Rangá en þar veiddust 978 laxar í vikunni og má þar að mestu þakka að maðkveiðin byrjaði 4. september en fram að því hafði veiðin engu að síður verið hreint út sagt frábær. Heildarveiðin í Ytri Rangá er komin í 6609 laxa og ennþá eru sex vikur eftir af veiðitímanum þar. Blanda skilaði 127 löxum á land, Norðurá var með 406 laxa vikuveiði sem er ótrúlega góð tala í henni en hún þykir yfirleitt detta í frekar rólegn gír eftir miðjan ágúst. Eystri Rangá gaf 144 laxa í vikunni, Þverá/Kjarrá 154 laxa og svo Langá með 146 laxa á land í liðinni viku. Fyrstu lokatölurnar eru komnar og þær eru úr Norðurá með 2886 laxa í sumar sem er feyknagott ár í ánni. Straumarnir gáfu 339 laxa á sínar tvær stangir sem er fín veiði og aðeins yfir meðaltali. Það er samkvæmt vikulistanum frá Landssambandi Veiðifélaga ennþá fín veiði í flestum ánum og ennþá á eftir að veiða í um það bil tvær vikur í viðbót svo þessar tölur gætu enn hækkað.
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Jólagleði SVFR verður haldin á föstudagskvöld Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði