Færri komust að en vildu á frumsýningu Þrasta í Toronto Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2015 15:06 Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson ásamt Atla Óskari Fjalarssyni og Rakel Björk Björnsdóttur sem eru aðalleikarar Þrasta, ásamt Ingvari E Sigurðssyni Færri komust að en vildu þegar kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir, var frumsýnd í gærkvöldi á kvikmyndahátíðinni Toronto International Film Festival í Kanada. Er uppselt á fleiri sýningar myndarinnar á hátíðinni. Bandaríski fjölmiðillinn The Hollywood Reporter hefur birt gagnrýni um myndina. Gagnrýnandinn telur Þresti vera hina dæmigerðu þroskasögu þar sem ekki mikið kemur á óvart framan af. Viðbrögðin verða því enn meiri þegar söguþráður myndarinnar tekur óvænta stefnu í tvígang.Gunnar Óskarsson, Kjartan Sveinsson, Rúnar Rúnarsson, Atli Óskar Fjalarsson, Mikkel Jersin og Rakel Björk BjörnssdóttirGagnrýnandinn telur Rúnar Rúnarsson halda velli frá fyrstu kvikmynd sinni, Eldfjall, með vandaða nálgun á hversdagslegu umhverfi. Myndin var tekin upp á Flateyri og er sjávarþorpið og fjallgarðurinn í kring sögð fullkomna upplifun áhorfenda og spila stórt hlutverk. Einnig kemur gagnrýnandinn inn á sérsamda kvikmyndatónlist Kjartans Sveinssonar, fyrrverandi hljómborðsleikara Sigur Rósar, sem hann segir einstaklega fallega. Þrestir er dramatísk mynd sem fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Í aðalhlutverkum eru Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurdsson, Rakel Björk Björnsdóttir , Kristbjörg Kjeld og Rade Serbedzija. Þrestir eru framleiddir af Nimbus Ísland og Nimbus film í samvinnu við Pegasus og MPfilms. Myndin er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, danska kvikmyndasjóðnum, norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum, króatíska kvikmyndasjóðnum, Iðnaðarráðuneytinu og ísamvinnu við Senu, RÚV, TV2 í Danmörku og SF í Danmörku. Þrestir koma í almennar sýningar 16. október á vegum Senu. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Franskt sölu og dreifingarfyrirtæki tryggir sér Þresti Franska sölu og dreifingarfyrirtækið Versatile Films hefur tryggt sér réttinn á nýjustu kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir. 24. ágúst 2015 10:30 Þrestir í aðalkeppni San Sebastián-hátíðar Mynd Rúnars Rúnarssonar fær mikla athygli. 10. ágúst 2015 07:00 Glæný stikla úr Þröstum frumsýnd á Vísi Myndin fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. 28. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Færri komust að en vildu þegar kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir, var frumsýnd í gærkvöldi á kvikmyndahátíðinni Toronto International Film Festival í Kanada. Er uppselt á fleiri sýningar myndarinnar á hátíðinni. Bandaríski fjölmiðillinn The Hollywood Reporter hefur birt gagnrýni um myndina. Gagnrýnandinn telur Þresti vera hina dæmigerðu þroskasögu þar sem ekki mikið kemur á óvart framan af. Viðbrögðin verða því enn meiri þegar söguþráður myndarinnar tekur óvænta stefnu í tvígang.Gunnar Óskarsson, Kjartan Sveinsson, Rúnar Rúnarsson, Atli Óskar Fjalarsson, Mikkel Jersin og Rakel Björk BjörnssdóttirGagnrýnandinn telur Rúnar Rúnarsson halda velli frá fyrstu kvikmynd sinni, Eldfjall, með vandaða nálgun á hversdagslegu umhverfi. Myndin var tekin upp á Flateyri og er sjávarþorpið og fjallgarðurinn í kring sögð fullkomna upplifun áhorfenda og spila stórt hlutverk. Einnig kemur gagnrýnandinn inn á sérsamda kvikmyndatónlist Kjartans Sveinssonar, fyrrverandi hljómborðsleikara Sigur Rósar, sem hann segir einstaklega fallega. Þrestir er dramatísk mynd sem fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Í aðalhlutverkum eru Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurdsson, Rakel Björk Björnsdóttir , Kristbjörg Kjeld og Rade Serbedzija. Þrestir eru framleiddir af Nimbus Ísland og Nimbus film í samvinnu við Pegasus og MPfilms. Myndin er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, danska kvikmyndasjóðnum, norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum, króatíska kvikmyndasjóðnum, Iðnaðarráðuneytinu og ísamvinnu við Senu, RÚV, TV2 í Danmörku og SF í Danmörku. Þrestir koma í almennar sýningar 16. október á vegum Senu.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Franskt sölu og dreifingarfyrirtæki tryggir sér Þresti Franska sölu og dreifingarfyrirtækið Versatile Films hefur tryggt sér réttinn á nýjustu kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir. 24. ágúst 2015 10:30 Þrestir í aðalkeppni San Sebastián-hátíðar Mynd Rúnars Rúnarssonar fær mikla athygli. 10. ágúst 2015 07:00 Glæný stikla úr Þröstum frumsýnd á Vísi Myndin fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. 28. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Franskt sölu og dreifingarfyrirtæki tryggir sér Þresti Franska sölu og dreifingarfyrirtækið Versatile Films hefur tryggt sér réttinn á nýjustu kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir. 24. ágúst 2015 10:30
Þrestir í aðalkeppni San Sebastián-hátíðar Mynd Rúnars Rúnarssonar fær mikla athygli. 10. ágúst 2015 07:00
Glæný stikla úr Þröstum frumsýnd á Vísi Myndin fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. 28. ágúst 2015 12:00