Gerir kvikmynd um morðin á Sjöundá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2015 12:48 Friðrik Þór tekur hér við verðlaunum á Eddunni 2014 fyrir myndina Hross í oss en hann framleiddi þá mynd. vísir/daníel Kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson hyggst gera mynd byggða á bók Gunnars Gunnarssonar, Svartfugli, sem kom út árið 1928. Frá þessu er greint á vef Screen International en Friðrik Þór er nú staddur á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada þar sem hann frumsýnir heimildarmyndina Sjóndeildarhringur. Eins og margir kannast við er söguþráður bókar Gunnars byggður á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað á bænum Sjöundá á Rauðasandi árið 1802. Tvö hjón bjuggu á jörðinni, annars vegar þau Bjarni Bjarnason og Guðrún Egilsdóttir og hins vegar Jón Þorgrímsson og Steinunn Sveinsdóttir. Skömmu eftir að Jón og Steinunn fluttu á jörðina byrjuðu hún og Bjarni að draga sig saman. Jón hvarf svo sporlaust í apríl 1802 og tveimur mánuðum síðar lést Guðrún snögglega. Grunsemdir vöknuðu þá um að þau hefðu verið myrt og játuðu Steinunn og Bjarni eftir miklar yfirheyrslur að hafa myrt maka sína. Þau voru dæmd til dauða fyrir morðin. Mynd Friðriks Þórs hefur verið lengi í bígerð en árið 2003 hlaut Íslenska kvikmyndasamsteypan handritastyrk vegna hennar frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Ingvar E. Sigurðsson mun fara með hlutverk Bjarna í myndinni en enn á eftir að finna leikkonu til að fara með hlutverk Steinunnar. „Ég elska glæpasögur og þessi saga sýnir hversu mikið fólk er tilbúið að fórna fyrir ástina,“ segir Friðrik Þór í samtali við Screen International. Tengdar fréttir Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00 Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinsælustu myndunum Leikstjórinn Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinælustu íslensku kvikmyndunum í fullri lengd sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013. 16. júlí 2015 12:31 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson hyggst gera mynd byggða á bók Gunnars Gunnarssonar, Svartfugli, sem kom út árið 1928. Frá þessu er greint á vef Screen International en Friðrik Þór er nú staddur á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada þar sem hann frumsýnir heimildarmyndina Sjóndeildarhringur. Eins og margir kannast við er söguþráður bókar Gunnars byggður á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað á bænum Sjöundá á Rauðasandi árið 1802. Tvö hjón bjuggu á jörðinni, annars vegar þau Bjarni Bjarnason og Guðrún Egilsdóttir og hins vegar Jón Þorgrímsson og Steinunn Sveinsdóttir. Skömmu eftir að Jón og Steinunn fluttu á jörðina byrjuðu hún og Bjarni að draga sig saman. Jón hvarf svo sporlaust í apríl 1802 og tveimur mánuðum síðar lést Guðrún snögglega. Grunsemdir vöknuðu þá um að þau hefðu verið myrt og játuðu Steinunn og Bjarni eftir miklar yfirheyrslur að hafa myrt maka sína. Þau voru dæmd til dauða fyrir morðin. Mynd Friðriks Þórs hefur verið lengi í bígerð en árið 2003 hlaut Íslenska kvikmyndasamsteypan handritastyrk vegna hennar frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Ingvar E. Sigurðsson mun fara með hlutverk Bjarna í myndinni en enn á eftir að finna leikkonu til að fara með hlutverk Steinunnar. „Ég elska glæpasögur og þessi saga sýnir hversu mikið fólk er tilbúið að fórna fyrir ástina,“ segir Friðrik Þór í samtali við Screen International.
Tengdar fréttir Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00 Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinsælustu myndunum Leikstjórinn Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinælustu íslensku kvikmyndunum í fullri lengd sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013. 16. júlí 2015 12:31 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00
Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinsælustu myndunum Leikstjórinn Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinælustu íslensku kvikmyndunum í fullri lengd sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013. 16. júlí 2015 12:31