Fótbolti

Di María og Cavani sáum um Kára og félaga í París

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ángel di María skoraði fyrsta markið.
Ángel di María skoraði fyrsta markið. Vísir/Getty
Zlatan Ibrahimovic tókst ekki að skora gegn uppeldisfélaginu Malmö þegar Frakklandsmeistarar PSG tóku á móti Kára Árnasyni og félögum í meistaradeildinni í kvöld.

Það skipti þó engu máli því PSG vann leikinn, 2-0, með mörkum Ángel di María og Edisons Cavani, en Malmö barðist hetjulega allan leikinn.

Það tók Di María, sem átti upp og niður tímabil með Manchester United í fyrra, ekki nema þrjár mínútur rúmar að skora fyrsta markið.

Hann tók á mikinn sprett á hægri kantinum og skilaði boltanum snyrtilega í samskeytin fjær, 1-0.

Þannig var staðan í hálfleik, en Cavani jók forskot PSG í 2-0 á 61. mínútu eftir aðstoð frá Zlatan, sem er fæddur og uppalinn í Malmö. Lokatölur, 2-0.

Kári Árnason stóð vaktina í vörn Malmö allan tímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×