Uppselt á góðgerðarsýningu Everest Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2015 11:22 Baltasar á tökustað Everest myndarinnar. vísir/getty Uppselt er á góðgerðarsýninguna á stórmyndinni Everest sem haldin verður næsta miðvikudag 16. september í Laugarásbíói, en um er að ræða fyrstu sýningu á myndinni hérlendis. Sýningin er haldin af 66°Norður, Myndform, Rvk. Studios og Universal Pictures en allur ágóðinn rennur óskiptur til uppbyggingar í Nepal eftir jarðskjálftann sem reið þar yfir fyrr á árinu. Vegna þessa var ákveðið að hafa verðið á miðanum dýrara en venjulega eða um 3.000 kr. Allir þeir sem keyptu miða munu fá Surtsey húfu frá 66°Norður á sýningunni. Leikstjóri myndarinnar er sem kunnugt er Baltasar Kormákur og hluti myndarinnar var tekinn upp í Nepal. Myndin er byggð á sannri sögu um leiðangur á tind Everrest, hæsta fjall heims. Í aðalhlutverkum eru stórleikararnir Josh Brolin, Jake Gyllenhall, Keira Knightley, Jason Clarke, Emily Watson, Sam Worthington, Robin Wright, John Hawkes og Ingvar E. Sigurðsson og voru þau m.a. klædd fatnaði frá íslenska fataframleiðandanum 66°Norður við tökur á myndinni. Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Uppselt er á góðgerðarsýninguna á stórmyndinni Everest sem haldin verður næsta miðvikudag 16. september í Laugarásbíói, en um er að ræða fyrstu sýningu á myndinni hérlendis. Sýningin er haldin af 66°Norður, Myndform, Rvk. Studios og Universal Pictures en allur ágóðinn rennur óskiptur til uppbyggingar í Nepal eftir jarðskjálftann sem reið þar yfir fyrr á árinu. Vegna þessa var ákveðið að hafa verðið á miðanum dýrara en venjulega eða um 3.000 kr. Allir þeir sem keyptu miða munu fá Surtsey húfu frá 66°Norður á sýningunni. Leikstjóri myndarinnar er sem kunnugt er Baltasar Kormákur og hluti myndarinnar var tekinn upp í Nepal. Myndin er byggð á sannri sögu um leiðangur á tind Everrest, hæsta fjall heims. Í aðalhlutverkum eru stórleikararnir Josh Brolin, Jake Gyllenhall, Keira Knightley, Jason Clarke, Emily Watson, Sam Worthington, Robin Wright, John Hawkes og Ingvar E. Sigurðsson og voru þau m.a. klædd fatnaði frá íslenska fataframleiðandanum 66°Norður við tökur á myndinni.
Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira