Förðunin á tískuvikunni í New York Ritstjórn skrifar 13. september 2015 13:15 Baksviðs hjá Rodebjer Glamour/Getty Tískuvikan í New York er í fullum gangi, en henni lýkur á fimmtudag. Glamour kíkti á förðunina á pöllunum fyrir næsta sumar á fyrstu tveimur dögum tískuvikunnar. Þar mátti sjá allt frá næstum alveg óförðuðum fyrirsætum upp í andlit sem var þakið skrauti. En sjón er sögu ríkari.GivenchyGlamour/GettyFörðunarmeistarinn Pat McGrath gerði tvennskonar farðanir fyrir sýningu Givenchy. Annars vegar nokkuð látlausa, en töffaralega förðun þar sem hún hafði aflitað brúnirnar og rammað augun inn með möttum, korklituðum augnskugga.Hinsvegar var það förðun þar sem andlitsskrautið var aftur í aðalhlutverki. Nú voru litirnir ljósir og mildir en skrautið þeim mun meira.Jason WuFörðunarmeistari Maybelline, Yadim Carraza, sagðist hafa fengið eina ósk frá fatahönnuðinum Jason Wu: Rauðar varir! Carraza tók hann á orðinu og var rauður varalitur það eina sem notað var á fyrirsæturnar. Enginn farði, enginn augnhárabrettari, enginn maskari, enginn hyljari. Ekkert.Á varirnar var notaður nýr mattur varalitur sem væntanlegur er frá Maybelline, en hann er svo nýr að ekki er komið nafn á hann ennþá. Rétt áður en fyrirsæturnar gengu pallana var rauðu duft litarefni, sem notað er í varalitina, dúmpað á varirnar til að gefa extra matta flauelsáferð. Alexander WangFörðunin á Sýningu Alexander Wang var látlaus og náttúruleg þar sem falleg húð fékk að njóta sín. Ekkert nýtt þannig séð, en virkar alltaf. RodebjerÁ sýningu Rodebjer var „contouring“ tekið alla leið. Förðun sem maður hefði haldið (og kannski vonað) að væri á leiðinni út. Mestu vonbrigðin til þessa. Í dag verður nóg af góðum sýningum sem vert er að fylgjst með. Victoria Beckham, Derek Lam, Thakoon, Diane Von Furstenberg, Prabal Gurung og Opening Ceremony.Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak! Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Glamour Fegurð Mest lesið Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Skálaði fyrir sinni fyrstu Óskarstilnefningu Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour San Francisco bannar loðfeld Glamour Hönnuðir þakka Michelle Obama fyrir liðin ár Glamour Gönguskór og derhúfa frá Gucci fyrir næsta haust Glamour Er Frank Ocean orðinn partur af Balmain-hernum? Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: "Þú sökkar í dag, blessað barnið mitt" Glamour Nýjasta undirfatafyrirsæta Calvin Klein er 73 ára Glamour Prjónapeysur í yfirstærð í vetur Glamour
Tískuvikan í New York er í fullum gangi, en henni lýkur á fimmtudag. Glamour kíkti á förðunina á pöllunum fyrir næsta sumar á fyrstu tveimur dögum tískuvikunnar. Þar mátti sjá allt frá næstum alveg óförðuðum fyrirsætum upp í andlit sem var þakið skrauti. En sjón er sögu ríkari.GivenchyGlamour/GettyFörðunarmeistarinn Pat McGrath gerði tvennskonar farðanir fyrir sýningu Givenchy. Annars vegar nokkuð látlausa, en töffaralega förðun þar sem hún hafði aflitað brúnirnar og rammað augun inn með möttum, korklituðum augnskugga.Hinsvegar var það förðun þar sem andlitsskrautið var aftur í aðalhlutverki. Nú voru litirnir ljósir og mildir en skrautið þeim mun meira.Jason WuFörðunarmeistari Maybelline, Yadim Carraza, sagðist hafa fengið eina ósk frá fatahönnuðinum Jason Wu: Rauðar varir! Carraza tók hann á orðinu og var rauður varalitur það eina sem notað var á fyrirsæturnar. Enginn farði, enginn augnhárabrettari, enginn maskari, enginn hyljari. Ekkert.Á varirnar var notaður nýr mattur varalitur sem væntanlegur er frá Maybelline, en hann er svo nýr að ekki er komið nafn á hann ennþá. Rétt áður en fyrirsæturnar gengu pallana var rauðu duft litarefni, sem notað er í varalitina, dúmpað á varirnar til að gefa extra matta flauelsáferð. Alexander WangFörðunin á Sýningu Alexander Wang var látlaus og náttúruleg þar sem falleg húð fékk að njóta sín. Ekkert nýtt þannig séð, en virkar alltaf. RodebjerÁ sýningu Rodebjer var „contouring“ tekið alla leið. Förðun sem maður hefði haldið (og kannski vonað) að væri á leiðinni út. Mestu vonbrigðin til þessa. Í dag verður nóg af góðum sýningum sem vert er að fylgjst með. Victoria Beckham, Derek Lam, Thakoon, Diane Von Furstenberg, Prabal Gurung og Opening Ceremony.Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak! Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Glamour Fegurð Mest lesið Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Skálaði fyrir sinni fyrstu Óskarstilnefningu Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour San Francisco bannar loðfeld Glamour Hönnuðir þakka Michelle Obama fyrir liðin ár Glamour Gönguskór og derhúfa frá Gucci fyrir næsta haust Glamour Er Frank Ocean orðinn partur af Balmain-hernum? Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: "Þú sökkar í dag, blessað barnið mitt" Glamour Nýjasta undirfatafyrirsæta Calvin Klein er 73 ára Glamour Prjónapeysur í yfirstærð í vetur Glamour