Aðeins 5000 miðar voru í boði að þessu sinni og varð fljótlega uppselt enda hefur verið gríðarleg eftirspurn eftir miðum á leiki íslenska landsliðsins í undankeppninni.
Þegar blaðamaður Vísis reyndi að kaupa miða tíu mínútur yfir tólf voru 2500 manns á undan í röðinni.
*Uppfært 12:50 Það er uppselt á leik Íslands og Lettlands en það tók rúmlega 50 mínútur að selja þá 5000 miða sem í boði voru.
