„Ég bý mér til þræði úr öllu“ Magnús Guðmundsson skrifar 11. september 2015 10:30 Ragnheiður Björk Þórsdóttir, veflistakona á Akureyri. „Ég hef alltaf verið að vinna í vef, það er vinnuaðferð sem hefur alltaf höfðar til mín. Núna er ég að sýna afrakstur vinnu sem Bæjarlistamaður Akureyrar og þetta eru allt saman ofin textílverk. Ég er reyndar líka með pappírsverk á þessari sýningu en þau eru líka ofin,“ segir Ragnheiður Björk Þórsdóttir sem á morgun opnar í Ketilhúsi Listasafns Akureyrar sýninguna Rýmisþræðir. Sýningin stendur til 25. október og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17.En hvað er það við vefnaðinn sem heillar Ragnheiði? „Þetta er bara lífskrafturinn. Á sýningunni er ég líka að sýna gamla kljásteinavefstaðinn, gamlan indíánavefstað sem ég smíðaði og myndvefnaðarstól. Þannig að ég er svona aðeins að sýna fólki hvernig þetta er búið að fylgja mannkyninu frá örófi. Því allt frá því að við fórum að taka okkur fasta búsetu þá hefur vefstaðurinn fylgt mannkyninu. Þetta var til að mynda aðalútflutningur okkar Íslendinga, við lifðum á því að selja vaðmál og röggvafeldi í þúsund ár. Annars hefðum við ekkert komist af hérna og þetta er þannig tengt frumkraftinum í okkur. Þetta er eitthvað sem við höfum lokað allt of mikið á, dálítið eins og var með torfbæina og alla þessa gömlu menningu. En þjóðin er samt mikið að vakna til vitundar um gildið sem felst í þessu handverki og þessari gömlu menningu.“Ragnheiður segir að verkin hennar séu þó engu að síður nútímaleg þrátt fyrir gamalt handbragð. „Minn innblástur kemur svolítið úr þessum gömlu aðferðum en svo nota ég það á nútímalegan hátt. Er að vefa úr plasti og alls konar efnum. Ég bý mér til þræði úr öllu. Geri margt öðruvísi en hið upprunalega handverk er samt aldrei langt frá mér. Ég ætla að vera að vinna hérna á sýningunni, svona af og til, sem er ástæðan fyrir því að ég er með þessi vefstæði á staðnum. Þannig að fólki gefst tækifæri til þess að kynnast hvernig þetta er unnið en svo auðvitað að njóta verkanna í senn.“ Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég hef alltaf verið að vinna í vef, það er vinnuaðferð sem hefur alltaf höfðar til mín. Núna er ég að sýna afrakstur vinnu sem Bæjarlistamaður Akureyrar og þetta eru allt saman ofin textílverk. Ég er reyndar líka með pappírsverk á þessari sýningu en þau eru líka ofin,“ segir Ragnheiður Björk Þórsdóttir sem á morgun opnar í Ketilhúsi Listasafns Akureyrar sýninguna Rýmisþræðir. Sýningin stendur til 25. október og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17.En hvað er það við vefnaðinn sem heillar Ragnheiði? „Þetta er bara lífskrafturinn. Á sýningunni er ég líka að sýna gamla kljásteinavefstaðinn, gamlan indíánavefstað sem ég smíðaði og myndvefnaðarstól. Þannig að ég er svona aðeins að sýna fólki hvernig þetta er búið að fylgja mannkyninu frá örófi. Því allt frá því að við fórum að taka okkur fasta búsetu þá hefur vefstaðurinn fylgt mannkyninu. Þetta var til að mynda aðalútflutningur okkar Íslendinga, við lifðum á því að selja vaðmál og röggvafeldi í þúsund ár. Annars hefðum við ekkert komist af hérna og þetta er þannig tengt frumkraftinum í okkur. Þetta er eitthvað sem við höfum lokað allt of mikið á, dálítið eins og var með torfbæina og alla þessa gömlu menningu. En þjóðin er samt mikið að vakna til vitundar um gildið sem felst í þessu handverki og þessari gömlu menningu.“Ragnheiður segir að verkin hennar séu þó engu að síður nútímaleg þrátt fyrir gamalt handbragð. „Minn innblástur kemur svolítið úr þessum gömlu aðferðum en svo nota ég það á nútímalegan hátt. Er að vefa úr plasti og alls konar efnum. Ég bý mér til þræði úr öllu. Geri margt öðruvísi en hið upprunalega handverk er samt aldrei langt frá mér. Ég ætla að vera að vinna hérna á sýningunni, svona af og til, sem er ástæðan fyrir því að ég er með þessi vefstæði á staðnum. Þannig að fólki gefst tækifæri til þess að kynnast hvernig þetta er unnið en svo auðvitað að njóta verkanna í senn.“
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira