Veruleikinn á Íslandi fékk á sýningargesti Bjarki Ármannsson skrifar 13. september 2015 13:25 Ein ljósmyndanna á sýningunni. Mynd/Barnaheill - Save the Children Ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna opnaði í borgarbókasafninu í Gerðubergi í gær. Sýningin samanstendur af myndum Ástu Kristjánsdóttur ljósmyndara sem byggja á sönnum reynslusögum íslenskra barna sem hafa upplifað ofbeldi, vanrækslu, einelti eða búið við fátækt. Sýningin er á vegum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og var öll vinna við hana unnin í sjálfboðastarfi. „Það var virkilega áhugavert að sjá hvað skilaboðin í myndunum náðu til fólksins,“ segir Ásta í tilkynningu frá Barnaheillum. „Bæði börn og fullorðnir voru djúpt snortin af reynslusögum barnanna. Sumir spurðu hvort þetta væru í alvöru íslensk börn og það fékk á þá að þetta væri raunveruleiki á Íslandi.“ Sýningin leggur mikla áherslu á að fræða börn um mannréttindi sín og hvert hægt sé að leita ef þau telja að brotið sé á þeim sjálfum eða einhverjum sem þau þekkja. Sýningin er opin fram í janúar og foreldrar hvattir til að aðstoða börnin við að skoða sýninguna út frá réttindum þeirra. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Barnaheilla. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna opnaði í borgarbókasafninu í Gerðubergi í gær. Sýningin samanstendur af myndum Ástu Kristjánsdóttur ljósmyndara sem byggja á sönnum reynslusögum íslenskra barna sem hafa upplifað ofbeldi, vanrækslu, einelti eða búið við fátækt. Sýningin er á vegum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og var öll vinna við hana unnin í sjálfboðastarfi. „Það var virkilega áhugavert að sjá hvað skilaboðin í myndunum náðu til fólksins,“ segir Ásta í tilkynningu frá Barnaheillum. „Bæði börn og fullorðnir voru djúpt snortin af reynslusögum barnanna. Sumir spurðu hvort þetta væru í alvöru íslensk börn og það fékk á þá að þetta væri raunveruleiki á Íslandi.“ Sýningin leggur mikla áherslu á að fræða börn um mannréttindi sín og hvert hægt sé að leita ef þau telja að brotið sé á þeim sjálfum eða einhverjum sem þau þekkja. Sýningin er opin fram í janúar og foreldrar hvattir til að aðstoða börnin við að skoða sýninguna út frá réttindum þeirra. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Barnaheilla.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira